Hoppa yfir valmynd
5. júní 2024 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra úthlutar rúmlega 491 milljónum úr Matvælasjóði

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins.

„Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er í góðu jafnvægi“.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Svarbréf hafa þegar verið send umsækjendum í gegnum Ísland.is og eru aðgengileg umsækjendum í umsóknarkerfi.

Nánari upplýsingar um úthlutun sjóðsins má finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum