Samið við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík
Rekstraraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta óskað eftir stuðningsláni fyrir allt að 49 m.kr. sem er með 90% ríkisábyrgð. Stuðningslán er óverðtryggt og ber vexti sem eru jafnháir vöxtum af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands hverju sinni.
Núgildandi frestur til að óska eftir stuðningsláni er til 1. júní nk. en þann 22. mars. sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem felur m.a. í sér að sá frestur verði framlengdur um eitt ár eða til 1. júní 2026.