Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samið við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík

Samið við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík - myndStjórnarráðið/Vilhelm
Íslenska ríkið hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um að annast stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík. Samningurinn er í samræmi við lög um stuðningslán sem Alþingi samþykkti fyrir áramót.

Rekstraraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta óskað eftir stuðningsláni fyrir allt að 49 m.kr. sem er með 90% ríkisábyrgð. Stuðningslán er óverðtryggt og ber vexti sem eru jafnháir vöxtum af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands hverju sinni.

Núgildandi frestur til að óska eftir stuðningsláni er til 1. júní nk. en þann 22. mars. sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp sem felur m.a. í sér að sá frestur verði framlengdur um eitt ár eða til 1. júní 2026.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta