Yfirlit úr dagskrám ráðherra
Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að allir ráðherrar ríkisstjórnar birti yfirlit úr dagbókum sínum frá og með deginum í dag. Við undirbúning málsins var leitað fyrirmynda einkum á Norðurlöndum og í Bretlandi.
Það er háð mati hvers og eins ráðherra hversu miklar upplýsingar verða birtar um dagskrá hverrar viku. Stiklað verður á stóru í dagskrá ráðherra en að meginstefnu er gert ráð fyrir að upplýsingar birtist um eftirfarandi:
- Formlega fundi sem boðað er til með dagskrá eða þar sem ráðherra tekur á móti fulltrúum félagasamtaka og stofnana
- Formlega hádegisverði
- Viðburði þar sem ráðherra heldur erindi eða ávarp
- Fundi með fulltrúum erlendra ríkja (áður ótaldir)
- Stærri viðtöl við fjölmiðla sem ákveðin eru með nokkrum fyrirvara
Dagbækurnar má finna á undirsíðu undir hverjum og einum ráðherra á vef Stjórnarráðsins.