Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Fimm umsækjendur um embætti landlæknis

Fimm sóttu um embætti landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út í gær.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

  • Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi
  • Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur
  • Elísabet Benedikz, yfirlæknir
  • María Heimisdóttir, yfirlæknir
  • Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi)

Heilbrigðisráðherra skipar í embætti landlæknis til fimm ára í senn, að undangengnu mati sérstakrar nefndar sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu um mat á hæfni umsækjenda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta