Fimm umsækjendur um embætti landlæknis
Fimm sóttu um embætti landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út í gær.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
- Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi
- Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur
- Elísabet Benedikz, yfirlæknir
- María Heimisdóttir, yfirlæknir
- Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi)
Heilbrigðisráðherra skipar í embætti landlæknis til fimm ára í senn, að undangengnu mati sérstakrar nefndar sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu um mat á hæfni umsækjenda.