Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Jón Steindór ráðinn aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Jón Steindór Valdimarsson - mynd

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur ráðið Jón Steindór Valdimarsson sem aðstoðarmann sinn. Jón Steindór hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum og atvinnulífi. Hann sat á þingi fyrir Viðreisn árin 2016-2021 og starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 

Jón Steindór er lögfræðingur og með MPM gráðu í verkefnastjórnun. Hann sat á Alþingi árin 2016 – 2021 og var varaþingmaður 2021 - 2024.

Jón Steindór hefur fjölbreytta starfsreynslu. Má þar nefna að hann var lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu árið 1985, staðgengill framkvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufélaganna 1985 – 1988, aðstoðarframkvæmdastjóri og síðar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 1988 – 2010.

Jón Steindór var í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands 2002–2013 og stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 2000 - 2010, þar af stjórnarformaður árin 2004 - 2010. Varaformaður stjórnar Framtakssjóðs Íslands 2011–2012. Í stjórn Lánatryggingasjóðs kvenna 2011–2013. Formaður stjórnar Landsbréfa hf. 2011–2013. Í stjórn Regins hf. 2014–2015 og er í stjórn Ísavia frá árinu 2022.

Jón Steindór var formaður Já Ísland frá stofnun 2009 til 2016 og formaður Evrópuhreyfingarinnar frá stofnun 2022. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta