Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld brott

Þjóðleikhúsið - myndSigurður Ólafsson

Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um 1 metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þetta að höfðu samráði við sóttvarnalækni. Reglugerð ráðherra þessa efnis hefur verið send Stjórnartíðindum. „Þetta er stór og mikilvæg breyting. Með þessu breytast aðstæður til viðburðahalds þar sem hægt verður að nýta öll sæti á viðburðum svo lengi sem ekki eru fleiri en 500 í hólfi“ segir ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta