Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýtt húsnæði Tækniskólans – tillögur verkefnisstjórnar

Nýr 24.000–30.000 fermetra Tækniskóli fyrir 2.400–3.000 nemendur mun rísa í Hafnarfirði og skoða þarf sameiningu Flensborgarskólans við Tækniskólann. Þetta er tillaga verkefnisstjórnar um framtíðarhúsnæði Tækniskólans til mennta- og barnamálaráðherra.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði verkefnisstjórn á síðasta ári um framtíðarhúsnæði Tækniskólans. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar var m.a. að leiða fram niðurstöðu um fjármögnun og eignarhald á húsnæði Tækniskólans. Áætlaður stofnkostnaður er allt að 27 ma.kr. og leggur verkefnisstjórnin fram tillögur um fjármögnun og kostnaðarskiptingu milli Hafnarfjarðarbæjar og eigenda Tækniskólans.

Verkefnisstjórn skipa:

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytisins
Gylfi Arnbjörnsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytisins
Henný Gunnarsdóttir Hinz, fulltrúi forsætisráðuneytisins
Guðmundur Axel Hansen, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar
Egill Jónsson, fulltrúi Tækniskólans
Jón B. Stefánsson, fulltrúi Tækniskólans

Þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, undirritaði sumarið 2021 viljayfirlýsingu ásamt fjármála- og efnahagsráðherra, Hafnarfjarðarbæ og Tækniskólanum um framtíðarhúsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði. Framkvæmdin er liður í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.

Uppfært 27.4 kl. 8:22

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta