Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2023 Forsætisráðuneytið

Atli Viðar Thorstensen ráðinn samhæfingarstjóri í móttöku flóttafólks

Atli Viðar Thorstensen hefur verið ráðinn í starf samhæfingarstjóra í móttöku flóttafólks hjá forsætisráðuneytinu. Starfið var auglýst í mars sl. og voru umsækjendur 16 talsins.

Atli Viðar hefur lokið BA-námi í sagnfræði og námi í mannréttindafræðum frá Háskólanum í Essex. Hann hefur verið sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi frá árinu 2016 og starfaði áður sem verkefnastjóri í flóttamannamálum hjá Rauða krossinum.

Samhæfingarstjóri mun stýra samhæfingarteymi um móttöku flóttafólks sem tók nýverið til starfa. Meginverkefni teymisins er að efla samhæfingu og yfirsýn yfir helstu verkefni sem snúa að móttöku flóttafólks, þvert á ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta