Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2020 Forsætisráðuneytið

Fanney Rós Þorsteinsdóttir sett tímabundið í embætti ríkislögmanns

Fanney Rós Þorsteinsdóttir - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur í embætti ríkislögmanns, tímabundið til þriggja mánaða. Fanney Rós gegnir embættinu í fjarveru Einars Karls Hallvarðssonar ríkislögmanns.

Fanney Rós útskrifaðist með kandídatspróf frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráðu frá Columbia-háskóla árið 2012. Hún fékk réttindi til málflutnings í héraði árið 2006 og fyrir Hæstarétti árið 2014. Hún hefur starfað við embætti ríkislögmanns frá 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta