Úthlutun styrkja til þróunarverkefna búgreina á árinu 2024
Með hliðsjón af umsögnum fagráða úthlutaði matvælaráðuneytið rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024.
Um er að ræða 23 verkefni í sauðfjárrækt, 16 í nautgriparækt og 9 í garðyrkju. Í fyrsta sinn var úthlutað til þróunarfjár hrossaræktar, samtals átta milljónum króna til þriggja aðila.
Úthlutanir þróunarverkefna eftir búgreinum
Garðyrkja
Bændasamtök Íslands |
Erlendir garðyrkjuráðunautar 2024 |
27.260.450 |
Bændasamtök Íslands |
Stofnræktun kartaflna - kynnisferð til Overhalla Klonavlssenter |
3.528.000 |
Sölufélag Garðyrkjumanna |
Íslensk paprika allt árið |
13.500.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Mygluspá fyrir kartöflubændur framhald 2025 |
2.919.880 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Rekstrargreining garðyrkju - framhaldsrannsókn 2025 |
2.475.000 |
Skálpur ehf |
Þróun á ræktun á íslensku gulrófnafræi |
4.090.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Fræðsluefni um illgresistegundir á Íslandi |
634.000 |
Bændasamtök Íslands |
Aðgengi að plöntuverndarvörum og viðbrögð við skaðvöldum |
2.108.800 |
Úr sveitinni ehf |
Vöruþróun og virðisaukning garðávaxta |
2.028.000 |
Samtals |
58.544.130 |
Nautgriparækt
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Jörð.is - Mælaborð |
1.069.500 |
Bændasamtök Íslands |
Fagfundur nautgriparæktar |
400.000 |
Gíslína Skúladóttir |
Nautgripadauði á Íslandi og neyðarslátrun í Noregi |
890.000 |
Tilraunastöð HÍ Keldur |
Sníkjuormar í íslenskum nautgripum |
3.000.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Rekstrargreining kúabúa |
5.000.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
NorFor 2024 samstarf um Norrærnt fóðurmatskerfi |
2.500.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Gagnaöflun til eflingar ræktunarstarfs holdagripa |
5.000.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Fræðsluefni um illgresistegundir á Íslandi |
634.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Bændahópur - áfram gakk |
4.000.000 |
Tilraunastöð HÍ Keldur |
Rannsókn á stofnanabreytileika kórónuveira í nautgripum á Íslandi |
7.700.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Ómmælingar holdagripa - áframhald á gagnasöfnun |
4.197.796 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Huppa - pörunaráætlanir |
1.651.000 |
Landbúnaðarháskóli Íslands |
Vinnustofa um nautgripakynbætur |
1.500.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Bændahópar - áframhald |
5.500.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Innleiðing holdagripadóma og ómmælingar í Huppu.os |
1.799.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Rekstur nautakjötsframleiðenda - greining og söfnun hagtalna |
2.692.500 |
Samtals |
47.533.796 |
Sauðfjárrækt
Tilraunastöð HÍ Keldum |
Greining E. Coli stofna sem valda slefsýki- framhald |
4.000.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Afkvæmarannsóknir ræktunarstarf bænda á sauðfé 2024 |
3.670.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Jörð.is mælaborð |
1.069.500 |
Syðra Holt ehf |
Sauðamjaltir |
600.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna 2024 |
426.000 |
Ráðgjafrmiðstöð landbúnaðarins |
Framtíð DNA - greininga í sauðfé - grunnur að erfðamengjaúrvali |
6.021.550 |
Karólína Elísabetardóttir |
Leitin að íslenska vaðmálinu- upphefjum íslenskt hráefni og framleiðslu |
1.460.000 |
Landbúnaðarháskóli Íslands |
Nýtt rannsóknarátak í fóðrun sauðfjár- tæknilegur undirbúningur ofl |
5.510.000 |
Bændasamtök Íslands |
Fagfundur sauðfjárræktarinnar |
400.000 |
Björn Steinbjörnsson |
Rannsóknir á kregðu, lungnapest og loftgæði í fjárhúsum |
2.190.000 |
Bændasamtök Íslands |
Ræktun gegn riðu, fyrstur skrefin |
2.105.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Lambadómar 2024 |
2.528.500 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
EUROP kjötmat |
666.000 |
Tilraunastöð Keldur |
Stofnagreiningar á ESBL/AmpC - |
4.500.000 |
Tilraunastöð Keldur |
Rannsókn á PrP arfgerðum í eldri riðuhjörðum |
2.111.200 |
Björn Steinbjörnsson |
Bóluefnisrannsóknir v/ kregðu og lungnapestar seinni hluti |
5.078.796 |
Búnaðarsamband Vesturlands |
Kaup á hrútum með verndandi arfgerð gegn riðu |
4.800.000 |
Karólína Elísabetardóttir |
Silfur og gull - frumrannsókn á eðli og erfðum kollótta og gula litarins |
550.000 |
Karólína Elísabetardóttir |
Vinnufundur alþjóðlega riðurannsóknarteymisins ScIce ferðakostnaður |
93.806 |
Kynbótastöð ehf Selfoss |
Kaup á hrútum með verndandi arfgerð gegn riðu |
4.800.000 |
Matís ohf |
Uppfærsla íslensku kjötbókarinnar |
2.857.000 |
Matvælastofnun |
Rannsókn á eitlasýnum sauðfjár v. Riðuveiki |
2.000.000 |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins |
Arfgerðargreiningar ræktunarstarf 2024-2025 |
800.000 |
Samtals |
58.237.352 |
Hrossarækt
Tilraunastöð Háskóla Íslands |
þróun á meðferð gegn sumarexemi í hestum |
2.000.000 |
Háskólinn á Hólum |
Áhrif hreyfingar og umhverfis á atgervi unghrossa |
4.000.000 |
Háskólinn á Hólum |
Fræðslugátt og efling rannsókna tengdum íslenska hestinum |
2.000.000 |
Samtals |
8.000.000 |
Fagráð búgreina sem starfa samkvæmt búnaðarlögum leggja faglegt mat á umsóknir og eru meðmæli þeirra forsenda styrkveitinga ráðuneytisins. Fagráð setja sér verklagsreglur um mat á umsóknum um þróunarfé.