Hoppa yfir valmynd
26. mars 2025 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Íslensk-pólsk veforðabók opnuð

Frá opnun veforðabókarinnar.  - mynd

Íslensk-pólsk veforðabók hefur verið tekin í gagnið. Í henni eru 54 þúsund uppflettiorð ásamt fjölda dæma og orðasambanda sem öll eru þýdd á pólsku. Verkefnið er unnið fyrir fjárframlög frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og er veforðabókin gjaldfrjáls og öllum aðgengileg.

Unnið hefur verið að veforðabókinni undanfarin ár á Árnastofnun og eru þetta því mikil tímamót. Ritstjóri pólska markmálsins er Stanislaw Bartoszek og auk hans unnu að orðabókinni Aleksandra Kieliszewska og Miroslaw Ólafur Ambroziak. Að verkinu komu einnig Emilia Mlynska skólaráðgjafi og Pawel Bartoszek sérfræðingur. Aðalritstjóri orðabókarinnar er Þórdís Úlfarsdóttir og verkefnisstjóri Halldóra Jónsdóttir.

Orðabókin byggist á sama grunni og veforðabækurnar ISLEX, LEXIA og Íslensk nútímamálsorðabók sem Árnastofnun gefur einnig út. Framburður allra íslenskra uppflettiorða er gefinn með hljóðdæmum og tenglar eru í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Íslensk-pólsk veforðabók er níunda í röð tvímála veforðabóka Árnastofnunar.

Vonir standa til að orðabókin nýtist sem flestum, ekki síst þeim fjölmörgu íbúum Íslands sem hafa pólsku að móðurmáli.

Polski

W piątek 21 marca otwarty został Islandzko-polski słownik internetowy. Prace nad nim trwają w Árnastofnun (Instytut Studiów Islandzkich im. Árniego Magnússona) od kilku lat. Słownik oparty jest na tej samej bazie, co opracowane przez Árnastofnun słowniki internetowe ISLEX, LEXIA i Słownik współczesnego języka islandzkiego (Íslensk nútímamálsorðabók).

Słownik zawiera 54 tysiące haseł oraz dużą liczbę przykładów przetłumaczonych na język polski. Dużą zaletą jest możliwość odsłuchania wymowy islandzkich haseł i części zwrotów, zaś ogromną pomocą w nauce języka islandzkiego będzie możliwość sprawdzania odmiany wyrazów hasłowych.

Redaktorem naczelnym słownika jest Þórdís Úlfarsdóttir, zaś kierownikiem projektu Halldóra Jónsdóttir. Redakcją wersji polskiej kieruje Stanisław Bartoszek, a redaktorami haseł są Aleksandra Kieliszewska, Emilia Młyńska, Mirosław Ólafur Ambroziak i Paweł Bartoszek.
Islandzko-polski słownik internetowy jest dziewiątym dwujęzycznym słownikiem online opracowanym przez Árnastofnun, jest bezpłatny i dostępny dla wszystkich. Projekt otrzymał dofinansowanie z Ministerstwa Spraw Socjalnych i Rynku Pracy (Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið). Instytut Árniego Magnússona ma nadzieję, że słownik okaże się przydatny szerokiej grupie użytkowników, a szczególnie tym mieszkańcom Islandii, dla których polski jest językiem ojczystym.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta