Um sendiskrifstofu
Ísland opnaði aðalræðisskrifstofu í Færeyjum árið 2007, eftir að víðtækur fríverslunarsamningur var gerður milli landanna, Hoyvíkursamningurinn, árið 2006. Fyrir þann tíma störfuðu kjörræðismenn Íslands í Færeyjum frá árinu 1947.
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Þórshöfn, Færeyjum
HeimilisfangYdun, Reyngøta 9
FO-100 Tórshavn
+298 30 81 00 / +354 545 7480
www.mfa.is/fo
Afgreiðsla virka daga frá kl. 10:00 - 15:00
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Þórshöfn, FæreyjumFacebook hlekkurAðalræðisskrifstofa Íslands í Þórshöfn, FæreyjumTwitte hlekkurAðalræðismaður
Hannes Heimisson
Ferilskrá (á ensku)
2024- Consul General of Iceland in the Faroe Islands
2022-2024 Ambassador of Iceland to Poland, Ukraine, Bulgaria and Romania, with residence in Warsaw
2020-2022 Ambassador of Iceland to Sweden, Albania, Cyprus and Kuwait with residence in Stockholm
2018-2020 Chief of Protocol, Ministry for Foreign Affairs
2013-2018 Ambassador of Iceland to Japan, the Philippines, Brunei Darussalam, Indonesia, Timor-Leste and Papua New Guinea with residence in Tokyo
2009-2013 Ambassador, Directorate for Trade and Economic Affairs
2005-2009 Ambassador of Iceland to Finland, Estonia, Latvia, Lithuania and Ukraine, with residence in Helsinki
2003-2005 Consul General, New York
1999-2003 Director, Department of Information, Cultural Affairs and Consular Liaison, Ministry for Foreign Affairs
1997-1999 Chargé d´Affaires ad interim, Embassy of Iceland, Helsinki
1996-1997 Counsellor, Political Department. Nordic co-operation and Council of Baltic Sea States, Ministry for Foreign Affairs
1995-1996 Deputy Director, Defence Department, Ministry for Foreign Affairs
1992-1995 First Secretary, Embassy of Iceland, Stockholm
1988-1992 First Secretary, Embassy of Iceland, Paris
1987-1988 First Secretary, Department of Administration, Ministry for Foreign Affairs
1986 First Secretary, Ministry for Foreign Affairs
Born 25 March 1960. Married to Guðrún Margrét Sólonsdóttir. They have four children.
2016-til dagsins í dag: Pétur Thorsteinsson, aðalræðismaður. Pétur (f. 1955, BA, Cand.jur, LLM), starfaði áður sem varaframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Genf 2001-06, staðgengill sendiherra í Washington DC 1995-97 og Moskvu 1987-90 og starfandi aðalræðismaður og sendiráðunautur við fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 1983-87. Kona hans er Birna Hreiðarsdóttir. |
|
2012-16: Þórdur Bjarni Guðjónsson, aðalræðismaður. Þórður (f. 1956, Cand.oecon, MSc), starfaði áður sem staðgengill fastafulltrúa hjá NATO í Brussel 2000-04 og við sendiráðin í London 1995-2000 og Brussel 1987-91. Hann starfaði síðar sem aðalræðismaður í Winnipeg frá 2016. Kona hans er Jórunn Kristinsdóttir. | |
2009-11: Albert Jónsson, aðalræðismaður. Albert (f. 1952, BA, MS) starfaði áður sem sendiherra í Washington DC 2006-09 og síðar sem sendiherra í Moskvu 2011-16. Kona hans er Ása Baldvinsdóttir. | |
2007-09: Eiður S. Guðnason, aðalræðismaður. Eiður (f. 1939, d. 2017) var fyrsti útsendi stjórnarerindrekinn í Færeyjum. Hann starfaði áður sem umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1991-93, sendiherra í Osló 1993-98, aðalræðismaður í Winnipeg 2001-02 og sendiherra í Peking 2002-06. Kona hans var Eygló Helga Haraldsdóttir. | |
1985-2007: Poul Mohr, kjörræðismaður. Poul (f. 1929) starfaði lengi sem framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvar í Þórshöfn og hafði sterk viðskipta- og vinatengsl við Ísland. Kona hans er Anna Mohr. | |
1956-85: Trygvi Samuelsen, kjörræðismaður. Trygvi (f. 1907, d. 1985, Cand.jur) starfaði sem kjörræðismaður Íslands í nær 30 ár. Hann var lögmaður og áhrifamikill í færeyskum stjórnmálum. Hann átti sæti á Lögþinginu fyrir Sambandsflokkinn 1943-46 og 1949-74, þar af síðustu fjögur árin sem flokksformaður. Hann sat í borgarstjórn Þórshafnar 1936-64. Þórshafnarborg keypti hús Trygva sem er nú notað sem opinbert móttökuhús og listasafn. Þar hangir enn skjaldamerki Íslands frá ræðismannstíð Trygva. Sjá nánar hér. | |
1947-56: Páll Ólafsson, kjörræðismaður. Páll (f. 1887, d. 1971) var skipaður fyrsti kjörræðismaður Íslands í Færeyjum 3. september 1947. Páll var fæddur að Lundi í Lundareykjadal 30. ágúst 1887. Hann var umsvifamikill í viðskiptum og útgerð fyrst á Íslandi en síðar í Danmörku. Frá Danmörku fluttist hann til Færeyja 1939 og dvaldist þar fram yfir stríðslok er hann flutti aftur til Danmerkur og þaðan síðar til Íslands. Skipunarbréf Páls hangir á vegg aðalræðisskrifstofunnar, undirritað af Sveini Björnssyni forseta Íslands og Bjarna Benediktssyni, utanríkisráðherra. Bréfið er gjöf til aðalræðisskrifstofunnar frá dóttur hans, frú Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara. Eiginkona Páls var Hildur Stefánsdóttir. Meðal barna þeirra voru fyrrnefnd Ólöf, síðar eigin eiginkona Sigurðar Bjarnasonar ritstjóra og sendiherra og Ingibjörg kona Péturs Eggerz sendiherra. |