Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
Greinargerð
Leita í nefndum
Efni | |
---|---|
Inngangur<p>Samkvæmt lögum um opinber fjármál á fjármála- og efnahagsráðherra að leggja þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun til fimm ára fyrir Alþingi eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Nauðsynlegt hefur reynst að víkja frá þessari dagsetningu í ár. Fyrst má nefna tafir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og aðgerða stjórnvalda til að aðstoða íbúa Grindavíkur og fyrirtæki sem hafa verið með starfsemi þar. Tvö fjáraukalagafrumvörp hafa verið lögð fyrir árið 2024 vegna jarðhræringanna, auk þess sem aðgerðir hafa verið kynntar um uppkaup sérstaks félags í eigu ríkissjóðs á fasteignum í bæjarfélaginu. Þá tafðist vinna við fjármálaáætlun vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru í byrjun mars en aðkoma ríkissjóðs að þeim er metin á um 80 ma.kr. á næstu fjórum árum og hafði það töluverð áhrif á vinnslu fjármálaáætlunarinnar. <span>Að lokum þurfti að bíða með lokafrágang áætlunarinnar til framlagningar í tengslum við það að Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra.</span></p> <p>Fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 byggist í meginatriðum á <a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FJR/Fj%c3%a1rm%c3%a1lastefna%202022-2026%20-%20PRENTEINTAK.pdf" target="_blank">gildandi fjármálastefnu</a> sem samþykkt var á Alþingi í febrúar 2022 og <a href="/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%202024-2028%20-%20vefur.pdf" target="_blank">síðustu fjármálaáætlun</a> sem samþykkt var í júní í fyrra. Hún felur í sér ítarlegri útfærslu á markmiðum gildandi fjármálastefnu og á stefnumörkun um þróun tekna og gjalda og efnahag opinberra aðila, þ.e. ríkis (A1-hluta), sveitarfélaga og fyrirtækja í þeirra eigu. Í þessu felst að markmið um afkomu- og skuldaþróun í fjármálaáætlun skulu vera innan þeirra marka sem fram koma í fjármálastefnu. Á sama hátt og á við um fjármálastefnu skal fjármálaáætlun uppfylla skilyrði laganna um tölulegar fjármálareglur varðandi afkomu og skuldir hins opinbera og byggjast á fimm grunngildum: sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Samkvæmt lögunum skal leggja fjármálaáætlun til grundvallar við gerð frumvarps til fjárlaga og fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir komandi fjárlagaár.</p> <p>Í fjármálaáætluninni er sett fram sundurliðuð tekjuáætlun fyrir hið opinbera en einnig sérstaklega fyrir ríkissjóð (A1-hluta) annars vegar og sveitarfélög hins vegar. Í áætluninni er jafnframt settur útgjaldarammi og -stefna fyrir hvert málefnasvið í starfsemi ríkissjóðs (A1-hluta) en með því móti er ætlunin að skapa sem skýrast samhengi milli faglegra markmiða og þeirra fjármuna sem varið er til einstakra málefnasviða.</p> <p>Fjármálastefna og -áætlun taka til opinberra aðila í heild, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja hins opinbera. Þótt ríkisreksturinn sé mun umfangsmeiri er það sameiginleg ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvarðanir séu í samræmi við markmið hagstjórnarinnar.</p> <h2>Efnisskipan fjármálaáætlunar</h2> <p>Í tillögugreininni eru sjö yfirlit um lykiltölur og markmið um afkomu og efnahag hins opinbera og opinberra aðila í heild næstu fimm árin.</p> <p>Efni yfirlitanna er sem hér segir:</p> <ul> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#Lykiltolur-um-afkomu-og-efnahag-opinberra-adila-1">yfirliti 1</a></strong> er gerð grein fyrir afkomu og efnahag hins opinbera í heild ásamt lykiltölum um áætlaða afkomu og efnahag á tímabilinu. Jafnframt er þar gerð grein fyrir markmiðum um nafnverðsaukningu heildarútgjalda ásamt markmiðum um þróun heildarskulda, að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum, og skuldum samkvæmt viðmiði laga um opinber fjármál.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#Rekstraryfirlit-fyrir-hid-opinbera-2">yfirliti 2</a></strong> er birt fjárstreymisyfirlit fyrir hið opinbera í heild á þjóðhagsgrunni. Þar er gerð grein fyrir meginflokkun tekna og hagrænni skiptingu útgjaldaþátta hins opinbera á tímabilinu. Þá er sett fram hvaða breytingar á peningalegum eignum og skuldum felast í heildarafkomu áætlunarinnar fyrir hið opinbera í heild.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#Rekstraryfirlit-fyrir-rikissjod-A1-hluta-3">yfirliti 3</a></strong> er birt fjárstreymisyfirlit fyrir ríkissjóð (A1-hluta) á þjóðhagsgrunni. Þar er gerð grein fyrir meginflokkun tekna og hagrænni skiptingu útgjaldaþátta ríkissjóðs (A1-hluta) á tímabilinu. Þá er sett fram hvaða breytingar á peningalegum eignum og skuldum felast í heildarafkomu áætlunarinnar fyrir ríkissjóð (A1-hluta).</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#Rekstraryfirlit-fyrir-A-hluta-sveitarfelaga-4">yfirliti 4</a></strong> er birt fjárstreymisyfirlit fyrir A-hluta sveitarfélaga á þjóðhagsgrunni. Þar er gerð grein fyrir meginflokkun tekna og hagrænni skiptingu útgjaldaþátta A-hluta sveitarfélaga á tímabilinu. Þá er sett fram hvaða breytingar á peningalegum eignum og skuldum felast í heildarafkomu áætlunarinnar fyrir A-hluta sveitarfélaga.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#Heildar%C3%BAtgjold-malefnasvida-5">yfirliti 5</a></strong> er gerð grein fyrir heildarútgjöldum málefnasviða á tímabilinu á verðlagi ársins 2024.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#%C3%9Atgjaldarammar-malefnasvida-6">yfirliti 6</a></strong> er gerð grein fyrir útgjaldarömmum málefnasviða á tímabilinu á verðlagi ársins 2024. Liðir sem falla utan þessara ramma eru vaxtagjöld ríkissjóðs, ríkisábyrgðir, lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, Atvinnuleysistryggingasjóður og framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/tillaga-til-thingsalyktunar/#Sjodstreymi-rikissjods-A1-hluta-7">yfirliti 7</a></strong> er birt sjóðstreymisyfirlit fyrir ríkissjóð á greiðslugrunni.</li> </ul> <p>Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er fjallað um framvindu efnahagsmála og opinberra fjármála ásamt áherslum ríkisstjórnarinnar en efnisskipan er sem hér segir:</p> <ul> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=90c2031e-fa72-11ee-b883-005056bcde1f">kafla 1</a></strong> er fjallað um meginstefnumið, áherslur og úrlausnarefni á tímabili fjármálaáætlunarinnar í stórum dráttum.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=acbd299e-fa72-11ee-b883-005056bcde1f">kafla 2</a></strong> er fjallað um efnahagsforsendur áætlunarinnar ásamt framvindu og horfum. Gerð er grein fyrir þeirri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem forsendur fjármálaáætlunarinnar byggjast á. Þá er farið yfir þróun og horfur í efnahagsmálum og efnahagsleg viðfangsefni.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=920dc5a5-f29a-11ee-b883-005056bcde1f">kafla 3</a></strong> er fjallað um stefnu í fjármálum hins opinbera sem skipta má í fimm þætti. Þar er í fyrsta lagi gerð grein fyrir fjármálum hins opinbera, s.s. stefnumörkun, afkomu og efnahag. Í öðru lagi er farið yfir fjármál ríkissjóðs, fjallað um afkomuhorfur ríkissjóðs og gerður samanburður við gildandi fjármálaáætlun. Farið er yfir tekjuþróun og skattastefnu ríkissjóðs. Enn fremur er farið yfir stefnumið um þróun útgjalda ríkissjóðs ásamt hagrænni skiptingu þeirra. Þá er fjallað um heildarútgjaldaramma ríkissjóðs, skiptingu hans eftir málefnasviðum og gerð grein fyrir helstu útgjaldamálum og breytingum og hvaða áhrif þær hafa á jafnrétti kynjanna. Að auki er farið yfir skulda- og lánsfjármál og fjármál A2- og A3-hluta ríkissjóðs. Í þriðja lagi er gerð grein fyrir fjármálum sveitarfélaga. Þar á meðal er farið yfir samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál, fjármál A-hluta þeirra, fjármálaáætlun 2025‒2029 og samanburður gerður við gildandi fjármálaáætlun. Í fjórða lagi er farið yfir fjármál opinberra fyrirtækja og opinberra aðila. Í fimmta lagi er svo fjallað um umbætur í starfsemi hins opinbera.</li> <li><strong>Í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=1efe9613-fa56-11ee-b883-005056bcde1f">kafla 4</a></strong> er fjallað um efnahagslega áhættuþætti og beinar og óbeinar skuldbindingar ríkissjóðs.</li> </ul> <p><strong>Í sérstökum viðaukum </strong>er í fyrsta lagi fjallað um reikningshaldslega framsetningu og helstu viðmið og forsendur útgjaldaáætlunar. Í öðru lagi er farið yfir helstu forsendur og viðmið útgjaldaáætlunar ríkissjóðs fyrir árin 2025–2029. Í þriðja lagi er gerður samanburður á rammasettum útgjöldum málefnasviða skv. IPSAS-reikningsskilastaðli og heildarútgjöldum ríkissjóðs (A1-hluta) skv. GFS-staðli. Í fjórða lagi er töfluviðauki með helstu hagstærðum. Að lokum er viðauki þar sem er kynning á stefnumótun málefnasviða. Í þeirri umfjöllun eru helstu áherslur á málefnasviðinu dregnar fram, framtíðarsýn og meginmarkmið ásamt breytingum á fjármögnun frá síðustu fjármálaáætlun. Heildstæða umfjöllun um stefnumótun málefnasviða og málaflokka er að finna á sérstöku fjárlagavefsvæði Stjórnarráðsins, <a href="http://www.fjarlog.is/">www.fjarlog.is</a>.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
1 Áherslur og stefnumið<h2> Markvisst aðhald stuðlar að lækkun verðbólgu</h2> <p>Mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að skapa aðstæður til að verðbólga lækki enn frekar. Þá skapast forsendur fyrir lækkun vaxta í kjölfarið. Við sjáum skýrt að sú stefna sem ríkisstjórnin hefur markað síðustu misserin er að skila árangri sem birtist okkur í lækkun verðbólgu. Aðhald ríkisfjármálanna með afkomubata frá ári til árs styður við peningastefnuna. Þessari skýru stefnu er fylgt eftir í fjármálaáætlun þar sem aðgerðum til að stuðla að stöðugleika á vinnumarkaði er forgangsraðað samhliða áframhaldandi afkomubata. Þessi áætlun felur í sér efnahagslegt aðhald. Ríkissjóður er sameiginlegur sjóður allra landsmanna og mikilvægt er að almenningur treysti því að fjárfestingar ríkissjóðs í innviðum og fólki, heilsu þess og velferð, sé skynsamleg.</p> <p>Síðustu ár höfum við búið við töluverðan óstöðugleika sem hefur skapast fyrst vegna heimsfaraldurs og síðar vegna innrásar Rússa í Úkraínu og vaxandi ólgu á alþjóðavettvangi. Sterk staða ríkissjóðs við upphaf heimsfaraldurs gerði það kleift að hægt var að verja hag heimila og fyrirtækja um leið og hlúð var að heilsu landsmanna. Árangurinn af þeim markvissu skrefum sem ríkisstjórnin hefur tekið með auknu aðhaldi er að skila sér eins og við sjáum í vaxandi frumjöfnuði og jákvæðri afkomu ríkissjóðs í lok tímabils fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að við missum ekki sjónar á því markmiði að reka ríkissjóð með afgangi. Við þær aðstæður lækka opinberar skuldir á ný. Einungis þannig getum við í framtíðinni tekist á við stór áföll eins og við höfum gert síðustu ár, hvort sem áföllin hafa verið í formi faraldurs eða náttúruhamfara. Ábyrg stjórn ríkisfjármála er mikilvæg fyrir velferð borgaranna.</p> <h2>Mikil verðmæti felast í langtímakjarasamningum </h2> <p>Gríðarlega mikilvæg skref voru stigin þegar kjarasamningar á almennum markaði voru undirritaðir í mars. Aðilar almenna vinnumarkaðarins sýndu með þessum samningum mikla ábyrgð og framsýni. Aðkoma stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, skipti sköpum í þeirri samningagerð. Opinberi markaðurinn situr nú við samningaborðið og er nauðsynlegt að þar verði sýnd sama ábyrgð og á almenna markaðinum. Aðkoma stjórnvalda liggur ljós fyrir og verður ekki breytt. Mikil verðmæti felast í því að náðst hafi langtímakjarasamningar sem draga úr óvissu og skapa fyrirsjáanleika sem er til þess fallinn að skapa skilyrði fyrir aukna verðmætasköpun.</p> <p>Markverð lækkun verðbólgu undanfarið ár, en hún hefur þegar lækkað um meira en 3 prósentustig, og áframhaldandi kaupmáttarvöxtur láglaunahópa samhliða minni þenslu í þjóðarbúinu er staðfesting þess að stefna stjórnvalda í efnahagsmálum er að bera tilætlaðan árangur. Áfram þarf að ríkja festa, aðhald og hagræðing hjá hinu opinbera. Þannig verður dregið markvisst úr hallarekstri hins opinbera samhliða því sem staðinn er vörður um kjör þeirra samfélagshópa sem eru viðkvæmastir fyrir neikvæðum afleiðingum verðbólgu. Niðurstaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er í takti við peningastefnu Seðlabankans og aðhaldssama fjármálastefnu ríkisins við áframhaldandi lækkun verðbólgu. </p> <h2>Aðhald í rekstri ríkisins stuðlar að lægri verðbólgu</h2> <p>Hlutverk stjórnvalda er nú að stuðla að því að verðbólga lækki áfram svo þær launahækkanir sem samið var um í kjarasamningunum skili auknum kaupmætti til almennings. Vöxtur kaupmáttar hefur undanfarinn áratug verið langt umfram öll önnur ríki Vestur-Evrópu miðað við samanburðarhæf gögn evrópsku hagstofunnar og sú stefnumörkun sem hér birtist leggur grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. Þrennt skiptir þar mestu máli.</p> <p>Í fyrsta lagi þarf áfram að gæta aðhalds í opinberum fjármálum. Það er gert með þeirri fjármálaáætlun sem hér lítur dagsins ljós. Halli ríkissjóðs helmingast þannig á næsta ári, úr 49 ma.kr. í 25 ma.kr., og snýst í afgang árið 2028. Þótt jarðhræringarnar í Grindavík og aðkoma ríkissjóðs að kjarasamningum hafi kallað á nokkuð umfangsmikil bein útgjöld úr ríkissjóði vegur aðhald í öðrum ríkisútgjöldum á móti. Farið er hægar í ný útgjöld eða þeim mætt með aðhaldi í öðrum rekstri með því að vinna að markvissum umbótum í ríkisrekstri. Líkt og kemur fram í umbótakafla fjármálaáætlunar verður settur aukinn kraftur í að auka skilvirkni hins opinbera og endurmeta stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu. Miklir möguleikar liggja þar við að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. Nú þegar hefur náðst mikill árangur í að auka framleiðni hins opinbera í gegnum verkefni Stafræns Íslands og hafa sýslumannsembættin t.d. náð að auka hraða afgreiðslunnar markvert með aukinni stafvæðingu á sama tíma og hagrætt hefur verið í rekstrinum. Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af VLF, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Þótt aðhaldið og aðlögun hagkerfisins að lægri verðbólgu reyni á heimili og fyrirtæki yrði há og viðvarandi verðbólga enn afdrifaríkari. Efnahagslegur ávinningur af þeirri stefnu sem fylgt hefur verið kemur nú sífellt betur í ljós og snertir allan almenning.</p> <p>Í öðru lagi munu stjórnvöld ráðast í þær aðgerðir sem tilkynnt var um samhliða gerð kjarasamninga. Aðgerðirnar auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum – sem og tilfallandi útgjöld vegna Grindavíkur – án þess að halli ríkissjóðs aukist að neinu marki í ár.</p> <p>Gripið verður til sértækra ráðstafana til að fjármagna þau útgjöld sem hér hafa verið reifuð þar sem meginstefið er forgangsröðun fjármuna og hagræðing. Verkefnum sem ekki eru hafin eða hægt er að hliðra í tíma verður frestað. Gert er ráð fyrir að þegar á næsta ári verði þessar ráðstafanir til þess að minnka útgjöld um tæplega 17 ma.kr. frá fyrri áætlun og þar af er varanleg árleg útgjaldalækkun um 10 ma.kr. Auk sértækra ráðstafana verður dregið úr umfangi almenna varasjóðsins. Stærð hans hefur enda verið rífleg með hliðsjón af lögum um opinber fjármál og með gerð langtímakjarasamninga dregur úr þeirri óvissu sem honum er ætlað að mæta. Lögin kveða á um að umfang hans nemi að lágmarki 1% af fjárheimildum og verður það 1,2% á næsta ári en um 2% af fjárheimildum undir lok tímabils. Á tímabili áætlunarinnar skilar þessi breyting á almenna varasjóðinum samtals 37 ma.kr. upp í þann kostnað sem ríkissjóður hefur tekið sér á herðar vegna stöðunnar í Grindavík og til að liðka fyrir kjarasamningum. Jafnframt verður horft meira til efnahagsreiknings ríkissjóðs varðandi tækifæri til að fjármagna fjárfestingar eða lækka skuldbindingar, þ.m.t. að losa um eignarhluti í félögum og öðrum eignum sem ekki nýtast við rekstur ríkisins og skiptir sala hluta ríkisins í Íslandsbanka þar mestu.</p> <p>Í þriðja lagi leggja stjórnvöld á það ríka áherslu að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri ábyrgu heildarstefnu sem mörkuð hefur verið á almennum vinnumarkaði. Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. </p> <h2>Aðgerðir vegna kjarasamninga eru í forgangi og styðja við lífskjör</h2> <p>Aðgerðir stjórnvalda til stuðnings gerð kjarasamninga eru í forgangi í þessari fjármálaáætlun. Aðgerðirnar eru fjölþættar en hafa það allar að markmiði að styðja við lífskjör launafólks. Umfang aðgerðanna nemur 13–23 ma.kr. á hverju ári á tímabili fjármálaáætlunar og alls 83 ma.kr. á tímabilinu.</p> <p>Aukið framboð íbúðarhúsnæðis til að stuðla að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði og lægri byrði húsnæðiskostnaðar er lykilþáttur í aðgerðunum. Aðhald hagstjórnar, sem nauðsynlegt er til þess að lækka verðbólgu, hefur hægt á framgangi nýrra byggingaverkefna. Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur aukist undanfarið sem endurspeglar mikla uppsafnaða og vaxandi þörf fyrir íbúðir. Einskiptis, en umfangsmikil áhrif af jarðhræringunum í Grindavík á húsnæðismarkað leggjast ofan á þær aðstæður. Brýnast af öllu til að auka uppbyggingu er að vextir geti byrjað að lækka sem fyrst og þar skiptir almennt aðhald í ríkisfjármálum miklu máli. Til að spyrna á móti líklegum eftirspurnarþrýstingi munu stjórnvöld stuðla að því enn frekar að auka framboð húsnæðis með beinum hætti. Það verður gert með bæði sértækum fjárhagslegum stuðningi og aðgerðum til að einfalda og hraða uppbyggingu.</p> <p>Í þessari fjármálaáætlun er fjármögnun tryggð fyrir byggingu allt að 1.000 hagkvæmra íbúða á ári á gildistíma kjarasamninga í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda. Síðan almenna íbúðakerfið var stofnað árið 2016 hafa 2.600 hagkvæmar íbúðir fyrir lág- og millitekjuhópa verið teknar í notkun í kerfinu og alls 3.500 íbúðir fengið stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum. Það jafngildir um það bil allri uppbyggingu húsnæðis hér á landi árið 2023.</p> <p>Auk fjárhagslegs stuðnings verður stjórnsýsla húsnæðis- og skipulagsmála bætt og gerð einfaldari þannig að uppbygging húsnæðis verði hraðari. Töluverður árangur hefur náðst í því að bæta stjórnsýsluferla, enn eru tækifæri til staðar en þess má geta að unnið er að einföldun á byggingar- og skipulagsreglugerðum sem hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu húsnæðis. Loks verður lífeyrissjóðum auðveldað að koma að uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til útleigu með því að rýmka heimildir þeirra til fjárfestinga í leigufélögum.</p> <p>Stuðningur við þau sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði og hafa orðið fyrir aukinni byrði húsnæðiskostnaðar er annar snar þáttur í aðgerðum stjórnvalda. Til að mæta auknum vaxtakostnaði heimilanna síðustu misseri verður á árinu 2024 greiddur út sérstakur vaxtastuðningur til heimila með íbúðalán. Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta og eignaskerðingamörk í húsnæðisbótakerfinu hækka 1. júní 2024 auk þess sem aukið tillit verður tekið til fjölskyldustærðar og munu framlög til húsnæðisbóta aukast um 2,5 ma.kr. á ársgrundvelli vegna þessa.</p> <p>Stuðningur við barnafjölskyldur verður stórefldur. Áfram verður dregið úr tekjuskerðingum barnabóta þannig að mun fleiri foreldrar munu njóta stuðnings. Barnabætur hækka því ríflega og unnið verður að því í samstarfi ríkis og sveitarfélaga að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024. Þá verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Þegar breytingar á framlagi til Fæðingarorlofssjóðs verða að fullu komnar til framkvæmda árið 2027 nemur uppsöfnuð hækkun um 5,7 ma.kr. á ársgrundvelli. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/k1-1.jpg?amp%3bproc=LargeImage" alt="Barnabætur og sérstakar vaxtabætur - einstætt foreldri með 3ja ára barn og einstætt foreldri með 5 og 10 ára börn" /></p> <h2>Forgangsröðun í hagræðingu</h2> <p>Í þessari fjármálaáætlun er forgangsraðað, hagrætt og verða fjármunir nýttir betur. Sem fyrr eru það útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála sem vega þyngst á tímabili þessarar fjármálaáætlunar en um helmingi heildarútgjalda ríkissjóðs er varið til þeirra málaflokka. <span>Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram</span> forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 ma.kr. milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði. </p> <p>Stærstu einstöku verkefnin á sviði velferðarmála eru innleiðing á nýju örorkubótakerfi sem gert er ráð fyrir að verði komið í gagnið á seinni hluta næsta árs. Þá er áfram unnið að byggingu Nýs Landspítala en fyrsti áfangi hans, sem eru m.a. meðferðarkjarni og rannsóknarhús, mun verða tekinn í notkun á tímabili fjármálaáætlunar. Einnig verða rúmlega 600 ný hjúkrunarrými tekin í notkun samkvæmt nýju fyrirkomulagi um fasteignamál hjúkrunarheimila. Ríkið mun hætta að standa í byggingarframkvæmdum en í stað þess leigja af einkaaðilum. Með þessu er vonast til að hægt verði að hraða brýnni þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila. </p> <p>Ráðist verður í byggingu Þjóðarhallar, fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu, kennslu og viðburði. Forval fyrir útboð er hafið og er vinna sem hófst í byrjun kjörtímabils komin á hönnunar- og framkvæmdarstig. Þá er hús heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalalóð fjármagnað að fullu af Happdrætti Háskóla Íslands, auk þess sem nýtt fangelsi verður reist í stað Litla-Hrauns og bein framlög vegna samgöngusáttmálans aukin.</p> <h2> Fastari tök á útgjöldum til málaflokka útlendinga </h2> <p>Átök og óstöðugleiki í alþjóðasamfélaginu hefur valdið því að fjöldi fólks er á flótta. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun hér á landi. Á árunum 2017–2021 voru útgjöld til málaflokka sem snerta málefni útlendinga nokkuð stöðug. Árið 2022 nærri tvöfölduðust útgjöldin frá árinu 2021. Hið sama gerðist árið 2023. Útgjöld til þessara málaflokka hafa frá árinu 2017 ríflega þrefaldast að raunvirði.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur sammælst um að ná tökum á útgjöldum vegna þessara málaflokka. Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verður styttur um helming, fyrirkomulagi verði breytt þannig að færri sæki um vernd sem ekki uppfylla skilyrði og ráðist verður í átak til að flýta afgreiðslu umsækjenda frá Venesúela sem beðið hafa niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þessar aðgerðir koma til að lækka kostnað hins opinbera verulega.</p> <p>Samhliða fyrrnefndum aðgerðum verður ráðist í aðgerðir til að jafna tækifæri í íslensku samfélagi til að stuðla að því að fleiri fái blómstrað og samfélagið njóti krafta þeirra. </p> <h2>Sterkari fjárhagsstaða ríkissjóðs gerir samfélaginu kleift að mæta áföllum</h2> <p>Þótt vextir og verðbólga séu of há er það fagnaðarefni hversu vel árar í íslensku efnahagslífi. Raunar er hækkun verðbólgu og vaxta ekki síst afleiðing þess að efnahagsbatinn eftir heimsfaraldurinn var mun fyrr á ferðinni og sterkari en væntingar stóðu til í honum miðjum.</p> <p>Á sama tíma verður ekki hjá því komist að draga þá ályktun, miðað við reynslu undanfarinna ára, að áföll og áskoranir af ýmsum toga kunni að verða tíðari til framtíðar en þau voru á árum áður. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga eru skyndilega orðnar óvissuþáttur sem fyrirséð er að verði til staðar næstu ár, jafnvel áratugi. Spennan í alþjóðamálum fer því miður síst minnkandi og það er raunveruleg hætta á því að hún geti leitt til frekari áfalla á næstu árum. Þá virðist gæta áhrifa loftslagsbreytinga í meira mæli. Við þessar aðstæður verður enn brýnna en áður að fjárhagsstaða ríkissjóðs sé traust og skuldir hóflegar. Þannig eru stjórnvöld í stakk búin að verja samfélagið komi til ófyrirséðra áfalla, rétt eins og gert var með áhrifaríkum hætti í heimsfaraldrinum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/k1-2.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Halli ríkissjóðs helmingast 2025" /></p> <p>Þrátt fyrir góðan árangur í að bæta afkomu hins opinbera á undanförnum árum er hallinn enn nokkru meiri en samrýmist langtímamarkmiðum um sjálfbærni opinberra fjármála. Verkefnið næstu misserin verður að bæta afkomuna svo hún geti stuðlað með sjálfbærum hætti að lækkun skuldahlutfalla. Stefnumótunin sem hér birtist leggur grunn að því að fjármálareglur laga um opinber fjármál, sem voru teknar tímabundið úr gildi í heimsfaraldrinum, verði innleiddar á ný frá og með árinu 2026 eins og lög kveða á um. Það undirstrikar staðfestu stjórnvalda í því efni að aldrei ríki vafi um sjálfbærni opinberra fjármála. Um leið gefur reynsla undanfarinna ára tilefni til þess að meta á ný hvers konar fjármálareglur stuðla best að markmiðum stjórnvalda um stöðugleika og sjálfbærni.</p> <h2>Kaupmáttur tekjulægri hópa hefur hækkað talsvert</h2> <p>Staða heimila er sterk þrátt fyrir hátt vaxtastig. Þenslan í þjóðarbúinu hefur ekki síst komið fram á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli er enn nokkru meiri en í venjulegu árferði þótt hún nálgist jafnvægi. Er það þrátt fyrir hægari vöxt í ferðaþjónustu en aðrar greinar standa nú að baki miklum meiri hluta lausra starfa. Laun á hverja vinnustund hafa hækkað um fjórðung á þremur árum. Það er mun meiri vöxtur en í nágrannaríkjum. Að meðaltali var kaupmáttur launa á vinnustund í járnum árið 2023 en hækkaði þó talsvert áfram hjá þeim tekjulægri.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/k1-3.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Kaupmáttur launa á samræmdan mælikvarða - Mikill og langvarandi vöxtur kaupmáttar umfram nágrannalönd" /></p> <p>Þá birtist aukin efnahagsleg velsæld víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimil-anna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við hvort heldur ráðstöfunartekjur þeirra eða eignir og eru á þessa mælikvarða hóflegar í samanburði við okkar helstu nágrannalönd.</p> <p>Eigið fé heimilanna hefur jafnframt aukist mjög á undanförnum árum – nánar tiltekið um 2.000 ma.kr. milli áranna 2020 og 2022. Skuldahlutfall fyrirtækja er einnig almennt með lægsta móti í sögulegum samanburði. Lágar skuldir bæði heimila og fyrirtækja þýða að þau eru í sterkari stöðu en ella til þess að mæta þeim vaxtahækkunum sem orðið hafa og þýða jafnframt að samfélagið er í sterkari stöðu til að mæta mögulegum efnahagslegum áföllum í framtíðinni.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/k1-4.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir heimila eru hóflegar í samanburði við nágrannalönd" /></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/k1-5.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir fyrirtækja eru einnig hóflegar" /></p> <h2>Vinna, vöxtur, velferð</h2> <p>Án öflugra atvinnuvega er engin velferð. Undanfarin ár hefur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á að skapa upprennandi útflutningsgreinum samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ísland er lítið land þegar litið er til mannfjölda og því mikilvægt að stjórnvöld búi þannig að íslensku atvinnulífi að það geti keppt á alþjóðlegum mörkuðum. Vöxtur útflutningsgreina er undirstaða velsældar í opnu íslensku hagkerfi. Við höfum á síðustu árum náð góðum árangri í því að fjölga stoðum atvinnulífs á Íslandi. Útflutningur vaxandi greina eins og fiskeldis, hugverkaiðnaðar, tæknitengdrar þjónustu og skapandi greina nálgast sjávarútveg að umfangi. Ferðaþjónustan er þó enn langstærsta útflutningsgreinin.</p> <p>Tækifæri eru víða en mikilvægt er að útflutningur Íslands byggi á næstu árum í auknum mæli á tækni og hugviti. Vöxtur greina eins og kvikmyndagerðar hefur verið hraður og sýnir ný skýrsla að hver króna sem ríkið hefur sett í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hefur skilað sér í tæplega sjö krónum fyrir íslenskt efnahagslíf. Þá skiptir fjárfesting í menntun allra aldurshópa miklu máli. Með því er hægt að leysa úr læðingi kraft þekkingar og sköpunar.</p> <p>Mikilvægt er að okkur auðnist að nýta auðlindir okkar í þágu aukinna lífsgæða á Íslandi. Orkuframleiðslu þarf að auka í sátt við náttúruna til að styðja við orkuskipti og græna atvinnuuppbyggingu um allt land. Samhliða því þarf að bæta nýtingu orkunnar. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/k1-6.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Áhrif af endurskoðun skattlagningar á ökutæki og eldsneyti - Áhrif af endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis eru stigvaxandi þar sem grunnsviðsmynd tekjuáætlunar gerir ráð fyrir hraðri lækkun eldri skattstofna vegna fjölgunar vistvænna og sparneytinna bíla í umferð" /></p> <h2>Samgöngur – framtíðartekjuöflun og nýjar leiðir í uppbyggingu</h2> <p>Miklar breytingar eru fram undan með breyttu framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar. Sparneytnari ökutæki og fjölgun nýorkubíla hafa gert það að verkum að skattstofnar sem standa að baki uppbyggingu og viðhaldi vega hafa lækkað verulega. Markmiðið með breyttu tekjuöflunarkerfi er að ná 1,7% hlutfalli af vergri landsframleiðslu árið 2027. Meginstefið í breyttu kerfi er að þeir greiði sem njóta í takti við loftlagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Nú þegar hefur kílómetragjald verið lagt á rafmagns- og tengiltvinnbíla og verður næsta skref stigið 1. janúar 2025 með kílómetragjaldi á alla bíla, þar með talið bensín- og dísilbíla. Samhliða verða eldsneytisskattar endurskoðaðir og bensín- og dísilgjöld felld niður en kolefnisgjald hækkað til að viðhalda hvata til orkuskipta.</p> <p>Í takti við nýtt tekjuöflunarkerfi verður farin ný leið í uppbyggingu einstakra umferðarmannvirkja og er Ölfusárbrú fyrsta verkefnið. Nú þegar hefur hönnun, framkvæmd og fjármögnun verið boðin út vegna Ölfusárbrúar. Áfram er unnið að undirbúningi Sundabrautar. Umhverfismati lýkur í lok sumars 2024. Sundabraut verður síðan boðin út árið 2026. Einnig er vert að minnast á nýja jarðgangaáætlun sem gerir ráð fyrir kraftmikilli uppbyggingu mikilvægra jarðganga á næstu þrjátíu árum sem með eldri fjármögnunarkerfum hefði tekið 80–100 ár í byggingu. Mikilvægt er að umgjörð varðandi fjármögnun, framkvæmd og rekstur umferðarmannvirkja sem falla eiga hér undir sé vel skilgreind með fjárhagslega sjálfbærni í huga og styðji þannig við markmið um að styrkja fjárhagsstöðu hins opinbera. </p> <h2>Ábyrg fjármálaáætlun og öguð framfylgd</h2> <p>Framtíðin er björt á Íslandi. Stoðum efnahagslífsins fer fjölgandi og samanlagður útflutningur hratt vaxandi atvinnugreina, svo sem fiskeldis og tæknitengdrar þjónustu, nálgast nú sjávarútveg að umfangi. Slíkar greinar, einkum þær sem reiða sig ekki á nýtingu náttúruauðlinda, hafa burði til þess að leiða vöxt lífskjara til framtíðar.</p> <p>Samhliða örum vexti verðmætasköpunar og aukinni fjölbreytni atvinnulífsins hefur viðnámsþróttur hagkerfisins styrkst enda hefur vöxturinn ekki verið drifinn áfram af skuldsetningu. Þvert á móti hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað að raunvirði og í hlutfalli við verðmætasköpun eru skuldir þeirra við söguleg lágmörk. Samhliða hafa eignir heimilanna aukist til muna. Viðskiptahalli, sem greiningaraðilar töldu þar til nýlega að væri kominn til að vera, hefur snúist í markverðan viðskiptaafgang. Þar spilar batnandi afkoma ríkissjóðs mikilvægt hlutverk.</p> <p>Með þessari fjármálaáætlun er áfram haldið á þeirri braut að styrkja áfallaþol ríkissjóðs og þar með samfélagsins í heild. Það verður best gert með því að tryggja að vöxtur opinberra útgjalda verði ekki umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins til lengdar. Ábyrg fjármálastefna hins opinbera stuðlar auk þess að minnkun verðbólgu við lægra vaxtastig en ella.</p> <p>Ábyrg fjármálaáætlun og öguð framfylgd hennar skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að skapa umhverfi á Íslandi þar sem öflugar atvinnugreinar vaxa og dafna og fjölskyldur njóta öryggis og velferðar.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
2 Efnahagsstefnan<p>Hagkerfið hefur náð sér fyllilega á strik í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Markmið stjórnvalda um að tryggja viðnámsþrótt efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn hafa því gengið eftir. Í kjölfarið, líkt og víða erlendis, hefur verðbólga hins vegar verið langt yfir verðbólgumarkmiði, fyrst vegna skella á framboðshlið heimshagkerfisins en svo í vaxandi mæli vegna mikillar heildareftirspurnar. Árangur aðhalds í hagstjórn, bæði í peningamálum og ríkisfjármálum, fer nú vaxandi og birtist í hægari vexti umsvifa og minni launahækkunum.</p> <p>Áframhaldandi aðlögun hagkerfisins að lægri verðbólgu verður ólíklega sársaukalaus fyrir öll heimili og fyrirtæki. Það yrði há og viðvarandi verðbólga enn síður. Verðbólga flytur verðmæti til með tilviljanakenndum hætti og gerir fólki erfitt um vik að byggja upp sparnað og verjast rýrnun hans. Samspil raunvaxta, sem voru neikvæðir um hríð, og hækkunar húsnæðisverðs hafa gert leigjendum og fyrstu kaupendum erfitt um vik að eignast íbúð eða byggja upp sparnað í öðrum tilgangi. Mikill ávinningur er þannig af því að verðbólga verði lág og stöðug á ný.</p> <p>Mikil óvissa umlykur hagþróun þegar litið er til jafn langs tíma og í fjármálaáætluninni. Auk hefðbundinnar óvissu eru nú uppi áskoranir hér á landi og alþjóðlega af toga sem hagkerfi hafa ekki þurft að glíma við í áratugi. Hér vega þyngst jarðhræringar og eldgos á Reykjanesskaga og vaxandi spenna í alþjóðamálum. Þessar áskoranir bætast við þær sem voru þekktar fyrir, s.s. um öldrun þjóðarinnar og hægari vöxt verðmætasköpunar. </p> <p>Þjóðhagslegt hlutverk opinberra fjármála um þessar mundir er fyrst og fremst að styrkja viðnámsþrótt opinberra fjármála með því að tryggja að undirliggjandi afkoma styðji við lækkun opinberra skulda í hlutfalli við landsframleiðslu. Það verður best gert með því að tryggja að útgjaldavöxtur verði ekki umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins til lengdar. Þá hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna við að búa upprennandi útflutningsgreinum samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Líkt og rakið er hér að neðan hafa slíkar greinar sótt í sig veðrið og stutt við framleiðnivöxt. Nauðsynlegt er að þær hafi bæði svigrúm og getu til fjárfestinga auk aðgangs að nægu framboði vinnuafls með viðeigandi menntun og hæfni. Þá þarf að tryggja að umgjörð vinnumarkaðar leiði ekki kerfisbundið til meiri launahækkana hér á landi en annars staðar.</p> <img alt="" src="/library/04-Raduneytin/Fjarmalaraduneytid/Bor%c3%b0i%20-%20kafli%202.png?amp%3bproc=LargeImage" /> <h2>2.1 Hagvöxtur áranna 2021–2023 einn sá mesti meðal þróaðra ríkja</h2> <p>Nú hægir á vexti umsvifa í efnahagslífinu og verðbólga fer lækkandi eftir tímabil mikils hagvaxtar og þenslu sem kallaði á töluvert aðhald í hagstjórn. Hagvöxtur áranna 2021–2023 var á breiðum grunni og einn sá mesti meðal þróaðra ríkja. Hann endurspeglaði í senn afar hraðan bata í ferðaþjónustu eftir að áhrifum heimsfaraldursins linnti, öran vöxt í nokkrum útflutningssprotum og mikinn tekjuvöxt heimila og fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Vöxturinn endurspeglaði einnig öra fjölgun íbúa en landsmönnum hefur fjölgað um 10% undanfarin fimm ár, fyrst og fremst vegna helmings fjölgunar erlendra ríkisborgara.</p> <p>Í upphafi ársins 2023 var landsframleiðsla líklega nærri 4% umfram það sem samrýmdist stöðugu verðlagi og atvinnustigi. Þenslan minnkaði svo eftir því sem leið á árið og aðhald hagstjórnar tók að verka af auknum krafti. Undir lok ársins var hagvöxtur í járnum. Hagvöxtur ársins 2023 var alls 4,1% eða 0,3 prósentum meiri en samkvæmt forsendum fjármálaáætlunar 2024–2028.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m02Efnahagsumsvif%20eru%20n%c3%a1l%c3%a6gt%20jafnv%c3%a6gi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Efnahagsumsvif eru nálægt jafnvægi" /></p> <p>Í fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 sagði að meginmarkmið hagstjórnar yrði að endurheimta verðstöðugleika með sem minnstum efnahagslegum tilkostnaði. Á því ári sem er liðið síðan sú áætlun var lögð fram hefur töluverður árangur náðst. Verðbólga varð hæst 10,2% fyrir rúmlega ári en er nú 6,8%. Það hefur gerst án þess að atvinnuleysi hafi aukist að ráði.</p> <p>Þrátt fyrir markverða lækkun verðbólgu verður ekki hjá því litið að tímabundin hækkun hennar langt umfram verðbólgumarkmið og ítrekað umfram spár, sérstaklega á árunum 2021–2022, veikti nokkuð tiltrú á verðbólgumarkmiðið. Þegar það gerist er hætt við að ákvarðanir um verðlagningu og launasetningu taki í meira mæli mið af verðbólgu hverju sinni heldur en væntingum um að hún muni á endanum lækka niður í markmið. Það getur síðan viðhaldið verðbólgu áfram yfir verðbólgumarkmiðinu. Til þess að vinna á móti þessum áhrifum verðbólguvæntinga hefur aðhald hagstjórnar þurft að vera þeim mun meira á undanförnum árum. Árangur af aðhaldinu fer nú vaxandi. Verðbólga er ennþá töluvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en nýleg niðurstaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði styður hins vegar við áframhaldandi lækkun hennar.</p> <p>Á meðan á heimsfaraldrinum stóð var það helsta markmið hagstjórnar að draga úr varanlegu tapi lífsgæðavaxtar. Nú er orðið ljóst að mikill árangur náðist: landsframleiðsla á mann hefur nú þegar náð því stigi sem spár frá því fyrir heimsfaraldurinn gerðu ráð fyrir. Er það raunin jafnvel þótt efnahagsleg áhrif faraldursins hafi verið mikil hér á landi vegna mikils vægis ferðaþjónustu í verðmætasköpun. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m03%20Landsframlei%c3%b0sla%20%c3%a1%20mann%20unnin%20upp%20a%c3%b0%20fullu.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Landsframleiðsla á mann unnin upp að fullu" /></p> <p>Staða heimila er sterk þrátt fyrir hátt vaxtastig. Þenslan í þjóðarbúinu hefur ekki síst komið fram á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli er enn nokkru meiri en í venjulegu árferði þótt hún nálgist jafnvægi. Er það þrátt fyrir hægari vöxt í ferðaþjónustu en aðrar greinar standa nú að baki miklum meiri hluta lausra starfa. Laun á hverja vinnustund hafa hækkað um fjórðung á þremur árum. Það er mun meiri vöxtur en í nágrannaríkjum. Að meðaltali var kaupmáttur launa á vinnustund í járnum árið 2023 en hækkaði þó talsvert áfram hjá þeim tekjulægri. Það er framhald á þróun undanfarinna ára þar sem jöfnuður hefur aukist.</p> <p>Hækkun stýrivaxta úr 0,75% í 9,25% undanfarin þrjú ár hefur haft misjöfn áhrif á heimili, rétt eins og næstum helmingshækkun íbúðaverðs á tímabilinu. Þar sem íbúðaverð hefur hækkað mun hraðar en skuldir heimila jókst eigið fé þeirra í fasteignum um 2.000 ma.kr. á milli áranna 2020 og 2022. Vanskil á íbúðalánum hafa ekki enn aukist að neinu ráði þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir, m.a. þar sem lántakendum bjóðast ýmsir kostir til að breyta um lánaform. Vaxandi hluti íbúðakaupa er nú fjármagnaður með verðtryggðum lánum sem styður við umsvif á íbúðamarkaði. Vægi verðtryggðra lána heimila er þó enn lágt í sögulegu samhengi og það eykur viðnámsþrótt heimila gagnvart áföllum. Vaxtahækkanirnar hafa átt ríkan þátt í því að einkaneysla minnkaði eftir því sem leið á árið 2023 og hvatt til sparnaðar. Einkaneyslan var þó ennþá 16% meiri í lok ársins en þremur árum áður.</p> <p>Árið 2023 náði útflutningur sama stigi og fyrir heimsfaraldurinn. Áframhaldandi bati í ferðaþjónustu vó að fullu á móti samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Neysla erlendra ferðamanna minnkaði nokkuð skarpt eftir að jarðhræringar hófust við Grindavík í nóvember. Sá samdráttur hefur að nokkru leyti gengið til baka en engu að síður er tvísýnt um hversu mikið ferðaþjónusta vex í ár. Horfur eru á hóflegum vexti annars útflutnings 2024.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m04%20V%c3%a6gi%20ver%c3%b0tryggingar%20l%c3%a1na%20til%20heimila%20l%c3%a1gt%20%c3%ad%20s%c3%b6gulegu%20samhengi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Vægi verðtryggingar lána til heimila lágt í sögulegu samhengi" /></p> <h2>2.2 Fjölþættar áskoranir kalla á forgangsröðun og sparnað í opinberum fjármálum</h2> <p>Það er áfram eitt meginmarkmið hagstjórnarinnar að tryggja lækkun verðbólgu að 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsspá Hagstofunnar lækkar verðbólga niður í markmiðið á fyrri hluta tímabils þessarar áætlunar. Verðbólgu hefur þó ítrekað verið vanspáð að undanförnu og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði er enn töluvert yfir markmiði; til næstu sjö ára var álagið ríflega 4% skömmu fyrir birtingu þessarar fjármálaáætlunar. Þannig er áfram þörf á að hagstjórnin stuðli að lækkun verðbólgu að markmiðinu.</p> <p>Eftir því sem efnahagslegt umrót undanfarinna ára víkur fyrir auknum stöðugleika dregur úr hlutverki ríkisfjármálanna við að hafa áhrif á verðbólgu og efnahagsumsvif. Önnur efnahagsleg markmið öðlast aukið vægi.</p> <p>Það er raunin hér á landi sem og í nágrannaríkjum Íslands að fjölþættar samfélagslegar áskoranir hafa komið fram af miklum þunga á undanförnum árum og ekkert útlit er fyrir að þeim linni í fyrirsjáanlegri framtíð. Auknar kröfur og þörf fyrir opinbera þjónustu, m.a. vegna öldrunar þjóða, vaxandi spennu í alþjóðamálum með hættu á stigmögnun stríðsátaka, tæknibreytingar og áskoranir í orku- og umhverfismálum ber þar einna hæst. Þessar áskoranir eiga það margar hverjar sammerkt að geta kallað á tímanleg, umfangsmikil og kostnaðarsöm viðbrögð stjórnvalda til þess að standa vörð um lífskjör og öryggi. Á sama tíma verður jafnvægisvöxtur efnahagsumsvifa, og þar með tekna ríkissjóðs, e.t.v. lægri en samfélagið hefur vanist á undanförnum áratugum eins og m.a. er fjallað um í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum frá 2021.</p> <p>Þessar áskoranir leggjast ofan á viðvarandi áhættu á áföllum, ekki síst á náttúruhamförum, sem hefur sýnt sig svo um munar síðustu mánuði og ár. Þótt jarðhræringarnar og eldgosin við Grindavík hafi til þessa ekki raskað meginstefnumiðum í opinberum fjármálum til langs tíma litið eru þessir atburðir, sem og heimsfaraldurinn, brýn áminning um að samfélagið þarf á hverjum tíma að geta brugðist við fjölbreyttum og óvæntum áföllum. Hlutverk ríkisfjármála í því efni er annars vegar að fjárfesta í vaxtar- og viðbúnaðargetu samfélagsins og hins vegar að leggja markvert til þjóðhagslegs sparnaðar með því að tryggja viðunandi afkomu og skuldastöðu ríkissjóðs. Hvort tveggja kallar ríkulega á forgangsröðun í opinberum fjármálum. Í þessu samhengi má nefna frumvarp um Þjóðarsjóð sem fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram í mars og er ætlað að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m05%20D%c3%a6mi%20um%20efnahags%c3%a1f%c3%b6ll%20og%20n%c3%a1tt%c3%baruhamfarir.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Dæmi um efnahagsáföll og náttúruhamfarir" /></p> <h3>2.2.1 Þjóðhagsspá 2024–2029</h3> <p>Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, sem birt er samhliða þessari fjármálaáætlun og liggur til grundvallar henni, er í megindráttum samhljóða öðrum opinberum spám. Í henni er gert ráð fyrir því að áfram náist áfangasigrar í lækkun verðbólgu á yfirstandandi ári og að á þeim grunni náist fljótlega jafnvægi í þjóðarbúinu með verðstöðugleika og 2–3% hagvexti á tímabili áætlunarinnar. Sú aukning atvinnuleysis sem gert er ráð fyrir samhliða lækkun verðbólgu samsvarar aðlögun að jafnvægisatvinnuleysi.</p> <p>Að baki spánni liggur forsenda um að launahækkanir á tímabili fjármálaáætlunarinnar samrýmist 2,5% verðbólgumarkmiði. Sú forsenda liggur einnig að baki að ekki verði óvænt áföll á spátímanum en tvisvar á undanförnum 20 árum, þ.e. í fjármálakreppunni og í heimsfaraldrinum, hafa slík áföll tafið vöxt lífskjara verulega.</p> <p>Samhliða því að undið er ofan af mikilli verðbólgu verður vöxtur einkaneyslu lítill en hann tekur þó við sér strax árið 2025. Vöxtur fjárfestingar er áfram fremur veikur í ár en í hlutfalli við landsframleiðslu er fjárfesting engu að síður með mesta móti í samanburði við tímabilið eftir fjármálaáfallið. Vöxtur útflutnings lækkar að eðlilegu stigi eftir tímabil mikils bata. Nokkur óvissa hefur verið um þróun viðskiptajafnaðar og lengi vel gerðu spár ráð fyrir viðvarandi halla á viðskiptum við útlönd í kjölfar faraldursins. Viðskiptajöfnuður er hins vegar þegar kominn í afgang, ekki síst vegna bættrar afkomu ríkissjóðs, og spáin gerir ráð fyrir að hann fari vaxandi á tímabili áætlunarinnar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m06%20%c3%9ej%c3%b3%c3%b0hagsyfirlit%20breytingar.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Þjóðhagsyfirlit breytingar" /></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m07%20Sp%c3%a1r%20um%20vi%c3%b0varandi%20vi%c3%b0skiptahalla%20hafa%20ekki%20gengi%c3%b0%20eftir.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Spár um viðvarandi viðskiptahalla hafa ekki gengið eftir" /></p> <h3>2.2.2 Samanburður við efnahagsforsendur fjármálastefnu</h3> <p>Samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022–2026 skal birta árlega mat á frávikum frá upprunalegum efnahagsforsendum stefnunnar og mat á því hvort og í hvaða mæli það hefur áhrif á stefnuferla afkomu og skulda A1-hluta hins opinbera. Heimilt er að aðlaga stefnuferla innan óvissubils fjármálastefnu reynist efnahagsforsendur hafa versnað.</p> <p>Áhrif breyttra efnahagsforsendna eru reiknuð með einföldu og gagnsæju reikniverki. Áhrif á afkomu reynast vera jákvæð og áhrif á skuldahlutfall til lækkunar árin 2025–2026 í samanburði við forsendur fjármálastefnu, þ.e. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands í nóvember 2021. Stefnuferlar fjármálastefnu eru því óbreyttir enda hafa efnahagsforsendur ekki versnað síðan þá.</p> <p>Óvissubil fjármálastefnu er sú breyting á stefnumiðum um afkomu hins opinbera sem stjórnvöld geta að hámarki lagt til vegna breyttra efnahagsforsendna. Samkvæmt fjármálastefnu skal endurreikna óvissubilið við gerð hverrar fjármálaáætlunar. Á sama máta og undanfarin ár hliðrast óvissubilið um eitt ár þannig að það falli niður árið 2024 og verður óvissubilið 1,5% af VLF árið 2025 og 2% af VLF árið 2026.</p> <h3>2.2.3 Efnahagsleg viðfangsefni og áskoranir</h3> <p>Það er viðvarandi verkefni að búa efnahagslífinu umgjörð sem styður við vöxt lífskjara. Langtímaþróun í átt að hægari leitnivexti framleiðni, lýðfræðilegar áskoranir og möguleg ófyrirséð áföll gera það í senn meira krefjandi og aðkallandi.</p> <h4>Vaxandi óvissa í alþjóðamálum litar efnahagshorfur</h4> <p>Í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur verðbólga einnig minnkað og er nú víða nálægt markmiði. Hefur þessi árangur náðst víðast án efnahagssamdráttar. Í Evrópu og Kína eru hagvaxtarhorfur engu að síður lakar í sögulegu samhengi vegna kerfislægra þátta, s.s. mikillar skuldsetningar og öldrunar.</p> <p>Líkur eru á því að stýrivextir hafi náð hámarki á Vesturlöndum og að þeir geti tekið að lækka fljótlega. Þrátt fyrir hækkun stýrivaxta á Íslandi umfram vexti helstu seðlabanka virðist vaxtamunur ekki hafa dregið til landsins óstöðugt skammtímafjármagn í neinum verulegum mæli, sem að hluta skýrist af því að raunvaxtamunur er töluvert minni. Ef munur milli innlendra og erlendra vaxta eykst enn gæti það breyst. Ekki síst af þeim sökum er áfram brýnt að ríkisfjármálastefnan styðji við lækkun verðbólgu og vaxta.</p> <p>Vaxandi spenna í alþjóðamálum og pólitísk óvissa í helstu viðskiptalöndum Íslands er verulegur efnahagslegur áhættuþáttur á tímabili áætlunarinnar. Líkur standa til aukinna ríkisútgjalda vegna hernaðaruppbyggingar í mörgum löndum, ekki síst Evrópuríkjum, sem getur haft áhrif á vexti, verðbólgu, skatta, opinbera þjónustu og kaupmátt þar. Aukinnar verndarstefnu hefur gætt í alþjóðaviðskiptum og gæti sú þróun ágerst með neikvæðum áhrifum á kaupmátt og lífskjör, þ.m.t. á Íslandi. Þá er raunveruleg hætta á að frekari útbreiðsla stríðsátaka í Evrópu og víðar gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar fyrir Ísland.</p> <h4>Hægari framleiðnivöxtur samhliða öldrun þjóðarinnar</h4> <p>Eins og fjallað var um í fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 vex verðmætasköpun á hverja vinnustund, þ.e. framleiðni, hægar nú en í kringum aldamótin. Á sama tíma heldur þjóðin áfram að eldast. Hvort tveggja hefur afgerandi þýðingu fyrir lífskjör og opinber fjármál. Vöxtur framleiðni hefur engu að síður verið meiri hér á landi en í flestum nágrannaríkjum þar sem hann hefur einnig minnkað.</p> <p>Rannsóknir og þróun nýrrar tækni og framleiðsluhátta styðja vöxt framleiðni. Stjórnvöld hafa því lagt ríka áherslu á rannsóknir og þróun, m.a. með fjárhagslegum stuðningi sem er ætlað að vega á móti vel þekktum markaðsbresti sem leiðir kerfisbundið til of lítillar fjárfestingar í nýsköpun án slíks stuðnings. Úttekt OECD á þessum stuðningi hér á landi bendir til þess að stuðningurinn hafi reynst árangursríkur. Aðrar alþjóðlegar úttektir benda einnig til þess að umhverfið hérlendis fyrir frumkvöðlastarfsemi sé að mörgu leyti mjög samkeppnishæft. Ennþá er þó fjöldi tækifæra til umbóta, eins og bent var á í samkeppnismati OECD á byggingariðnaði og ferðaþjónustu árið 2020. Greining OECD leiddi í ljós hundruð tækifæra til að bæta regluverkið, skýra það og draga úr óþarfa reglubyrði í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni sem neytendur njóta góðs af. Mikilvægt er að nýta þau sem ekki hafa enn verið nýtt.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m08%20%c3%9atgj%c3%b6ld%20vegna%20ranns%c3%b3kna%20og%20%c3%ber%c3%b3unar%20hafa%20aukist%20og%20hafa%20skipa%c3%b0%20okkur.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjöld vegna rannsókna og þróunar hafa aukist og hafa skipað okkur" /></p> <h4>Óvissa um samspil vaxta, aðflutnings fólks og umsvif á húsnæðismarkaði</h4> <p>Þótt ánægjuleg teikn séu á lofti um minnkandi verðbólgu og minni þenslu í þjóðarbúinu er enn nokkur óvissa um það hversu lengi þarf að beita aðhaldi í hagstjórn, með hærri raunvöxtum en samfélagið hefur vanist á undanförnum áratug, og að hvaða jafnvægisstigi vextir og hagvöxtur leita síðan. Snörp hækkun raunvaxta hefur mikla þýðingu fyrir opinber fjármál, ekki síst ef hún reynist langvinn, í ljósi þess að um tíunda hver króna sem ríkissjóður aflar rennur í vaxtagjöld. Þróunin hefur einnig þýðingu á húsnæðismarkaði, m.a. þar sem það aðhald sem hefur reynst nauðsynlegt hefur haft áhrif á að dregið hefur úr nýbyggingum. Þrátt fyrir háa vexti er enn sterk eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem endurspeglar m.a. áhrif hraðrar fólksfjölgunar. Í ljósi fækkunar nýbygginga og áframhaldandi fólksfjölgunar er hætt við að eftirspurn eftir húsnæði aukist hratt þegar vextir lækka að nýju. Af þessum sökum er húsnæðisstuðningi ríkissjóðs beint í auknum mæli í stofnframlög og hlutdeildarlán sem ætlað er að styðja við aukið framboð af hagkvæmu húsnæði.</p> <h4>Brýnt að skapa upprennandi útflutningsgreinum samkeppnishæft rekstrarumhverfi </h4> <p>Svo að lífskjör geti vaxið með sjálfbærum hætti til framtíðar þarf Ísland að tryggja samkeppnisstöðu sína í heimi sem tekur örum breytingum. Vöxtur útflutnings er undirstaða lífskjara í litlu, opnu hagkerfi. Árangur hefur náðst í að fjölga stoðum útflutnings; samanlagður útflutningur hratt vaxandi greina, s.s. fiskeldis og tæknitengdrar þjónustu, nálgast nú sjávarútveg að umfangi. Ferðaþjónusta er þó enn langstærsta útflutningsgrein Íslands.</p> <p>Á tímabili fjármálaáætlunar þarf útflutningur í enn meira mæli að byggja á greinum þar sem tækni- og samfélagsbreytingar skapa vaxtartækifæri og Ísland hefur samkeppnisforskot. Árangur í menntun skiptir þar miklu máli. Brýnt er að bregðast við vísbendingum þess efnis að áskoranir séu til staðar hvað það varðar og hafa stjórnvöld gert það með margvíslegum hætti, s.s. með heildarbreytingum á stoðþjónustu ríkisins við skólakerfið sem tóku gildi í apríl.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m09%20Fer%c3%b0a%c3%bej%c3%b3nusta%20er%20enn%20langst%c3%a6rsta%20sto%c3%b0%20%c3%batflutnings.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Ferðaþjónusta er enn langstærsta stoð útflutnings" /></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m10%20Kaupm%c3%a1ttur%20hefur%20aukist%20%c3%b3l%c3%adkt%20flestum%20samanbur%c3%b0arr%c3%adkjum.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Kaupmáttur hefur aukist ólíkt flestum samanburðarríkjum" /></p> <p>Búa þarf vinnumarkaðnum umgjörð sem leiðir ekki kerfisbundið til meiri launahækkana, samningsbundinna og annarra, en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Slíkt grefur undan samkeppnishæfni atvinnulífsins og möguleikum upprennandi útflutningsgreina. Þannig gætu launahækkanir umfram viðskiptalöndin leitt til frekari samþjöppunar í atvinnugreinum sem Ísland hefur þegar hlutfallslega yfirburði í. Sumar þeirra reiða sig á náttúruauðlindir sem hamla vexti þeirra til lengdar. Með því að færa umgjörð vinnumarkaðar nær því sem gerist á hinum Norðurlöndunum þar sem launahækkanir taka mið af framleiðnivexti útflutningsgreina og verðbólgumarkmiði væri stutt við samkeppnishæfni efnahagslífsins.</p> <p>Þá eru tækifæri til að einfalda regluverk og skapa sterkari samkeppnisskilyrði hér á landi. Samkvæmt OECD er samkeppni á Íslandi minni en á hinum Norðurlöndunum og regluverk þjónustustarfsemi óvíða jafn hamlandi og hér á landi.<sup>1</sup> Það er til mikils að vinna ef umhverfi atvinnustarfsemi er a.m.k. álíka sveigjanlegt og í samanburðarlöndum.</p> <h4>Þjóðhagslegur sparnaður eykst með bættri afkomu</h4> <p>Þjóðhagslegur sparnaður, þ.e. fjárfesting og viðskiptaafgangur, lýsir sjálfbærni þjóðarbúskapsins til lengdar og veitir viðnámsþrótt gegn efnahagslegum áföllum. Sparnaður þjóðarbúsins hefur verið meiri síðasta áratug en þar á undan, fyrst og fremst vegna aukins sparnaðar heimila, fyrirtækja og í lífeyrissjóðum. Sparnaður þjóðarbúsins minnkaði þó í heimsfaraldrinum þegar afkomu hins opinbera var leyft að versna til þess að viðhalda tekjum einkageirans. Á tímabili þessarar fjármálaáætlunar mun hið opinbera í vaxandi mæli leggja aftur sitt af mörkum til þjóðhagslegs sparnaðar og þannig byggja upp viðnámsþrótt þjóðarbúsins að nýju. </p> <p>Framlag hins opinbera til þjóðhagslegs sparnaðar felst í áframhaldandi bata á afkomu en einnig í þróttmikilli fjárfestingu. Hjá A1-hluta ríkissjóðs vega framkvæmdir við nýjan Landspítala áfram þungt og er áætlað umfang þeirra 20–30 ma.kr. á hverju ári á tímabili áætlunarinnar. Aðrir opinberir aðilar áforma einnig umfangsmiklar fjárfestingar. Landsvirkjun áformar að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund á næstu misserum og Isavia og Landsnet áforma, hvort um sig, um 20 ma.kr. fjárfestingar á hverju ári 2024–2029.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m11%20Hreinn%20%c3%bej%c3%b3%c3%b0hagslegur%20sparna%c3%b0ur%20eykst%20me%c3%b0%20b%c3%a6ttri%20afkomu.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hreinn þjóðhagslegur sparnaður eykst með bættri afkomu" /></p> <p>Fjárfestingar í framleiðslu og dreifingu orku eru sérstaklega brýnar til þess að mæta þeirri þörf sem myndast vegna eðlilegs vaxtar samfélagsins og orkuskipta og í ljósi áhættu, m.a. tengdri jarðhræringum. Að öðrum kosti getur raforkuverð orðið hærra og orkuöryggi minna en samfélagið hefur vanist til þessa.</p> <p>Bæði hærri raunvextir og þörf á að byggja upp þjóðhagslegan sparnað að nýju leiðir til þess að enn meiri þörf er á að forgangsraða í opinberum fjármálum.</p> <h3>2.2.4 Aðhaldsstig opinberra fjármála</h3> <p>Markvert aðhald var í opinberum fjármálum í fyrra. Á yfirstandandi ári vegur áframhaldandi aðhald í rekstri A1-hluta hins opinbera á móti efnahagslegum áhrifum af framlagi ríkisins til kaupa á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Á tímabili fjármálaáætlunar verður síðan áfram nokkurt aðhald í opinberum fjármálum. Þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í opinberum fjármálum undanfarið, og eru lagðar til með þessari fjármálaáætlun, eru því til þess fallnar að styrkja stöðu þeirra og gera stjórnvöld betur í stakk búin að verja heimili og fyrirtæki fyrir áhrifum mögulegra áfalla. Þær styðja einnig við minnkun verðbólgu við lægra vaxtastig en ella. Við núverandi aðstæður stuðlar það að stöðugleika í þjóðarbúinu eins og hér hefur verið fjallað um.</p> <p>Aðhald er í rekstri A1-hluta ríkissjóðs 2024–2025 þrátt fyrir tilfallandi útgjöld vegna viðbragða við jarðhræringunum við Grindavík og stuðningsaðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Hægur vöxtur annarra ríkisútgjalda í samanburði við leitnivöxt hagkerfisins og aðhald á tekjuhliðinni vega að fullu á móti þessum liðum og gott betur.</p> <p>Útgjöld ríkissjóðs aukast jafnan milli ára í krónum talið enda fer samfélagið vaxandi, hagkerfið stækkar og verðlag hækkar yfir tíma. Undanfarin tvö ár hafa ríkisútgjöld aftur á móti vaxið hægar en jafnvægisstig landsframleiðslunnar eins og það er metið í þjóðhagsspá Hagstofunnar. Er það áfram raunin á yfirstandandi ári og á öllu tímabili fjármálaáætlunar. Í þessu felst hagstjórnarlegt aðhald í ríkisútgjöldum. Fjallað er um útgjöld ríkissjóðs í kafla 3.2.3.</p> <p>Breytingar á skattkerfinu leiða einnig til aðhalds á heildina litið í fyrra, í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Árið 2023 vó þyngst að hlutfall endurgreiðslu vegna virðisaukaskatts við framkvæmdir á íbúðarhúsnæði var lækkað. Árið 2024 vegur þyngst að ívilnanir vegna virðisaukaskatts á rafbíla runnu út um áramótin en á móti voru innleiddir styrkir úr Orkusjóði til kaupa á rafbílum. Fjallað er um skattastefnu á tímabili fjármálaáætlunar í kafla 3.2.2.</p> <p>Minni vöxtur ríkisútgjalda en sem nemur jafnvægisvexti þjóðarbúsins og breytingar á skattkerfinu fela alls í sér aðhald í rekstri A1-hluta ríkissjóðs sem nemur um 1% af landsframleiðslu hvort ár 2024 og 2025 samkvæmt þeirri aðferð sem sýnd er á næstu mynd. Þetta er nægilegt aðhald til að hafa markverð áhrif á efnahagsumsvif, verðbólgu og vexti.</p> <p>Aðrir opinberir aðilar og félög eru ekki sýnd á myndinni. Mest munar um Fasteignafélagið Þórkötlu sem hefur það hlutverk að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík. Líkt og fjallað er um í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=ffe8e443-f29a-11ee-b883-005056bcde1f">rammagrein 1</a> er aðkoma ríkissjóðs og Náttúruhamfaratrygginga Íslands að fjármögnun kaupanna áætluð allt að 45 ma.kr. á yfirstandandi ári, eða um 1% af landsframleiðslu, miðað við fullnýtingu úrræðisins. Þetta er til þess fallið að auka eftirspurn í hagkerfinu, jafnvel þótt kaupin hafi ekki bein áhrif á afkomu ríkissjóðs. Efnahagsleg áhrif ákvörðunar stjórnvalda, einnar og sér, um valkvæð kaup á íbúðum í Grindavík minnka eftir því sem þátttaka í úrræðinu er minni eða tjónabætur koma til frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands enda hefðu þær fallið til óháð kaupunum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m12%20Talsvert%20a%c3%b0hald%20er%20%c3%ad%20rekstri%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%202024%20og%202025.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Talsvert aðhald er í rekstri ríkissjóðs 2024 og 2025" /></p> <p>Algengt er mæla aðhaldsstig opinberra fjármála með breytingu á svokölluðum hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði hins opinbera. Þá eru metin áhrif hagsveiflunnar á tekjur og gjöld hins opinbera dregin frá frumjöfnuði. Litið er á þann hluta afkomubreytingarinnar sem eftir stendur sem mælikvarða á aðhaldsstig. Þótt þetta sé viðtekin aðferð er hún ekki óyggjandi þar sem fleira en ákvarðanir stjórnvalda getur haft áhrif á hagsveifluleiðréttan frumjöfnuð, s.s. breytingar á samsetningu hagkerfisins. Þá er mat á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði næmt fyrir forsendum, s.s. um jafnvægisvöxt þjóðarbúsins, sem taka iðulega breytingum eftir því sem frekari upplýsingar koma fram, jafnvel innan árs.</p> <p>Mat á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði A1-hluta hins opinbera gefur, þrátt fyrir þessa óvissu, áþekka niðurstöðu um aðhaldsstigið eins og þegar breytingar á sköttum og gjöldum A1-hluta ríkissjóðs eru lagðar saman, s.s. eins og sýnt er hér að framan. Hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður styrkist um að meðaltali ríflega 1% af landsframleiðslu á hverju ári 2023–2025 miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og þær ákvarðanir sem lagðar eru til með þessari fjármálaáætlun. Hann styrkist áfram eftir því sem líður á tímabil fjármálaáætlunar, en hægar.</p> <p>Myndin á næstu síðu sýnir tvenns konar mat á breytingu á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði árin 2024 og 2025; með og án aðkomu ríkisins að fjármögnun kaupa íbúðarhúsnæðis í Grindavík af hálfu Fasteignafélagsins Þórkötlu. Jafnvel þótt allir þeir íbúðaeigendur sem njóta góðs af frumvarpinu nýttu sér heimildir þess í ár, eins og gert er ráð fyrir á myndinni, væri aðhaldsstig opinberra fjármála áþekkt og í fyrra.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m13%20Breyting%20%c3%a1%20hagsveiflulei%c3%b0r%c3%a9ttum%20frumj%c3%b6fnu%c3%b0i%20A1-hluta%20hins%20opinbera.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Breyting á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði A1-hluta hins opinbera" /></p> <h2>2.3 Frávikssviðsmyndir</h2> <p>Alls kyns óvissa ríkir um þróun efnahagsmála á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Óvissa um framvindu jarðhræringa á Reykjanesskaga og hversu lengi þær munu vara er mikil og óvissa um hugsanleg efnahagsleg áhrif þeirra er líklega enn meiri. Væringar í alþjóðastjórnmálum og hætta á stigmögnun stríðsátaka, ekki síst í Evrópu, gætu einnig haft áhrif á framvindu efnahagsmála hér á landi. Mikil aukning ríkisútgjalda til varnarmála gæti torveldað aðlögun margra ríkja að lægri verðbólgu og vöxtum. Slík framvinda efnahagsmála í helstu viðskiptalöndum Íslands hefði áhrif hingað til lands, m.a. í gegnum hærra aðfanga- og innflutningsverð. </p> <p>Hér eru settar fram tvær sviðsmyndir um hvernig þróun efnahagsmála gæti vikið frá þeirri þróun sem gert er ráð fyrir í hagspá Hagstofunnar sem liggur til grundvallar fjármálaáætluninni. Í bjartsýnni sviðsmynd er gert ráð fyrir að framleiðnar útflutningsgreinar vaxi hraðar en samkvæmt grunnspá Hagstofunnar en slíkur útflutningur hefur verið í stórsókn líkt og greint er frá að ofan. Í svartsýnni sviðsmynd er gert ráð fyrir smávægilegum en viðvarandi samdrætti í ferðaþjónustu.</p> <h3>2.3.1 Bjartsýn sviðsmynd</h3> <p>Í bjartsýnni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir meiri útflutningi en í grunnspá. Sviðsmyndin gerir ráð fyrir að útflutningur verði 5% meiri í ár en gert var ráð fyrir í grunnspánni og svo 10% meiri á tímabilinu 2025–2029. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að umframvöxturinn sé drifinn áfram af framleiðnum útflutningsgreinum og því eykst framleiðni þjóðarbúsins á tímabilinu. Eins er gert ráð fyrir hóflegum launahækkunum, þ.e. því sem nemur aukningu í framleiðni, að viðbættu verðbólgumarkmiði. Sú forsenda leiðir til þess að laun hækka minna en í grunnspánni.</p> <p>Verg landsframleiðsla í sviðsmyndinni er 2,5% hærri að raunvirði en í grunnspánni undir lok spátímans, árið 2029. Þessi hækkun frá grunnspánni er eðli máls samkvæmt einkum drifin áfram af aukningu í útflutningi. Einkaneysla þróast með svipuðum hætti og í grunnspánni og eykst aðeins lítillega. Þá er verðbólga lítillega meiri árið 2024 en hjaðnar þó örlítið hraðar niður í verðbólgumarkmið. Atvinnuleysi er lægra á fyrri árum fjármálaáætlunar en í grunnspánni en undir lok hennar er atvinnuleysi orðið hið sama.</p> <p>Miðað við þessar forsendur gæti afkoma hins opinbera orðið rúmlega 20 ma.kr. betri að jafnaði árin 2025–2029 eða um 0,4% af VLF í samanburði við niðurstöður fjármálaáætlunar sem fjallað er um í kafla 3.1. Jafnvægi í heildarafkomu hins opinbera myndi þá nást árið 2027, eða tveimur árum fyrr en nú gert er ráð fyrir, og væri heildarafkoman jákvæð um 0,5% af VLF undir lok tímabilsins. Þennan bata má einkum rekja til aukningar tekna, en einnig til minni útgjalda vegna atvinnuleysis í upphafi tímabilsins og minni vaxtakostnaðar samhliða bættri skuldastöðu. Skuldir hins opinbera samkvæmt skuldareglu verða þá um 36% af VLF árið 2029, eða 1 prósentustigi lægri en gert er ráð fyrir í fjármálaáætluninni. Lækkun skuldahlutfallsins skýrist af bættri afkomu sem vegur jafnframt á móti hækkun hlutfallsins vegna lægra nafnvirðis VLF í sviðsmyndinni. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/2-kafli/K02-m14%20Verg%20landsframlei%c3%b0sla%20er%205,5%20h%c3%a6rri%20%c3%a1ri%c3%b0%202029%20%c3%ad%20bjarts%c3%bdnni%20en%20svarts%c3%bdnni%20sp%c3%a1.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Verg landsframleiðsla er 5,5% hærri árið 2029 í bjartsýnni en svartsýnni spá" /></p> <h3>2.3.2 Svartsýn sviðsmynd</h3> <p>Í svartsýnni sviðsmyndinni er gert ráð fyrir samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna miðað við grunnspána. Forsenda sviðsmyndarinnar er að ferðamenn verði 10% færri en grunnspáin gerir ráð fyrir árið 2024, enginn vöxtur verði í fjölda ferðamanna árið 2025 og þeir þá orðnir um 13% færri en í grunnspánni. Gert er ráð fyrir að sá munur viðhaldist út tímabil fjármálaáætlunarinnar. Flug og ferðaþjónusta innan lands verður fyrir áhrifum og því er þjónustuútflutningur minni en í grunnspánni. Þar sem ferðaþjónustan flytur inn aðföng er vöruinnflutningur sömuleiðis minni. Sökum umtalsvert minni umsvifa í ferðaþjónustu er gert ráð fyrir að fjöldi íbúa á vinnufærum aldri verði um 1% lægri en gert er ráð fyrir í grunnspánni frá og með árinu 2025 en það svarar til um 10% af starfandi í ferðaþjónustu. Ekki er gert ráð fyrir færra fólki á vinnufærum aldri 2024 þar sem það getur tekið tíma fyrir breytingu í umsvifum að hafa áhrif á fólksflutninga til landsins.</p> <p>Afleiðing færri ferðamanna kemur m.a. fram í meira atvinnuleysi en ella á fyrstu fjórum árum spátímans, 2024–2027, en þegar líður á spátímann verður atvinnuleysi hið sama og í grunnspánni. Aukið atvinnuleysi skýrir að hluta dræmari vöxt kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann í sviðsmyndinni en í grunnspánni. Minni útflutningur leiðir til þess að raunvirði landsframleiðslu er lægra en gert er ráð fyrir í grunnspánni en það er 3% lægra árið 2029. Minni spenna á vinnumarkaði, lægri landsframleiðsla og einkaneysla leiða til þess að verðbólgan lækkar örlítið hraðar niður í verðbólgumarkmið og við lægra vaxtastig en gert er ráð fyrir í grunnspánni.</p> <p>Raungerist forsendur sviðsmyndarinnar verður heildarafkoma hins opinbera um 90 ma.kr. lakari á næsta ári samanborið við fjármálaáætlun. Halli á heildarafkomu hins opinbera fer úr því að vera innan við 1% af VLF á næsta ári skv. fjármálaáætluninni og verður tæplega 3% af VLF. Samkvæmt sviðsmyndinni verður hallinn viðvarandi 3% af VLF út tímabilið. Þessa breytingu má nær alfarið rekja til minni tekna ríkissjóðs og sveitarfélaga þar sem skattar á tekjur og hagnað, VSK og útsvarsstofn minnka hlutfallslega mest. Að óbreyttu yrðu áhrifin á skuldaþróun afgerandi. Skuldir hins opinbera verða vaxandi á tímabilinu og fara úr rúmlega 41% af VLF í árslok 2025 og verða yfir 50% af VLF í árslok 2029 sem er um 14 prósentustigum hærra skuldahlutfall en gert er ráð fyrir í fjármálaáætluninni. </p> <p>Rétt er að vekja athygli á því að þetta mat felur aðeins í sér sjálfvirk áhrif en ekki mögulegar ráðstafanir til að bregðast við breyttum forsendum. Það er ljóst að sú afkomu- og skuldaþróun sem sviðsmyndin felur í sér myndi kalla á verulegar ráðstafanir stjórnvalda, m.a. til þess að uppfylla fjármálareglur laga um opinber fjármál.</p> <p>Sjá einnig:</p> <ul> <li><strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=ffe8e443-f29a-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 1: Fjármögnun útgjalda vegna jarðhræringa við Grindavík</a></strong></li> <li><strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=8f9ceec2-f810-11ee-b883-005056bcde1f"><strong>Rammagrein 2: Kjarasamningar – að bættum vinnubrögðum, aukinni skilvirkni og efnahagslegum stöðugleika</strong></a></strong></li> </ul> <p> </p> <div> <div id="ftn1"> <p><sub>1 OECD. (2020). OECD Competition Assessment Reviews: Iceland.</sub> </p> </div> </div> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
3 Stefna í fjármálum hins opinbera<img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M01_Bor%c3%b0i.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Opinber fjármál ná jafnvægi" /> <h2>3.1 Fjármál hins opinbera</h2> <p>Meginmarkmið fjármálaáætlunarinnar er að bæta áfram afkomu hins opinbera svo hún geti stuðlað með sjálfbærum hætti að lækkun skuldahlutfalla eigi síðar en árið 2026. Í því augnamiði taka tölulegar fjármálareglur laga um opinber fjármál gildi á nýjan leik. Með því verði sjálfbærni opinberra fjármála tryggð og staðinn vörður um fjárhagslegan viðnámsþrótt hins opinbera. Þessar áherslur eru í samræmi við markmið gildandi fjármálastefnu fyrir árin 2022–2026.</p> <p>Framangreind markmið eru ekki aðeins mikilvæg út frá þröngu sjónarhorni opinberra fjármála. Líkt og rakið er í kafla 2 getur það reynst afdrifaríkt fyrir efnahagslegan stöðugleika og samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega ef Íslendingar verða eftirbátar annarra þjóða við að ná niður vöxtum og verðbólgu. Þar skiptir sköpum að bundinn sé endir á hallarekstur hins opinbera sem auk þess að kynda undir verðbólgu dregur úr framboði lánsfjár og með því svigrúmi fyrirtækja til fjárfestinga. Slíkt hamlar vexti kaupmáttar og dregur úr lífskjörum til lengri tíma. Óvissa um sjálfbærni opinberrar skuldaþróunar getur leitt til fyrirvaralausrar hækkunar vaxta, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis á undanförnum misserum.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M02_%c3%81fram%20%c3%bearf%20a%c3%b0%20styrkja%20fj%c3%a1rhagsst%c3%b6%c3%b0u%20hins%20opinbera.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Áfram þarf að styrkja fjárhagsstöðu hins opinbera" /></p> <p>Breytingar á ytra umhverfi hagkerfisins leggja þær skyldur á hið opinbera að safna í digurri sjóði en áður. Af nægu er að taka. Mikil óvissa er enn um framvindu jarðhræringa við Grindavík og Svartsengi, auk þess sem slíkir atburðir eru mögulega að verða tíðari. Ólga af öðrum toga hefur ágerst með auknum viðskiptaþvingunum, stríði í Evrópu og sviptingum í alþjóðastjórnmálum. Þetta eru allt þættir sem gætu kallað á snör, umfangsmikil og kostnaðarsöm viðbrögð stjórnvalda svo staðinn sé vörður um lífskjör og öryggi almennings. Þessar áskoranir bætast við þær sem áður voru þekktar og kröfðust einnig betri afkomu hins opinbera yfir hagsveifluna, s.s. öldrun þjóðarinnar, minni vöxt framleiðni og hátt vaxtastig.</p> <p>Sterk staða íslenskra heimila og fyrirtækja, lítil skuldsetning og mikill kaupmáttur eykur viðnámsþrótt hagkerfisins. Fjármál hins opinbera mega ekki vera veikur hlekkur í því samhengi. Undirliggjandi staða hins opinbera, þ.e. leiðrétt fyrir tímabundnum áhrifum hagsveiflunnar, er enn ekki nægilega traust til þess að hið opinbera geti brugðist með fullnægjandi hætti við djúpum efnahagsáföllum með trúverðugum hætti. Brýnt er því að þeim markmiðum sem mörkuð eru í þessari fjármálaáætlun verði fylgt í hvívetna, haldið aftur af útgjaldavexti og nýjum verkefnum fundinn staður með forgangsröðun innan þeirra útgjaldaramma sem hér eru mótaðir. Fjárhagsleg staða hins opinbera er veikari en oft áður og ábyrgðarhluti að úr því verði bætt eins og lagt er upp með í þessari áætlun. </p> <p>Frumjöfnuður hins opinbera, þ.e. heildarafkoma að frádregnum vaxtajöfnuði, batnar markvert gangi áætlanir eftir. Verður hann jákvæður um 0,2% af VLF á þessu ári en um 1,7% af VLF undir lok tímabilsins. Batnandi frumjöfnuður er forsenda sterkari stöðu opinberra fjármála, að náð verði tökum á skuldaþróuninni og að staðið verði við markmið áætlunarinnar.</p> <p>Frumjöfnuður segir þó ekki alla söguna enda vegur fjármagnskostnaður þungt í rekstri hins opinbera. Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu hins opinbera nemi 1,8% af VLF á yfirstandandi ári þegar neikvæður vaxtajöfnuður bætist við. Í framhaldi er gert ráð fyrir að dragi úr hallanum ár frá ári þar til heildarafkoman verður orðin lítillega jákvæð undir lok tímabilsins. Eins og í gildandi fjármálaáætlun hvílir þessi forsenda á hægfara útgjaldavexti, þ.e. að útgjöld vaxi hægar en landsframleiðsla. Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld hins opinbera lækki úr 44% af VLF í tæplega 41% af VLF í lok tímabilsins. Á sama tíma er gert ráð fyrir að tekjur nemi 41–42% af VLF á tímabilinu öllu.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M03_Afkoma%20hins%20opinbera%20batnar%20og%20heildarj%c3%b6fnu%c3%b0ur%20n%c3%a6r%20jafnv%c3%a6gi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Afkoma hins opinbera batnar og heildarjöfnuður nær jafnvægi" /></p> <p>Skuldir hins opinbera skv. skilgreiningu skuldareglu<sup>1</sup> laga um opinber fjármál lækka úr tæplega 39% af VLF í lok þessa árs í um 37% af VLF í árslok 2029. Með því er skuldalækkunarregla laganna uppfyllt. Reglan tekur aftur gildi árið 2026 og gerir kröfu um tiltekna lækkun skulda hins opinbera þegar skuldir eru umfram 30% af VLF. Skuldareglunni og öðrum skilyrðum laga um opinber fjármál var tímabundið vikið til hliðar á upphafsdögum heimsfaraldursins til að auka svigrúm stjórnvalda til að draga úr efnahagslegum kostnaði samfélagsins við þær aðstæður.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M04_Skuldir%20hins%20opinbera%20ver%c3%b0a%20st%c3%b6%c3%b0ugar%20og%20l%c3%a6kka%20undir%20lok%20t%c3%admabilsins.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skulidir hins opinbera verða stöðugar og lækka undir lok tímabilsins" /></p> <h3>3.1.1 Fjármálaáætlunin tryggir bætta afkomu í takt við fjármálastefnu</h3> <p>Afkomuferill fjármálaáætlunarinnar samræmist framangreindum markmiðum. Jafnvægi í heildarafkomu hins opinbera yfir hagsveifluna dugir til að lækkun skuldahlutfallsins til meðallangs tíma samræmist skuldareglu laga um opinber fjármál. Til lengri tíma er afkoman raunar næg til að samrýmast mun minni skuldum en þeim 30% af VLF sem eru viðmið laganna. Ýmsir þættir ótengdir afkomu geta þó orðið til þess að hækka skuldahlutfallið. Um einn þeirra, þ.e. endurlán ríkissjóðs, er fjallað í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=57329b51-fa51-11ee-b883-005056bcde1f">rammagrein 10</a>, en umfang þeirra hefur farið ört vaxandi.</p> <p>Afkoman uppfyllir jafnframt viðmið fjármálastefnu áranna 2022–2026 sem kveður á um að halli af rekstri hins opinbera verði ekki meiri en 1% af VLF árið 2026 og þar af verði halli af rekstri ríkissjóðs að hámarki 0,8% af VLF. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að afkoma hins opinbera verði neikvæð um 0,6% af VLF árið 2026, og þar af verði halli ríkissjóðs um 0,4% af VLF. Rétt er að geta þess að samkvæmt uppgjöri Hagstofu Íslands árin 2022–2023 hefur afkoma sveitarfélaga reynst lakari en lagt var upp með í fjármálastefnunni, þó að afkoma hins opinbera hafi verið innan marka, og áætlað er að svo verði áfram á þessu ári. Að hluta til er það vegna breyttrar framsetningar Hagstofu Íslands á verðbótaþætti vaxtagjalda hjá sveitarfélögum, en verðbætur eru nú gjaldfærðar á sama máta hjá sveitarfélögum og gert hefur verið hjá ríkissjóði. Þessi breyting skerðir afkomu sveitarfélaga og hefur afkoma liðinna ári verið endurmetin með hliðsjón af þessari breytingu. Áætlanir gera þrátt fyrir það ráð fyrir að afkoma sveitarfélaga batni á tímabilinu og verði í takt við fjármálastefnu árin 2025–2026.</p> <p><strong><span style="text-align: center;">Afkomuhorfur hins opinbera samanborið við markmið fjármálastefnu</span></strong></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M05_Afkomuhorfur%20hins%20opinbera%20samanbori%c3%b0%20vi%c3%b0%20markmi%c3%b0%20fj%c3%a1rm%c3%a1lastefnu.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir afkomuhorfur hins opinbera samanborið við markmið fjármálastefnu" /></p> <p>Skuldaþróun hins opinbera er innan marka gildandi fjármálastefnu árin 2022–2026 og er skuldahlutfallið umtalsvert lægra en það hámark sem sett var þegar stefnan var samþykkt á Alþingi í ársbyrjun 2022. Bætt skuldastaða samanborið við eldri áætlanir endurspeglar hraðan afkomubata hins opinbera í kjölfar heimsfaraldursins sem gerð hafa verið skil í fyrri fjármálaáætlunum. </p> <p><strong><span style="text-align: center;">Skuldahorfur hins opinbera samanborið við markmið fjármálastefnu</span></strong></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M06_Skuldahorfur%20hins%20opinbera%20samanbori%c3%b0%20vi%c3%b0%20markmi%c3%b0%20fj%c3%a1rm%c3%a1lastefnu.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir skuldahorfur hins opinbera samanborið við markmið fjármálastefnu" /></p> <h3>3.1.2. Fjármálaáætlunin uppfyllir fjármálareglur</h3> <p>Til viðbótar því að gera grein fyrir markmiðum og stefnu stjórnvalda þarf fjármálaáætlunin að uppfylla reglur laga um opinber fjármál. Reglurnar skiptast í grunngildi, sem er ætlað að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í opinberum fjármálum, og tölulegar reglur um þróun afkomu og skulda. Grunngildin eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi. Tölulegu reglurnar kveða m.a. á um að heildarjöfnuður hins opinbera haldist jákvæður yfir fimm ára tímabil, að skuldahlutfall hins opinbera verði að hámarki 30% af VLF og um lágmarksviðmið um lækkun skulda ef skuldahlutfallið er umfram það. Nánari útlistun á grunngildum og tölulegum fjármálareglum má finna í frumvarpi til laga um opinber fjármál og í fyrri fjármálaáætlunum.</p> <p>Tölulegum fjármálareglum var vikið til hliðar í heimsfaraldrinum. Fyrst í þrjú ár, 2020–2022, líkt og lög um opinber fjármál heimila, en síðar með sérstakri lagasetningu fram til ársloka 2025 og var tilgangurinn að veita stjórnvöldum nægjanlegt svigrúm til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum faraldursins. Að óbreyttu taka reglurnar því gildi á ný árið 2026. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig fjármálaáætlunin uppfyllir tölulegar reglur laga um opinber fjármál frá þeim tíma.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M07_Fj%c3%a1rm%c3%a1laregla.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjármálaregla" /></p> <h3>3.1.3. Innleiðing fjármálareglna á ný – stöðugleikaregla gæti hentað betur en afkomuregla</h3> <p>Önnur ríki sem búa við sambærilega umgjörð um opinber fjármál viku einnig fjármálareglum til hliðar í faraldrinum og er þar einnig unnið að innleiðingu reglnanna á ný. Í því skyni hafa stjórnvöld, bæði hér á landi og erlendis, nýtt tækifærið til endurskoðunar og athugunar á því hvort þær reglur sem vikið var til hliðar skapi heppilegustu umgjörðina fyrir opinber fjármál eða hvort aðrar reglur þjóni markmiðum stjórnvalda betur. Í því ljósi hefur fjármála- og efnahagsráðherra látið vinna umræðuskýrslu um fjármálareglur sem lögð er fram samhliða fjármálaáætluninni.</p> <p>Í skýrslunni er gengið út frá því að grunngildi laga um opinber fjármál um sjálfbærni og stöðugleika endurspegli helstu markmið opinberrar fjármálastefnu. Niðurstöður skýrslunnar eru að núgildandi fjármálareglur, þ.e. afkomureglurnar, skuldareglan og skuldalækkunarreglan, miði allar að því að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála. Engin reglnanna stuðlar þó með beinum hætti að markmiði laganna um efnahagslegan stöðugleika. Raunar er hætt við að núgildandi reglur, einkum um jafnvægi á heildarjöfnuði yfir fimm ára tímabil og skuldalækkun, ýti beinlínis undir sveiflur í hagkerfinu. Því er velt upp hvort styrkja megi umgjörð opinberra fjármála frekar með innleiðingu reglu um ásættanlega afkomu og efnahagslegan stöðugleika sem kæmi í stað afkomureglunnar.</p> <p>Svonefnd stöðugleikaregla gæti komið til álita. Setur hún ófjármögnuðum útgjaldavexti þær skorður að hann geti ekki orðið meiri en sem nemur vexti verðmætasköpunar til lengri tíma. Reglan er í raun hlutlaus gagnvart útgjöldum að því leyti að stjórnvöld geta aukið þau eins mikið og þeim hugnast, svo lengi sem þau eru fjármögnuð með skattahækkunum. Þess í stað er markmiðið með reglunni að stuðla að efnahagslegum stöðugleika með því að leyfa tekjum að dragast saman og útgjöldum að vaxa í niðursveiflum en setja þá kröfu að afkoman verði meiri í uppsveiflum. Núgildandi afkomureglur hafa ekki þennan eiginleika. Þær veita í raun enga leiðsögn í efnahagsuppsveiflu og koma ekki í veg fyrir að þenslutengdum tekjum verði ráðstafað að því marki að það veiki varanlega undirliggjandi rekstur hins opinbera, hvort sem það er með aukningu útgjalda eða lækkun skatta. Núverandi fyrirkomulag hvetur stjórnvöld raunar til þess þar sem reglurnar veita lítið sem ekkert svigrúm til útgjaldavaxtar eða skattalækkana í niðursveiflu.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.1_M08_St%c3%b6%c3%b0ugleikaregla%20stu%c3%b0lar%20a%c3%b0%20b%c3%a6%c3%b0i%20sj%c3%a1lfb%c3%a6rni%20og%20st%c3%b6%c3%b0ugleika.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Stöðugleikaregla stuðlar að bæði sjálfbærni og stöðugleika" /></p> <h2>3.2 Fjármál ríkissjóðs</h2> <p>Leiðarljós fjármálaáætlunarinnar er að tryggð verði viðunandi lækkun skulda sem samræmist markmiðum gildandi fjármálastefnu og tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál. Ábyrgðarhluti er að séð verði til þess að ríkissjóður hafi bolmagn til að mæta bæði ófyrirséðum áföllum sem og fyrirséðri þróun á komandi árum, s.s. öldrun þjóðarinnar, eins og rakið er nánar í kafla 2. Til þess að svo geti orðið þarf frumjöfnuðurinn að batna á tímabilinu og heildarjöfnuður ríkisfjármála að verða jákvæður á ný. Afkoma ríkissjóðs stuðlar þá að lækkun skulda samhliða því sem afkomubatinn vinnur gegn verðbólguþrýstingi. </p> <p>Frumjöfnuður ríkissjóðs, þ.e. heildarafkoma að frádregnum vaxtajöfnuði, batnar umtalsvert gangi áætlanir eftir. Verður hann jákvæður um 0,5% af VLF á þessu ári en um 1,7% af VLF undir lok tímabilsins. Að viðbættum vaxtajöfnuði gerir uppfærð áætlun ráð fyrir halla á heildarafkomu ríkissjóðs á þessu ári sem nemur 1,1% af VLF, sem er í samræmi við áætlun fjárlaga, en samhliða vaxandi frumjöfnuði minnkar hann ár frá ári og verður heildarafkoman að endingu jákvæð um 0,3% af VLF árið 2029.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M01_Afkoma%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%20batnar%20%c3%a1fram.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Afkoma ríkissjóðs batnar áfram" /></p> <p>Bati í afkomu ríkissjóðs verður tryggður með því að halda aftur af útgjaldavexti og er í forsendum áætlunarinnar að jafnaði gert ráð fyrir um 4% nafnaukningu heildarútgjalda á ári. Með þessu móti verður vöxtur útgjalda minni en vöxtur landsframleiðslunnar á tímabilinu og þannig unnið að markmiðum um sjálfbærni ríkisfjármála og stöðugleika í samræmi við grunngildi laga um opinber fjármál. Heildarútgjöld ríkissjóðs fara úr því að vera rúmlega 31% af VLF á þessu ári í rúmlega 29% af VLF undir lok tímabilsins. Eins og kunnugt er jukust útgjöld ríkissjóðs umtalsvert í kjölfar heimsfaraldursins og hefur sú aukning ekki enn gengið til baka að fullu þótt útgjaldaheimildir sem tengjast heimsfaraldrinum með beinum hætti hafi verið felldar niður. Útgjaldastigið á þessu ári er rúmlega 1% af VLF hærra en árin 2018–2019. Gangi markmið stjórnvalda um útgjaldaþróun eftir verður útgjaldastig ríkissjóðs árin 2026–2027 orðið sambærilegt því sem var fyrir faraldur en lækkar svo og svipar til útgjaldastigs áranna 2015–2016 undir lok tímabilsins þegar leiðrétt hefur verið fyrir einskiptis- og óreglulegum útgjöldum, m.a. 105 ma.kr. gjaldfærslu innborgunar til LSR árið 2016.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M02_Stefnum%c3%b6rkun%20um%20a%c3%b0%20halda%20aftur%20af%20%c3%batgjaldavexti.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Stefnumörkun um að halda aftur af útgjaldavexti skilar bættri afkomu ríkissjóðs" /></p> <p>Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs lækki lítillega á tímabilinu sem hlutfall af VLF og fari úr 30,1% af VLF í ár í 29,4% af VLF undir lok tímabilsins. Miðast sú tekjuþróun við að áfram verði haldið með innleiðingu á framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum breytingum á tekjuhlið sem fjallað er um í kafla 3.2.2. </p> <p>Framangreind tekju- og gjaldaþróun miðast við að ráðist verði í afkomubætandi ráðstafanir að upphæð 9 ma.kr. hvert ár árin 2025–2027 umfram það sem útfært er nú þegar í áætluninni. Verður þeim fundinn staður á gjaldahlið á næsta ári og útfærðar í fjárlagafrumvarpi ársins 2025 en árin 2026 og 2027 eru þær settar fram í áætluninni til jafns á tekju- og gjaldahlið.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur með fjármálastefnu sinni sett sér það eindregna markmið að stöðva hækkun skuldahlutfallsins. Jákvæð afkomuþróun og sterkur bati í hagkerfinu ásamt sölu ríkiseigna hefur gert það að verkum að skuldir ríkissjóðs samkvæmt skuldareglu laga um opinber fjármál eru nú áætlaðar innan við 32% af VLF á þessu ári eftir að hafa verið meira en 33% af VLF árið 2021. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að skuldir á þennan mælikvarða minnki á síðari hluta tímabilsins og verði á bilinu 30–31% af VLF í árslok 2029. Þannig verður tryggt að skuldir hins opinbera uppfylli skuldalækkunarreglu laganna sem fjallað er um í kafla 3.1.2. Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir nýrri 25 ma.kr. eignasölu árið 2028 umfram forsendur gildandi áætlunar og batnar skuldaþróunin sem því nemur.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M03_Skuldir%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%20eru%20st%c3%b6%c3%b0ugar%20sem%20hlutfall%20VLF.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir ríkissjóðs eru stöðugar osem hlutfall af VLF og fara lækkandi undir lok tímabilsins" /></p> <h3>3.2.1 Afkomuhorfur ríkissjóðs</h3> <p>Afkoma ríkissjóðs hefur tekið stakkaskiptum á þeim örfáu árum sem liðin eru frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir og halli á heildarjöfnuði nam 7–8% af VLF. Bráðabirgðauppgjör Hagstofu Íslands gefur til kynna að halli á rekstri ríkissjóðs hafi verið um 1% af VLF árið 2023 en í áætlun fjárlaga ársins 2024 er gert ráð fyrir að hallinn nemi 1,1% af VLF. Samkvæmt uppfærðu mati fyrir yfirstandandi ár verður engin breyting á heildarafkomu þrátt fyrir breytingar innan bæði tekju- og gjaldahliðar ríkisfjármála. Má líta á það sem vísbendingu um aukinn stöðugleika samanborið við sveiflur síðustu ára.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_Afkomuhorfur%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%20n%c3%a6r%20%c3%b3breyttar%20fr%c3%a1%20%c3%a1%c3%a6tlun%20fj%c3%a1rlaga.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Afkomuhorfur ríkissjóðs eru nær óbreyttar frá áætlun fjárlaga 2024" /></p> <h4>Afkomuhorfur árið 2024 eru lítið breyttar en tekjur og gjöld verða hærri</h4> <p>Heildartekjur eru áætlaðar 1.367 ma.kr. sem er um 11 ma.kr. meira en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Auknar tekjur má einkum rekja til endurmats á umfangi afskrifta skattkrafna í samræmi við breytta aðferðafræði Fjársýslunnar, sem fjallað er nánar um í kafla 3.2.2, og þess að gert er ráð fyrir hærri arðgreiðslu frá Landsvirkjun. Vega þessar breytingar upp á móti öðrum breytingum til lækkunar tekna.</p> <p>Heildargjöld eru áætluð 1.417 ma.kr. sem er um 9 ma.kr. meira en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Þyngst vegur aðkoma ríkissjóðs að gerð kjarasamninga á almennum markaði sem felur m.a. í sér sérstakan vaxtastuðning, aukinn stuðning við barnafjölskyldur og aðgerðir í húsnæðismálum. Áætlaður kostnaður sem fellur til vegna þeirra aðgerða á þessu ári er metinn um 12 ma.kr. Á móti kemur að gert er ráð fyrir minni verðbólgu en í áætlun fjárlaga sem leiðir til um 3 ma.kr. lækkunar á áætlaðri gjaldfærslu verðbóta verðtryggðra lána. </p> <p>Gangi þessi áætlun eftir verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður um tæplega 22 ma.kr. eða 0,5% af VLF og yrði það annað árið í röð þar sem frumjöfnuður er jákvæður. </p> <p>Rétt er að vekja athygli á því að enn er uppi óvissa um niðurstöður kjaraviðræðna við opinbera starfsmenn og framvindu mála í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi en aukist útgjöld ríkissjóðs vegna þessa minnkar afkoman. Á árinu hafa fram til þessa þegar verið samþykkt tvenn fjáraukalög vegna jarðhræringanna, en aukinn stuðningur við íbúa Grindavíkur hefur verið fjármagnaður með samsvarandi lækkun á umfangi almenna varasjóðsins. Úrræðin hafa því ekki leitt til aukinna útgjalda samanborið við áætlun fjárlaga. Umfangsmest þessara stuðningsaðgerða varðar kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavíkurbæ í gegnum nýtt félag í eigu ríkissjóðs, Fasteignafélagið Þórkötlu, sem stofnað var í A3-hluta ríkissjóðs. Áhrif þess koma ekki fram í rekstraryfirliti A1-hluta ríkissjóðs, sem fjallað er um í þessum kafla, en umfjöllun um A2- og A3-hluta ríkissjóðs ásamt samstæðuuppgjöri A-hluta ríkissjóðs í heild er að finna í kafla 3.2.5.</p> <p><strong><span style="text-align: center;">Áætluð afkoma ríkissjóðs 2024–2029</span></strong></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M05_%c3%81%c3%a6tlu%c3%b0%20afkoma%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%202024-2029.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Afkomuhorfur ríkissjóðs eru nær óbreyttar frá áætlun fjárlaga 2024" /></p> <h4>Afkoma ríkissjóðs batnar umtalsvert á næsta ári</h4> <p>Gert er ráð fyrir að frumjöfnuður verði jákvæður um 41 ma.kr. á næsta ári eða sem svarar til 0,8% af VLF og batnar því um 0,3% af VLF á milli ára, eða tæplega 19 ma.kr. Um helming batans má rekja til 9 ma.kr. óútfærðra afkomubætandi ráðstafana sem gert er ráð fyrir að verði útfærðar í fjárlagafrumvarpi ársins 2025 en jafnframt hefur verið gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða. Það er gert til þess að skapa svigrúm fyrir aukin útgjöld í tengslum við aðkomu ríkissjóðs að gerð kjarasamninga á almennum markaði sem munu koma fram af miklum þunga á næsta ári, m.a. með frestun á gildistöku nýs örorkubótakerfis til 1. september 2025 og lækkun á almennum varasjóði eins og nánar er rakið í kafla 3.2.3.</p> <p>Þá er gert ráð fyrir að fjármagnsjöfnuður verði neikvæður um 65 ma.kr., eða 1,4% af VLF, samanborið við 1,6% af VLF árið 2024. Batnar hann um 6 ma.kr. milli ára vegna lægri gjaldfærslu verðbóta verðtryggðra lána samhliða minnkandi verðbólgu.</p> <p>Samanlagt er því gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 25 ma.kr., eða 0,5% af VLF, á næsta ári og nemur afkomubatinn því um 0,6% af VLF milli ára.</p> <h4>Jafnvægi næst árið 2028 og heildarjöfnuður verður jákvæður um 0,3% af VLF árið 2029</h4> <p>Frumjöfnuður batnar að jafnaði um 0,2–0,3% af VLF á ári á tímabili áætlunarinnar. Verður hann jákvæður um 0,5% í ár en um 1,7% af VLF undir lok tímabilsins en á sama tíma er gert ráð fyrir að vaxtajöfnuður haldist neikvæður um 1,4% af VLF frá árinu 2025. Heildarafkoma ríkissjóðs nær þannig jafnvægi árið 2028, einu ári síðar en gert var ráð fyrir í gildandi áætlun, og verður jákvæð um 0,3% af VLF árið 2029.</p> <h4>Samanburður við gildandi fjármálaáætlun 2024–2028</h4> <p>Samanborið við gildandi fjármálaáætlun batnar frumjöfnuður að jafnaði um 9 ma.kr. á ári hverju yfir tímabilið þrátt fyrir aukningu frumútgjalda þar sem aukning frumtekna er meiri. Endurskoðun hagvaxtar árin 2022–2023 leiddi til hækkunar nafnverðs landsframleiðslu frá fyrri áætlun. Af þeim sökum lækka frumútgjöld í hlutfalli við VLF og frumtekjur standa nokkurn veginn í stað þótt bæði vaxi að nafnvirði. Frumgjöld verða að jafnaði um 0,2% af VLF lægri en fyrri áætlunin gerði ráð fyrir og frumjöfnuðurinn batnar sem því nemur. Bættur frumjöfnuður vegur á móti lakari fjármagnsjöfnuði sem leiðir af hækkun gjaldfærðra vaxta vegna hærra vaxtastigs en verðbætur verðtryggðra lána breytast lítið á milli áætlana. Samanlagt er heildarafkoma ríkissjóðs því að jafnaði nánast óbreytt frá fyrri áætlun þótt heildartekjur og heildargjöld séu nokkru meiri.</p> <p><span style="text-align: center;"><strong>Samanburður við fjármálaáætlun 2024–2028 (br. frá gildandi áætlun)</strong></span></p> <p><span style="text-align: center;"><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M06_Samanbur%c3%b0ur%20vi%c3%b0%20fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%202024-2028.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Samanburður við fjármálaáætlun 2024–2028 (br. frá gildandi áætlun)" /></span></p> <h3>3.2.2 Skattastefna og tekjuþróun</h3> <p>Áherslur ríkisstjórnarinnar sem koma fram í stjórnarsáttmála hennar eru grundvöllurinn að skattastefnu fjármálaáætlunarinnar. Enn fremur er skattastefnan mikilvægur þáttur í hagstjórninni sem bindur ákvarðanir stjórnvalda við þann efnahagslega veruleika sem við blasir á hverjum tíma. Í síðustu fjármálaáætlun voru kynnt skattaáform til að sporna gegn þenslu og draga úr verðbólguþrýstingi. Ber þar helst að nefna lækkun á endurgreiðsluhlutfalli VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði og tímabundna 1% hækkun á prósentustigi tekjuskatts lögaðila á álagningarárinu 2025. Þær breytingar voru lögfestar á síðasta ári og gætir áhrifa af þeim á efnahagsumhverfi og ríkisfjármál á tíma áætlunarinnar. Vegna þess að hagkerfið stefnir nær jafnvægi í upphafi fjármálaáætlunarinnar, m.a. fyrir tilstuðlan innbyggðrar sveiflujöfnunar skattkerfisins, er ekki gert ráð fyrir frekari skattbreytingum í þá veru. Skattastefna þessarar fjármálaáætlunar beinir sjónum sínum í meginatriðum að skattalegu jafnræði einstaklinga og fyrirtækja og að styrkingu grunnstoða skattkerfisins til að takast á við samfélagslegar breytingar og stuðlar þannig að sjálfbærari tekjuöflun fyrir ríkissjóð til framtíðar. Vegna þessara fyrirætlana lækka minna en ella áætlaðar tekjur sem hlutfall af VLF á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Fyrirhugaðar skattbreytingar, sem fjallað verður um hér í framhaldi, voru flestar kynntar í síðustu fjármálaáætlun. </p> <p>Eitt þeirra áherslumála sem kom fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá nóvember 2021 er að nýtt <strong>framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta</strong> verði mótað og innleitt á kjörtímabilinu. Í forsendum fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022–2026 var sett stefnumið um að tekjur af ökutækjum og eldsneyti yrðu 1,7% af VLF líkt og að meðaltali á árunum 2010–2017. Fyrsta skrefið í átt að slíku kerfi var stigið í ársbyrjun 2024 með gildistöku laga um nýtt kílómetragjald á notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla. Fyrirhugað er að síðara skrefið verði stigið í upphafi árs 2025 með því að taka einnig upp kílómetragjald á notkun allra annarra bíla, s.s. bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Samhliða er gert ráð fyrir endurskoðun á skattlagningu ökutækja og eldsneytis, þ.m.t. að vörugjöld af eldsneyti, bensíngjald og olíugjald, lækki verulega eða falli niður. Gert er ráð fyrir að kolefnisgjald verði áfram lagt á jarðefnaeldsneyti til að fanga neikvæð ytri áhrif af notkun þess. Kílómetragjaldið byggir, líkt og nafnið gefur til kynna, á fjölda ekinna kílómetra og mun nýtt tekjuöflunarkerfi því endurspegla betur raunverulega notkun á vegasamgöngum en núverandi eldsneytisskattar gera. Með þessum breytingum er verið að tryggja fjármagn á traustum grunni til framtíðar en orkuskipti og sífellt sparneytnari bílar hafa kallað á nýja nálgun í skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þetta nýja tekjuöflunarkerfi styður við tekjuöflun til framtíðar og er m.a ætlað að mæta uppbyggingu vegakerfisins, en gert er ráð fyrir í áætluninni að því markmiði að tekjur af ökutækjum og eldsneyti nemi 1,7% af VLF verði náð frá og með 2027. Við útfærsluna verður hugað að velsældaráherslum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlausa framtíð.</p> <p>Annað umfangsmikið skattamál sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum og hefur áhrif á fjármálaáætlunina felst í aðgerðum OECD og G20-ríkjanna gegn rýrnun skattstofna og tilfærslu skattskylds hagnaðar af stafrænni þjónustu milli ríkja. Aðgerðirnar gegna mikilvægu hlutverki til að tryggja sanngirni og jafnræði milli landa. Um er að ræða tveggja stoða aðgerð. <strong>Stoð 1, skattlagning á stafræna hagkerfið</strong>,<strong> </strong>felur í sér heimild fyrir ríki þar sem þjónusta er keypt af alþjóðlegum stórfyrirtækjum á sviði stafrænna viðskipta til að leggja skatt á hagnað þeirra sem verður til í markaðsríkinu. Þannig er komið í veg fyrir að fyrirtæki geti hagnast af sölu þjónustu í markaðsríkjum án þess að greiða þar skatta. Stefnt er að því að útfærsla liggi fyrir um mitt ár 2024. <strong>Stoð 2, alheimslágmarksskattur</strong>, felur í sér upptöku á 15% alþjóðlegum lágmarksskatti á fjölþjóðafyrirtæki, óháð því hvar þau starfa. Megintilgangur skattsins er að koma í veg fyrir að fjölþjóðafyrirtæki komist hjá skattlagningu með tilfærslu hagnaðar til lágskattaríkja og jafna þannig stöðu fyrirtækja almennt. Útfærslan liggur fyrir og fjöldi ríkja hefur innleitt alheimslágmarksskatt frá síðustu áramótum. Um er að ræða eina stærstu breytingu sem hefur orðið á skattlagningu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hefur samþykkt að innleiða alheimslágmarksskatt og mun ljúka innleiðingunni á síðari hluta þessa árs með áformaðri gildistöku á árinu 2025. Gert er ráð fyrir að innleiðingin muni skila ríkissjóði auknum skatttekjum ári síðar. </p> <p>Fyrir höndum er áframhald á <strong>endurskoðun á reglum um skattlagningu launa og reiknuð laun</strong> í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Vinnan snýr að úrbótum í skattframkvæmd og á lögum og reglum um úthlutun/úttektir úr félögum til að koma í veg fyrir óeðlilega hvata til stofnunar einkahlutafélaga. Hér undir fellur m.a. tekjutilflutningur í formi arðs og ákvörðun reiknaðra launa sem hefur áhrif á greiðslu útsvars, auk reglna um rekstrarkostnað. Fram undan er frekari vinna við að meta áhrif af mismunandi útfærslum, m.a. út frá kynjasjónarmiðum, og er stefnt að því að sú greining liggi fyrir á árinu.</p> <p>Til skoðunar er að gera breytingar á <strong>gjaldtöku ferðamanna</strong> í samræmi við vinnu starfshóps á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis. Ferðaþjónustan hefur haft nær óheftan aðgang að náttúruauðlindum, sem er ein helsta söluvara greinarinnar, með tilheyrandi álagi á náttúru og innviði landsins. Vísbendingar eru um að á sumum ferðamannastöðum sé álagið nú þegar komið að eða yfir þolmörk, a.m.k. á háannatímum. Af þeim ástæðum er til skoðunar að setja á fót gjaldtöku sem stuðlar að sjálfbærni ferðamannastaða þannig að fjöldi þeirra verði í samræmi við þolmörk náttúruauðlinda, innviða og samfélagsins í heild. Samhliða þeirri vinnu er gert ráð fyrir endurskoðun á gistináttagjaldi.</p> <p>Þá er í gangi <strong>endurskoðun á lögum um veiðigjald</strong> undir forystu matvælaráðuneytisins og er gert ráð fyrir að endurskoðunin skili auknum tekjum í ríkissjóð á tímabili fjármálaáætlunar. </p> <p>Jafnframt er gert ráð fyrir frekari hækkun <strong>fiskeldisgjalds</strong> þar sem gjaldhlutfall efsta þreps hækkar í 5% af meðaltali alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi. Sú breyting er í samræmi við skýrslu Boston Consulting Group um framtíðarmöguleika í lagareldi og stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmd laga um fiskeldi. </p> <p>Sjá einnig<strong> <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=2fea7cbf-f8b3-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 3: Skattlagning á ökutæki, eldsneyti og afnot vegakerfisins</a></strong></p> <h4>Tekjuáætlun tímabilsins</h4> <p>Þróun tekjuáætlunarinnar ræðst að miklu leyti af stöðu efnahagslífsins hverju sinni eins og hún birtist í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands ásamt fyrirhuguðum skattbreytingum á tímabilinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu næmar skatttekjur ríkissjóðs, sem standa undir 90% af tekjum ríkissjóðs, eru fyrir hagsveiflunni. Á sl. 26 árum var hlutfall skatttekna og tryggingagjalda af VLF hæst árið 2005 þegar það nam 29,8% og lægst árið 2009 þegar það nam 21,8% í kjölfar falls bankakerfisins. Eftir tímabil aðlögunar, m.a. í átt að jöfnuði í ríkisfjármálum, tók við töluverður uppgangur í hagkerfinu, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna. Jukust skatttekjur og tryggingagjöld sem hlutfall af VLF á ný þrátt fyrir að á sama tíma væru skattar lækkaðir, t.d. með niðurfellingu tolla og vörugjalda. Í kjölfar kórónaveirufaraldursins lækkaði hlutfallið samhliða minni hagvexti en tók fljótt aftur við sér strax á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að skatttekjur og tryggingagjöld verði 26,6% af VLF árið 2025 og endi í 26,3% í lok fjármálaáætlunar. Hér eru fyrirhugaðar skattbreytingar meðtaldar, kallaðar „meginsviðsmynd“ á meðfylgjandi mynd. Tekjustofnar eru sterkir í sögulegu samhengi og hærra hlutfall af VLF en meðaltal sl. 26 ára sem er 25,8% af VLF enda er staða hagkerfisins sterk. Séu fyrirhugaðar skattbreytingar ekki meðtaldar, kallaðar „grunnsviðsmynd“ á meðfylgjandi mynd, vaxa skatttekjur og tryggingagjöld hægar en landsframleiðsla og eru áætlaðar 25,5% af VLF í lok fjármálaáætlunar. Sú þróun skýrist einna helst af dvínandi tekjum af núverandi fyrirkomulagi á skattlagningu ökutækja og eldsneytis.</p> <p>Undirliggjandi skattstofnar ríkissjóðs ráðast af framvindu hinna ýmsu efnahagsforsendna, s.s. launastofni og einkaneyslu. Tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald fylgir að stórum hluta spá Hagstofunnar um launastofninn og er nokkuð áþekkt hlutfall af VLF yfir tímabil fjármálaáætlunarinnar. Tekjuskattur lögaðila var hækkaður úr 20% í 21% á árinu 2024 sem myndar tekjur ári síðar, árið 2025, þar sem álagning hans fer fram með árs töf. Þróun tekjuskatts lögaðila fylgir hagvexti á áætlunartímabilinu og er tiltölulega stöðugt hlutfall af VLF frá og með árinu 2026 og nemur það að jafnaði 2,8%. Tekjur af fjármagnstekjuskatti eru áætlaðar töluvert lægra hlutfall af VLF en undanfarin ár, sem má m.a. rekja til lækkandi vaxtastigs á áætlunartímabilinu. Tekjur af virðisaukaskatti eru hærra hlutfall af VLF en sl. ár og helst það stöðugt yfir spátímabilið. Það má m.a. rekja til þess að á síðasta ári voru lögfestar breytingar sem drógu verulega úr skattastyrkjum, eins og afsláttum og endurgreiðslum, og það styrkir stofninn til framtíðar. Gert er ráð fyrir að VSK skili tekjum sem nema að jafnaði 9% af VLF næstu fimm ár og er það meira en síðasta áratug.</p> <p>Tekjuáhrif af fyrirhuguðum skattbreytingum, sem fjallað var um hér að framan, eru áætluð samanlagt 0,5% af VLF árið 2025 en hækka í 0,7% af VLF árið 2029. Hækkunina yfir tímabilið má fyrst og fremst rekja til innleiðingar breytinga á skattlagningu ökutækja og eldsneytis þar sem markmiðið er að tekjur verði 1,7% af VLF á ári. Sú breyting er hin umfangsmesta á sviði skattamála í þessari fjármálaáætlun og er eins og áður segir ætlað að koma til móts við lækkun skatttekna af ökutækjum og eldsneyti vegna fjölgunar vistvænna og sparneytinna bíla. Jafnframt er gert ráð fyrir auknum tekjum á árinu 2025 vegna endurskoðunar á reglum um skattlagningu launa og reiknað endurgjald og af breyttri gjaldtöku á ferðamenn. Þá er gert ráð fyrir að tekjur aukist frá og með árinu 2026 vegna innleiðingar á alheimslágmarksskatti fyrirtækja í ársbyrjun 2025. Til viðbótar við þær skattbreytingar sem eru nefndar hér að framan er gert ráð fyrir tekjuaukningu af endurskoðun á veiðigjaldi frá og með árinu 2026. Að þeim tekjuráðstöfunum meðtöldum hækka tekjur ríkissjóðs um 25–48 ma.kr. árlega yfir áætlunartímabilið, eða sem nemur 0,8% af VLF í lok tímabils. Fyrirhugaðar afkomubætandi ráðstafanir áranna 2026 og 2027 í fjármálaáætluninni, sem er skipt jafnt á milli tekju- og gjaldahliðar og verða útfærðar nánar síðar, eru ekki meðtaldar í þessari umfjöllun. Umfang þeirra á tekjuhlið er 4,5 ma.kr. árlega og er ætlað að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar.</p> <p>Afskriftir skattkrafna eru hluti af tekjuáætlun hvers árs og færast til lækkunar á tekjum samkvæmt aðferðafræði GFS-staðalsins sem fjármálaáætlunin er byggð á. Sérstakt endurmat á afskriftum hefur þau áhrif að áætlaðar tekjur á tímabili þessarar fjármálaáætlunar hækka. Afskriftir má rekja til þeirra tilvika þegar álagðir skattar eru bókfærðir sem tekjur hjá ríkinu en innheimtast ekki. Eftir það mynda þeir kröfu á eignahlið ríkisins. Fjársýslan hefur innleitt nýja aðferðafræði í áföngum undanfarin ár. Hún miðar m.a. að því að kröfur séu ekki ofmetnar út frá líkum á því að þær innheimtist. Kröfur og afskriftir þeirra verða því að jafnaði minni í framtíðinni en þær hafa sögulega verið. Eftir miklar afskriftir á tímabilinu 2018–2021 lækkuðu afskriftir í uppgjöri ársins 2022. Innleiðingarferli breyttra matsaðferða Fjársýslunnar er lokið og sérstök áhrif tengd aðgerðum í veirufaraldrinum að mestu leyti að baki. Horfur um þróun eftirstöðva og afskrifta eru því orðnar mun skýrari en við gerð fjármálaáætlunar fyrir ári síðan og þykir tímabært að taka tillit til þess í afskriftahluta tekjuáætlunar. Endurmatið hefur þau áhrif að tekjuáætlun hækkar sem nemur 0,4% af VLF og afkoma batnar samsvarandi. Afskriftir skattkrafna hafa hins vegar hvorki áhrif á sjóðstreymi né skuldir ríkissjóðs.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M07_Skatttekjur%20og%20tryggingagj%c3%b6ld.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skatttekjur og tryggingagjöld" /></p> <p>Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 29,9% af VLF árið 2025 og lækka í 29,4% af VLF í lok fjármálaáætlunarinnar. Þar af vega skatttekjur og tryggingagjöld þyngst. Arðgreiðslur eru áætlaðar 51 ma.kr. frá félögum í heild í upphafi áætlunar, eða 1,1% af VLF. Þar af eru arðgreiðslur frá Landsvirkjun 22–26 ma.kr. árlega en þær hafa hækkað verulega frá árinu 2018 þegar þær námu um 1,5 ma.kr. Aðrir stórir greiðendur arðs eru Landsbankinn og Íslandsbanki, en í forsendum fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir að ríkið muni selja eftirstandandi eignarhlut sinn í Íslandsbanka og því er ekki gert ráð fyrir arðgreiðslum frá bankanum eftir árið 2025. Í töflu á næstu blaðsíðu má sjá lykiltölur um þróun tekna á tímabili fjármálaáætlunarinnar.</p> <p>Frá síðustu fjármálaáætlun hafa þjóðhagsreikningar og þjóðhagsspá Hagstofu Íslands verið uppfærð. Undirliðir tekjuáætlunarinnar hafa verið endurmetnir í samræmi við það. Tekjuáætlun tímabilsins hækkar að nafnvirði en er nokkuð áþekk sem hlutfall af landsframleiðslu yfir allt tímabilið, samanborið við síðustu fjármálaáætlun. Hækkun tekna á nafnvirði er m.a. tilkomin vegna meiri verðbólgu árin 2023 og 2024 en var áætlað í síðustu fjármálaáætlun. Mesta breytingin í einstökum liðum milli áætlana er í tekjuskatti einstaklinga. Um áramótin voru gerðar breytingar á skattþrepum sem voru ekki hluti af síðustu áætlun. Þá var lægsta þrep tekjuskatts einstaklinga, sem rennur til ríkissjóðs, lækkað en á móti var útsvar hækkað sem rennur til sveitarfélaga. Að auki hafa tekjur af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjaldi lækkað sem hlutfall af VLF þar sem nýtt endurmat á VLF hækkar meira en spá um launastofn á milli ára. Fjármagnstekjuskattur hækkar í samræmi við uppfærða vaxtaspá og tekjuskattur lögaðila hækkar einnig í takt við þróun landsframleiðslu. Tekjur af arði haldast að mestu óbreyttar.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M08_%c3%9ej%c3%b3%c3%b0hagsgrunnur.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Þjóðhagsgrunnur" /></p> <div> <p>Sjá einnig <strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=11b2b5fc-f8b5-11ee-b883-005056bcde1f"><strong>Rammagrein 4: Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki</strong></a></strong></p> <h3>3.2.3 Útgjaldastefna og útgjaldaþróun</h3> </div> <p><em> </em></p> <p>Í fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 verður haldið aftur af útgjaldavexti og hlutfall ríkisútgjalda af verðmætasköpun hagkerfisins lækkað. Þannig lækka heildarútgjöld úr 30,5% af VLF árið 2025 í 29,1% af VLF árið 2029.</p> <p>Þróun ríkisútgjalda síðastliðin ár ber þess glöggt merki að ríkisfjármálunum hafi verið beitt í baráttunni við heimsfaraldurinn. Stefna stjórnvalda hefur verið að vaxa út úr vandanum með því að auka verðmætasköpun í hagkerfinu sem skili ríkissjóði auknum tekjum. Samhliða hefur verið gengið út frá þeirri forsendu að halda aftur af útgjaldavexti og bæta afkomu ríkissjóðs milli ára. Fjármálaáætlun, sem samþykkt var sumarið 2023, og fjárlög ársins 2024 tóku mið af því. Síðan þá hafa útgjaldahorfur hins vegar versnað s.s. vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. Aðkoma ríkissjóðs að kjarasamningum á almennum markaði er auk þess umfangsmikil og krefst þess að gripið verði til aðgerða sem vega upp á móti auknum útgjöldum. Þetta þýðir að lítið svigrúm er til annarra nýrra og aukinna útgjalda á tímabili þessarar fjármálaáætlunar nema með svigrúmi sem er skapað með breyttri forgangsröðun. </p> <p>Uppfærsla á útgjaldaáætlun ríkissjóðs grundvallast á markmiðum fjármálastefnu 2022–2026 og ákvörðunum sem teknar voru í fyrri fjármálaáætlunum og fjárlögum fyrir árið 2024. Áætlunin tekur jafnframt mið af uppfærðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, lýðfræðilegum forsendum og uppfærslum á útgjaldaskuldbindingum ráðuneyta. Í áætluninni birtast ýmis áherslumál ríkisstjórnarinnar, aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almennum markaði og ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti. Þá gera forsendur gildandi fjármálaáætlunar ráð fyrir afkomubætandi ráðstöfunum á fyrstu þremur árum áætlunarinnar líkt og fjallað er um í kafla 3.2. Ráðstafanir sem þessar eru nauðsynlegar til þess að tryggja að rekstur ríkissjóðs uppfylli hagstjórnarmarkmið stjórnvalda og töluleg skilyrði laga um opinber fjármál sem taka aftur gildi árið 2026. Aðgerðirnar koma til viðbótar við almennt aðhaldsviðmið áætlunarinnar sem verður 1% en starfsemi heilbrigðis- og öldrunarstofnana og skóla verður þó undanskilin. Með þessari útfærslu eru grunnþjónusta og tilfærslukerfi ríkisins varin og komið í veg fyrir að dregið sé úr þjónustu við viðkvæma hópa.</p> <h4>Hóflegur vöxtur heildarútgjalda 2025–2029 <sup><sup>2</sup></sup></h4> <p>Á tímabili þessarar fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir að uppsöfnuð raunaukning heildarútgjalda á árunum 2025–2029 nemi ríflega 89,8 ma.kr. frá fjárlögum 2024 eða sem nemur um 6% aukningu á föstu verðlagi ársins 2024. Þar af er gert ráð fyrir að heildarútgjöld aukist um ríflega 8,5 ma.kr. milli gildandi fjárlaga og ársins 2025 eða sem nemur 0,6% aukningu að raunvirði. Á tímabili áætlunarinnar aukast rekstrar- og tilfærsluútgjöld að meðaltali um 15,3 ma.kr. að raunvirði á ári. Mest verður aukningin á fjórða ári áætlunarinnar eða um 26,2 ma.kr. því á fyrsta ári áætlunarinnar vega aðhaldsráðstafanir þyngra en á seinni hluta tímabilsins, auk þess sem breytt aðferðarfræði við afskriftir skattkrafna leiðir til 18 ma.kr. lækkunar útgjalda á árinu 2025 frá fjárlögum ársins 2024. Sjá nánari umfjöllun um breytta aðferðarfræði við afskriftir skattkrafna í kafla 3.2.2.</p> <p>Til samræmis við markmið áætlunarinnar er um að ræða hóflegan raunvöxt útgjalda. Líkt og áður vega útgjöld vegna heilbrigðismála og félags-, húsnæðis- og tryggingamála þyngst á tímabili þessarar fjármálaáætlunar. Um helmingi heildarútgjalda ríkissjóðs er ráðstafað til þessara málaflokka. Að undanskildu málefnasviði <em>33 Vaxtagjöld, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar</em> og málefnasviðum sem fjallað er um undir <em>Önnur málefnasvið</em> eru útgjöld til mennta- og menningarmála þau þriðju veigamestu og nema um 10% af heildargjöldum ríkissjóðs. Útgjöld til annarra málefnasviða eru hlutfallslega lægri og sjá má hlutdeild þeirra á eftirfarandi mynd. </p> <p>Hér á eftir eru raktar helstu breytingar á heildarútgjöldum á tímabili fjármálaáætlunarinnar og greint frá helstu verkefnum. Þá er gerð grein fyrir mati á áhrifum þeirra á jafnrétti kynjanna, þ.e. hvort þær eru taldar líklegar til að stuðla að jafnrétti, viðhalda óbreyttu ástandi eða auka kynjamisrétti eða kynjabil. Niðurstaða jafnréttismats liggur fyrir á meiri hluta tillagna, sé tekið mið af umfangi og mikill meiri hluti þeirra er talinn stuðla að jafnrétti. Þar á meðal eru framlög til verkefna þar tekið verður tillit til jafnréttissjónarmiða við útfærslu eða gert er ráð fyrir mótvægisaðgerðum vegna kynjahalla. Í tilfellum þar sem ólík sjónarmið takast á eru helstu sjónarmið dregin fram en niðurstaða jafnréttismats ekki skráð. Í ljósi þess að á þessu stigi er ekki um nákvæma útfærslu ráðstafana að ræða byggir jafnréttismatið í flestum tilfellum á almennum sjónarmiðum sem mikilvægt er að hafa í huga við nánari útfærslu, m.a. í fjárlagafrumvarpi. Byggt er á upplýsingum sem fram koma í stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða og gögnum Hagstofu Íslands. Greiningin beinist fyrst og fremst að stöðu kvenna og karla þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um önnur kyn.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M09_Hlutfallsleg%20skipting%20heildar%c3%batgjalda.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hlutfallsleg skipting heildarútgjalda 2025-2029" /></p> <p>Útgjöld vegna <strong>heilbrigðismála</strong><sup><sup>3</sup></sup> vega þyngst á tímabili áætlunarinnar og nema þau samtals 2.053 ma.kr. Þar af nema framlög til rekstrar og tilfærslna um 1.903 ma.kr. og hækka samtals um rúma 41 ma.kr. á milli áranna 2024 og 2029 sem svarar til 11,6 % hækkunar að raunvirði, eða tæplega 2,2% að meðaltali á ári. Af einstökum breytingum vegur þyngst áframhaldandi hækkun fjárheimilda til heilbrigðisstofnana og sjúkratrygginga vegna fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar og hækka framlögin árlega um 4,2‒4,6 ma.kr. á tímabilinu vegna þessa. Þá verða fjárheimildir sjúkratrygginga auknar um 1,2 ma.kr. á næsta ári. Með þessari viðbót er verið að endurmeta útgjaldaskuldbindingar sjúkratryggingaliða og laga þær að breyttri eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Fyrirhugað er að gera miklar breytingar á fyrirkomulagi fasteignamála hjúkrunarheimila eins og vikið er að í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=26da5cae-fa51-11ee-b883-005056bcde1f">rammagrein um fasteignamál hjúkrunarheimila</a> hér í þessum kafla. Í stað þess að ríkissjóður standi að framkvæmdum og greiði allt að 85% byggingarkostnaðar verður öðrum falið að byggja og reka fasteignirnar en ríkissjóður greiði svo húsaleigu fyrir vistfólk líkt og daggjöld eru greidd í dag fyrir hjúkrunarþjónustu. Með þessu nýja fyrirkomulagi eru vonir bundnar við að hraða megi uppbyggingu hjúkrunarheimila. Fyrir nokkrum árum var stefnt að átaki í uppbyggingu þeirra en miklar tafir hafa hins vegar orðið á framkvæmdum. Vegna þessara tafa eru til staðar uppsafnaðar ónýttar fjárheimildir sem fengist hafa í fjárlögum undanfarinna ára og verða þær nýttar til klára framkvæmdir við hjúkrunarheimili sem enn eru í byggingu eða framkvæmdir sem eru að hefjast. Af þessu leiðir að ekki verður veitt auknu fé til fjárfestinga í hjúkrunarheimilum en þess í stað aukast rekstrarframlög til muna eða um tæpa 10 ma.kr. sem bæði eru til greiðslu leigu- og hjúkrunakostnaðar.</p> <p>Fjárfestingar vega þungt í framlögum til heilbrigðismála og verða á bilinu 25–33 ma.kr. á ári og samtals tæpir 150 ma.kr. á tímabilinu. Stærsta einstaka fjárfesting sem ríkissjóður hefur ráðist í er bygging nýs Landspítala og nema heildarframlög til framkvæmdarinnar á tíma áætlunarinnar tæpum 113 ma.kr. Fjárveitingar taka mið af framgangi verksins og þeim uppsöfnuðu fjárveitingum sem hafa verið veittar á undanförnum árum en ekki hefur tekist að nýta. Ætlunin er að ganga hraðar á þær á næstu tveimur árum og ráðgert er að taka meðferðarkjarnann og rannsóknarhús í notkun á tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir að hafist verði handa við annan áfanga verkefnisins árið 2028 og hafin verði bygging nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði langt komnar við lok þess en undirbúningur verkefnisins er kominn af stað. </p> <p>Ráðstafanir í heilbrigðismálum eru almennt taldar stuðla að jafnrétti í ljósi þess að konur eru líklegri en karlar til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi og nota heilbrigðisþjónustu meira. Konur eru í meirihluta þeirra sem bíða að jafnaði eftir vistunar- eða búsetuúrræði á bráða- og biðdeildum Landspítala en vísbendingar eru um að þeir karlar sem bíða þar eftir vistunarúrræði búi við lakari heilsu en konurnar. Konur eru líklegri en karlar til að sinna aðhlynningu maka sem glímir við heilsubrest heima við og bætt aðgengi að hjúkrunarrýmum því líklegt til að draga úr ólaunaðri umönnun. Þá eru konur í miklum meiri hluta heilbrigðisstarfsfólks og ráðstafanir geta verið til að bæta starfsaðstæður stórra kvennastétta sem hafa verið undir miklu álagi sem birtist m.a. í hærra veikindahlutfalli hjá konum en körlum sem starfa á spítölunum. </p> <p>Framlög til <strong>félags- og tryggingamála</strong><sup><sup>4</sup></sup><strong> </strong>aukast um ríflega 39,1 ma.kr. á milli áranna 2024 og 2029 sem svarar til 11,5% hækkunar að raunvirði. Viðamikla breytingu frá gildandi fjármálaáætlun má rekja til aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir auknum barnabótum, með þeim hætti að bætur verða hækkaðar og dregið verður úr tekjuskerðingum. Framlög til barnabóta hækka um 5 ma.kr. frá og með árinu 2025 eða samtals um 25 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Í öðru lagi er gert ráð fyrir hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði sem gerð verður í áföngum úr 600.000 kr. á mánuði í 900.000 kr. í ársbyrjun 2026. Gert er ráð fyrir að heildaráhrif þeirrar breytingar nemi 23,9 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunarinnar. </p> <p>Önnur veigamikil breyting frá gildandi fjármálaáætlun sem fellur undir félags- og tryggingamál er seinkun gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis frá ársbyrjun 2025 til 1. september sama ár. Með breytingunni lækkar framlag sem gert hafði verið ráð fyrir í gildandi fjármálaáætlun til nýs örorkulífeyriskerfis um 10,1 ma.kr. vegna ársins 2025. Frá árinu 2026 má ætla að nýtt örorkukerfi hafi verið tekið upp að fullum þunga og að heildaráhrif breytinganna nemi 18,1 ma.kr. á ársgrundvelli. Til að vega upp á móti auknum kostnaði vegna nýs örorkulífeyriskerfis er áfram gert ráð fyrir endurskoðun framlags af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. </p> <p>Aðrar helstu breytingar sem falla undir félags- og tryggingamál eru að gert er ráð fyrir að áætlun um útgjöld vegna ellilífeyris lækki varanlega um 2,5 ma.kr. Lækkunin tekur mið af áætlun um að greiðslur ellilífeyris verði lægri en fjárheimild í gildandi fjármálaáætlun sem rekja má til aukinna tekna ellilífeyrisþega, einkum vegna greiðsla úr sameignardeildum lífeyrissjóða. Þá er gert ráð fyrir að vegna fyrirhugaðrar heildarendurskoðunar á lögum um atvinnuleysistryggingar verði framlag til vinnumarkaðsúrræða aukið um 400 m.kr. frá árinu 2027 í því skyni að styðja frekar við aðgerðir sem draga úr langtímaatvinnuleysi. </p> <p>Ráðstafanir á málefnasviðinu eru taldar stuðla að jafnrétti. Meiri hluti greiddra barnabóta fer alla jafna til kvenna þar sem mikill meiri hluti foreldra sem deila lögheimili með börnum eru konur auk þess sem konur eru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Hækkun á hámarksgreiðslum fæðingarorlofs bætir afkomu foreldra í fæðingarorlofi en konur taka að meðaltali lengra orlof en karlar. Þá er hækkunin talin líkleg til að auka hvata feðra til að fullnýta sinn rétt en mun hærra hlutfall feðra en mæðra lenda nú á þaki hámarksgreiðslna. Breytingin er þannig líkleg til að stuðla að jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. </p> <p>Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins er talin stuðla að jafnrétti en mikilvægt er að tekið sé mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum við nánari útfærslu og innleiðingu breytinganna. Hækkun framlags til vinnumarksaðgerða er ekki talin hafa markverð áhrif á jafnrétti kynjanna þar sem lítill kynjamunur er í markhópnum. Hlutfall fólks með erlent ríkisfang á atvinnuleysisskrá er umtalsvert hærra en hlutfall þeirra á vinnumarkaði og ráðstöfunin því líkleg til að bæta sérstaklega stöðu þess hóps auk fólks með skerta starfsgetu. Ráðstafanirnar styðja annars vegar við velsældaráherslu um andlegt heilbrigði og hins vegar um virkni í námi og starfi. </p> <p>Framlög til <strong>húsnæðis- og skipulagsmála</strong><sup><sup>5</sup></sup><strong> </strong>lækka samtals um 3,8 ma.kr. á milli áranna 2024 og 2029 sem svarar til 15,5% lækkunar að raunvirði. Stofnframlög hækka tímabundið í tengslum við kjarasamninga um 3,9 ma.kr. á árinu 2026 og 5,8 ma.kr. á árinu 2027. Auk þess voru stofnframlög hækkuð á árunum 2024 og 2025 í tengslum við áherslur ríkisstjórnar á uppbyggingu 1.000 íbúða með stuðningi ríkisins. Fyrrnefnd lækkun skýrist fyrst og fremst að því að þessar tímabundnu hækkanir falla niður á árinu 2028. Stofnframlög nema alls 31,6 ma.kr. yfir tímabil þessarar fjármálaáætlunar. Þá er í tengslum við aðkomu ríkisins að kjarasamningum einnig gert ráð fyrir hækkun húsnæðisbóta á þann veg að bætur til leigjenda hækka um 25%, jafnframt sem aukið tillit verður tekið til fjölskyldustærðar. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þessa nemi um 2,5 ma.kr. á ári eða sem nemur 12,5 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Alls verður 119,3 ma.kr. varið til húsnæðis- og skipulagsmála yfir tímabil áætlunarinnar. </p> <p>Aukin framlög til húsnæðismála eru talin stuðla að jafnrétti. Konur eru meiri hluta leigjanda hjá stærstu leigufélögunum sem hljóta stofnframlög. Hjá leigufélaginu Bjargi eru einstaklingar, með og án barna, í miklum meiri hluta og í þeirra hópi eru konur um 2/3 hluti. Þá eru konur í meiri hluta meðal viðtakenda húsnæðisbóta sem skýrist að miklu leyti af því að fleiri konur en karlar búa einar með börnum. Ráðstafanirnar styðja við velsældaráherslu um öryggi í húsnæðismálum. </p> <p>Framlög til <strong>mennta- og menningarmála</strong><sup><sup>6</sup></sup> aukast um 4 ma.kr. frá fjárlögum 2024 til loka tímabils þessarar áætlunar en það svarar til 2,8% hækkunar að raunvirði. Fjárveiting fer hækkandi til ársins 2027 meðan á framkvæmd við byggingu Þjóðarhallar stendur en lækkar í kjölfarið, alls er hlutur ríkissjóðs áætlaður 8,2 ma.kr. vegna byggingarinnar. Eflingu háskólastigsins er viðhaldið með hækkun á fjárveitingu um 1,4 ma.kr. árið 2025, þar af 400 m.kr. vegna nýrra ákvarðana, alls aukast framlögin um 2,8 ma.kr. til ársins 2029. Jarðræktarmiðstöð við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri verður fjármögnuð, með tveggja ára framlagi, alls 600 m.kr. </p> <p>Fjárveiting til framhaldsskólastigsins er aukin á tímabili fjármálaáætlunarinnar vegna nemendafjölgunar og aukinnar áherslu á verknám. Fjárveiting vegna nýrra ákvarðana nemur árlega 400 m.kr. út tímabilið. Þá er 300 m.kr. framlag veitt í tvö ár vegna fyrirhugaðra stækkunar við verknámsskóla. Framlag til vinnustaðanámssjóðs sem hluti af aðkomu ríkissjóðs að kjarasamningum fellur hér undir, alls 150 m.kr árlega til ársins 2027. Til menningarmála er veitt 400 m.kr. varanlegt framlag sem m.a. er gert ráð fyrir að verði nýtt til stofnunar þjóðaróperu og starfslauna listamanna. </p> <p>Aukin framlög til menningarmála eru líkleg til að viðhalda óbreyttri stöðu m.t.t. kynjasjónarmiða en auknu fjármagni til listamannalauna er þó m.a. ætlað að stuðla að aukinni breidd í aldri þeirra sem fá starfslaun. Mat á áhrifum þjóðarhallar á jafnrétti liggur ekki fyrir en unnið er að jafnréttismati á framkvæmdinni svo taka megi mið af þörfum ólíkra hópa við hönnun og byggingu þjóðarhallarinnar. </p> <p>Aukin framlög til framhaldsskólastigsins eru almennt talin stuðla að jafnrétti. Brotthvarf drengja úr framhaldsskóla er mun meira en stúlkna auk þess sem ungmenni af erlendum uppruna búa við auknar líkur á brotthvarfi. Náms- og starfsráðgjöf og aukinn stuðningur við nemendur eru mikilvæg til að draga úr þessum áskorunum. Þá er auknu fjármagni til framhaldsskóla einnig ætlað bregðast við fjölgun nemenda á starfsbrautum framhaldsskóla sem stuðla að jafnrétti fatlaðs fólks til náms. Aukin framlög til vinnustaðanámssjóðs eru þó talin viðhalda óbreyttri stöðu en kynjamunur er mikil áskorun í starfsnámi þar sem 2/3 hlutar nemenda eru karlkyns og mikil kynjaslagsíða í flestum starfsmenntagreinum. Áhrif af auknum stuðningi við háskóla eru að einhverju leyti óljós enda háð því hvernig staðið verður að útfærslu. Ráðstafanirnar styðja við velsældaráherslu um virkni í námi og starfi og hluti þeirra styður einnig við velsældaráherslu um grósku í nýsköpun. </p> <p>Framlög til <strong>samgöngu- og fjarskiptamála</strong><sup><sup>7</sup></sup><strong> </strong>aukast um 5,3 ma.kr. á milli áranna 2024 og 2029 sem svarar til 9,3% hækkunar að raunvirði. Helstu breytingar koma fram strax á næsta ári. Í tengslum við viðræður sem standa yfir um viðauka samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir að framlag til Betri samgangna aukist um 4 ma.kr. frá og með árinu 2025 eða samtals um 20 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Til viðbótar beinum framlögum til Betri samgangna er gert ráð fyrir 20 ma.kr. lánveitingu úr ríkissjóði til verkefnisins á tíma áætlunarinnar. </p> <p>Alls munu framlög til málaflokksins hins vegar hækka um 19,3 ma.kr. að raunvirði frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í fjármálaáætlun 2024–2028 líkt og sjá má í töflu hér neðar og munu heildarútgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála því nema 312 ma.kr. á tímabili þessarar áætlunar. Þar af er fjárfestingarframlag til vegaframkvæmda aukið um 3 ma.kr. á árinu 2025 og fer stigvaxandi á tíma fjármálaáætlunar og nemur aukningin 6 ma.kr. á árinu 2029. Er framlagið ætlað í nýframkvæmdir og viðhald á vegakerfinu. Auk þess er framlag til vetrarþjónustu aukið varanlega um 300 m.kr. út tímabil áætlunarinnar. Á móti falla niður ýmis tímabundin framlög. Breyting verður gerð á greiðslum vegna alþjónustu í pósti þannig að framlög verði framvegis greidd þegar þau falla til en ekki ári síðar. Við innleiðingu breytingarinnar er gert ráð fyrir 500 m.kr viðbótarframlagi á árinu 2025 en jafnframt verður dregið úr árlegum útgjöldum í samræmi við lægri fjárþörf um 165 m.kr. frá árinu 2025. </p> <p>Greiningar á samgöngum á landi hafa m.a. sýnt fram á kynbundin mun á ferðavenjum, aksturshegðun og öryggisupplifun í umferðinni. Það er því talið tilefni til að taka mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum við forgangsröðun samgönguverkefna líkt og gert er ráð fyrir í samgönguáætlun 2020–2034. Þrátt fyrir það liggur að svo stöddu ekki fyrir mat á áhrifum einstakra verkefna á jafnrétti. Aukin framlög til Betri samgangna stuðla að uppbyggingu almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga og styðja þannig við velsældaráherslu um kolefnishlutlausa framtíð. </p> <p>Framlög til <strong>umhverfis-, orku- og loftslagsmála</strong><sup><sup>8</sup></sup> dragast saman um 0,9 ma.kr. frá fjárlögum 2024 til 2029 sem svarar til 1,9% lækkunar að raunvirði. Alls eru fjárheimildir málaflokksins hins vegar rúmlega 17,1 ma.kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun 2024–2028 og munu heildarútgjöldin á tímabilinu nema 240,8 ma.kr. Samdrátt framlaga til málaflokkanna frá fjárlögum 2024 má að öllu leyti skýra með 2,5 ma.kr. lægri fjárheimild til Orkusjóðs frá og með árinu 2026. Stuðningur við orkuskipti var í upphafi yfirstandandi árs færður af tekjuhlið yfir á gjaldahlið þegar hætt var að veita VSK-endurgreiðslur fyrir hreinorkubíla og stuðningum þess í stað fundinn farvegur með úthlutunum úr Orkusjóði. Aukin framlög til málaflokksins af þeim sökum nema 7,5 ma.kr. árin 2024 og 2025 en 5 ma.kr. frá og með árinu 2026. Að frátalinni þessari breytingu vaxa útgjöld til málaflokksins um 1,6 ma.kr. á tímabilinu. Af breytingum frá gildandi fjármálaáætlun ber helst að nefna viðvarandi aukningu fjárheimilda til orkumála og orkuskipta um 500 m.kr. frá og með árinu 2025. Í nýrri fjármálaáætlun verður einnig aukið við tímabundnar útgjaldaheimildir á tímabilinu en 500 m.kr. verður ráðstafað til að fjármagna átak við gerð hættu- og áhættumats fyrir Reykjanessskaga og losunarheimildum verður ráðstafað til flugfélaga fyrir samtals 3,1 ma.kr. árin 2025 og 2026. Á móti kemur að framlög vegna nýtingar losunarheimilda, skv. sveigjanleikaákvæði laga nr. 70/2012, lækka um 500 m.kr. frá og með árinu 2025 vegna þeirra verðlækkana sem orðið hafa á markaðsverði losunarheimilda frá gerð síðustu fjármálaáætlunar. </p> <p>Aukin framlög til áhættu- og hættumats vegna eldgosa eru talin stuðla að jafnrétti, að því gefnu að viðbragðsáætlanir og aðgerðir þegar upp kemur náttúruvá taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum, t.d. aukinni umönnunarábyrgð kvenna gagnvart börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum sem reynir mikið á við rýmingu svæða. Líklegt er að fjármagn til orkumála og orkuskipta renni að miklu leyti til karla í ljósi kynjaskipts vinnumarkaðar. Þó má ætla að ráðstöfunin geti haft jákvæð áhrif á lofslagsmál sem heilt yfir er talið hafa jákvæð áhrif á jafnrétti auk þess að styðja við velsældaráherslu um kolefnishlutlausa framtíð. </p> <p>Framlög til <strong>almanna- og réttaröryggismála</strong><sup><sup>9</sup></sup> dragast saman um 2,6 ma.kr. milli áranna 2024 og 2029 en það skýrist einna helst af frestun á byggingu húss viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu auk niðurfellingu ýmissa tímabundinna framlaga. Á fyrstu þremur árum áætlunarinnar aukast framlögin samtals um 2,6 ma.kr. áður en þau taka að lækka en það svarar til 6,3% hækkunar að raunvirði. Á árunum 2025–2028 er áætlað að verja 12,6 ma.kr. til byggingar nýs fangelsis sem kemur í stað Litla Hrauns. Þessu til viðbótar er fjárheimild Landhelgisgæslunnar aukin um 700 m.kr. fyrstu tvö ár áætlunarinnar meðal annars til að mæta reglulegri endurnýjunarþörf tækjakosts gæslunnar. Loks eru framlög til Almannavarna aukin varanlega um 145 m.kr. til að unnt sé að fjölga stöðugildum og bregðast við auknu álagi vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. </p> <p>Aukin framlög til almanna- og réttaröryggismála eru talin stuðla að jafnrétti. Töluvert hallar á konur þegar horft er til kynjahlutfalls starfsfólks lögreglunnar í landinu en ný störf gefa tækifæri til að jafna hlutföll kynjanna. Þá er mikilvægt að viðbrögð við almannavarnarástandi taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns mun gjörbylta aðbúnaði fanga sem allir eru karlar og er m.a. gert ráð fyrir bættri aðstöðu til heimsókna og til meðhöndlunar fanga með geðraskanir sem er hópur í mjög viðkvæmri stöðu. Auknar fjárheimildir til Landhelgisgæslunnar eru aftur á móti taldar viðhalda stöðu þar sem hallar á konur en mikill meiri hluti starfsfólks og helstu haghafa eru karlar. </p> <p>Framlög til <strong>nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina</strong><sup><sup>10</sup></sup><strong> </strong>hækka um 8,8 ma.kr. frá fjárlögum ársins 2024 eða um 27%. Skýrist hækkunin fyrst og fremst af áframhaldandi stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki sem fer hækkandi yfir tímabilið. Alls er gert ráð fyrir að endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja hækki um 7,5 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar og nemi ríflega 24 ma.kr. við lok tímabilsins. Þá er einnig er gert er ráð fyrir auknu eftirliti með framkvæmdinni. Skilyrði vegna kvikmyndaendurgreiðslna verða þrengd með það að markmiði að draga úr útgjöldum vegna þeirra en áætluð árleg heimild til þessara endurgreiðslna verður 2,5 ma.kr. frá árinu 2026. Uppfærð rammaáætlun ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun leiðir til tæprar 1 ma.kr. hækkunar árið 2025 sem eykst í 1,5 ma.kr. frá árinu 2027. </p> <p>Framlög vegna endurgreiðslu kostnaðar við kvikmyndagerð eru talin viðhalda stöðu þar sem almennt hallar á konur en karlar eru í miklum meiri hluta þeirra sem starfa við kvikmyndagerð. Með því að draga úr þessum útgjöldum væri hægt að draga úr aukningu kynjahalla. Sama má segja um framlög vegna endurgreiðslna á rannsókna og þróunarkostnaði fyrirtækja. Karlar standa að baki mikils meiri hluta umsókna en þær koma gjarnan frá atvinnugreinum þar sem karlar eru í meiri hluta. Aðgerðum á háskólastiginu sem hafa það að markmiði að fjölga konum á sviði STEM-greina, þ.e. vísinda- og tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði er að einhverju leyti ætlað að bregðast við þessari stöðu. Stuðningsúrræðin styðja við velsældaráherslu um grósku í nýsköpun. </p> <p>Framlög til <strong>utanríkismála og alþjóðlegrar þróunarsamvinnu</strong><sup><sup>11</sup></sup><strong> </strong>aukast um rúma 10 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar. Annars vegar hækka framlög til málefnasviðs <em>04 Utanríkismál </em>um rúman einn ma.kr. á milli áranna 2024 og 2029. Skýrist það annars vegar af auknum framlögum til varnarmála sem hafa fengið aukið vægi, rétt eins og hjá öðrum bandalagsþjóðum Íslands, vegna stríðsins í Úkraínu og hækkun á framlögum í Uppbyggingarsjóð EES en framlög til hans eru háð framvindu þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og geta verið mjög sveiflukennd á milli ára, sbr. umfjöllun í viðauka um málefnasvið <em>04</em> <em>Utanríkismál</em>. </p> <p>Hins vegar aukast framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu um 9 ma.kr. á tímabili áætlunarinnar en framlög til þeirra eiga að taka mið af vergri þjóðarframleiðslu. Nýjum framlögum til utanríkismála og alþjóðlegrar þróunarsamvinnu verður að stórum hluta varið til málefna sem varða Úkraínu. Strax á fyrsta ári áætlunarinnar aukast þau um 4 ma.kr. vegna þessa. Þar af verður 2,5 ma.kr. varið á málefnasviði <em>35 Alþjóðleg þróunarsam</em>vinna og 1,5 ma.kr. er ráðstafað tímabundið í þrjú ár á málaflokki <em>04.30</em> <em>Samstarf um öryggis- og varnarmál</em> en færist svo yfir í alþjóðlega þróunarsamvinnu eftir það.</p> <p>Aukin útgjöld til varnarmála og þróunarsamvinnu eru talin geta stuðlað að jafnrétti. Að tryggja frið er jafnréttismál enda eru öryggi og friður grunnurinn fyrir jafnrétti kynjanna. Vopnuð átök hafa ólík áhrif á konur og karla, bæði hvað varðar átökin sjálf og ofbeldið þeim tengt en einnig þegar kemur að aðgengi að menntun, heilsugæslu og fæðu. Stuðningur Íslands við Úkraínu vegna yfirstandandi innrásarstríðs Rússlands hefur það að markmiði að styðja við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landmæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu og talið að hann geti dregið úr neikvæðum áhrifum stríðsins á jafnrétti eða stuðlað að jafnrétti en vísbendingar eru um að átökin hafi magnað það kynjamisrétti og mismunun sem fyrir fannst í Úkraínu.</p> <p>Framlög til <strong>annarra málefnasviða</strong><sup><sup>12</sup></sup> lækka um alls 34,6 ma.kr. á árinu 2025 en um 16,2 ma.kr. þegar litið er til tímabilsins í heild sinni eða sem nemur 4,4% lækkun. Þyngst vegur breytt aðferðafræði við afskriftir skattkrafna og lækkun á umfangi almenna varasjóðsins vegna aðkomu ríkissjóðs að gerð kjarasamninga á almennum markaði líkt og fjallað er um síðar í þessum kafla. Auk framangreinds er gert er ráð fyrir að þróun fjárveitinga vegna lífeyrisskuldbindinga sem ræðst helst af spá um launaþróun hjá starfsmönnum ríkisins, lækki á áætlunartímabilinu m.a. vegna fækkunar lífeyrisþega og að framlag vegna þeirra nemi um 80 ma.kr. árið 2025 en á lokaári áætlunarinnar verði framlagið 68,3 ma.kr. Þá er gert ráð fyrir 3,8 ma.kr. árlegu framlagi árin 2025–2027 vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða grunnskólabarna í tengslum við nýgerða kjarasamninga, á málefnasviði <em>34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir </em>sem fært verður á viðeigandi málefnasvið við vinnslu fjárlagafrumvarp ársins 2025 en fyrirkomulag styrkveitingar er enn í mótun. Til að fylgja eftir aðgerðum sem ríkisstjórnin sammæltist um í málefnum útlendinga er fjárveiting aukin um alls 2,2 ma.kr. fyrstu 2 ár áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að fjármunum verði dreift á viðeigandi málaflokka við gerð fjárlagafrumvarps. Þá hafa vaxtagjöld verið endurmetin í samræmi við uppfærða þjóðhagsspá, forsendur um afkomuþróun og upplýsingar um þróun lánsfjármála.</p> <h4>Breytingar frá fjármálaáætlun 2024-2028</h4> <p>Í meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir fjárheimildir samandreginna málefnasviða á tímabili áætlunarinnar auk breytinga frá fyrri áætlun. Þær breytingar skýrast annars vegar af breytingum sem gerðar voru í fjárlögum ársins 2024, s.s. vegna mála sem lágu ekki fyrir við gerð fjármálaáætlunar 2024–2028, eða vegna breyttra forsendna eins og fjallað er um í inngangi kaflans. Á milli fjármálaáætlana hefur breytt aðferðarfræði við afskriftir skattkrafna mest áhrif til lækkunar en á hinn bóginn eykst fjármagnskostnaður ríkissjóðs talsvert frá síðustu áætlun eins og nánar er fjallað um síðar í þessum kafla. Þá lækka framlög til almanna- og réttaröryggis frá fyrri áætlun, sem skýrist að stærstum hluta af því að byggingu höfuðstöðva viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu verður frestað. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M10_Breytingar%20fr%c3%a1%20gildandni%20%c3%a1%c3%a6tlun.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla yfir breytingar frá fjármálaáætlun 2024-2028" /></p> <h4 style="text-align: left;">Forgangsraðað er fyrir aðkomu ríkissjóðs að kjarasamningum á almennum markaði</h4> <p>Snemma á árinu 2024 voru undirritaðir kjarasamningar á almennum markaði til fjögurra ára með umfangsmikilli aðkomu ríkissjóðs. Aðgerðunum er ætlað að styðja við sameiginlegt markmið stjórnvalda og samningsaðila um að leggja grundvöll að vaxandi velsæld, með auknum kaupmætti, samhliða því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Auk þess er lögð sérstök áhersla á að stuðla að heilbrigðari húsnæðismarkaði og fjölskylduvænna samfélagi. Heildarumfang aðgerðanna nemur um 80 ma.kr. á samningstímanum 2024–2028. Varanleg aukning í útgjöldum ríkissjóðs vegna aðgerðanna nemur um 13,3 ma.kr. á ári frá og með 2028 þar sem aðkoma ríkissjóðs felur í sér að gerðar eru varanlegar breytingar á tilfærslukerfum. Í ljósi launamunar kynjanna eru aðgerðir sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa líklegar til að styðja við markmið um kynjajafnrétti.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M11_A%c3%b0koma%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%20a%c3%b0%20ger%c3%b0%20kjarasamninga.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Aðkoma ríkissjóðs að gerð kjarasamninga" /></p> <p>Til að vega upp á móti þeim útgjaldaauka, sem aðkoma ríkisins að kjarasamningunum felur í sér, er gert ráð fyrir sértækum ráðstöfunum til að draga úr útgjaldavexti. Í meginatriðum felast þessar ráðstafanir í forgangsröðun, hagræðingu eða betri nýtingu fjármuna, s.s. með frestun eða niðurfellingu verkefna sem ekki eru hafin eða hægt er að hliðra til í tíma, endurskoðun á forsendum eða fyrirkomulagi og hagræðingu í rekstri með sameiningu stofnana eða útvistun verkefna. Gert er ráð fyrir að þessar ráðstafanir skili um 17 ma.kr. minni vexti útgjalda frá því sem áður var ráðgert á árinu 2025 en þar af er varanleg útgjaldalækkun um 10 ma.kr. Munar þar mestu um seinkun á gildistöku nýs örorkubótakerfis, lækkun á forsendum um kerfislægan vöxt örorku- og ellilífeyris vegna lækkandi nýgengis örorku og aukinna tekna aldraðra og hliðrunar á framlagi til nýs Landsspítala vegna nýtingar uppsafnaðra fjárfestingarheimilda. Þá er gert ráð fyrir endurskoðun á vaxtabótakerfinu 2026 og breyttu fyrirkomulagi kvikmyndaendurgreiðslna til að draga úr útgjaldavexti. Endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu er talin stuðla að jafnrétti og út frá jafnréttissjónarmiði mikilvægt að ekki sé fallið frá breytingunum þótt innleiðingu þeirra sé frestað. Aftur á móti eru kvikmyndaendurgreiðslur taldar til þess fallnar að auka kynjabil. Lækkun útgjalda til þeirra eru því líkleg til að draga úr aukningu kynjabils. </p> <p>Auk sértækra ráðstafana verður dregið úr umfangi almenna varasjóðsins í samanburði við forsendur fyrri áætlunar. Á fyrstu tveimur árum áætlunarinnar nemur þessi lækkun 10 ma.kr. hvort ár, á árinu 2027 nemur lækkunin 7 ma.kr. og 5 ma.kr. á síðustu tveimur árum áætlunarinnar. Til viðbótar þessu er fjárfestingarsvigrúm almenna varasjóðsins lækkað um samtals 20 ma.kr. á tímabilinu á móti samsvarandi hækkun á framlögum til Betri samgangna. Samkvæmt lögum um opinber fjármál skal almennur varasjóður nema að lágmarki 1% af heildarfjárheimildum hvers árs. Þrátt fyrir þessa breytingu er umfang almenna varasjóðsins vaxandi á tímabilinu í samræmi við aukna óvissu þegar litið er lengra til framtíðar og hækkar úr 1,2% af fjárheimildum á næsta ári og verður um 2% af fjárheimildum undir lok tímabilsins þegar frá eru taldar heimildir sem eru vistaðar þar tímabundið, m.a. vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna á þessu ári. </p> <h4>Hagræn skipting útgjalda</h4> <p>Með hagrænni skiptingu útgjalda<sup><sup>13</sup></sup> er verið að greina hagræn áhrif ríkisfjármála á atvinnulíf og fjárhag heimilanna, fjárfestingu í efnislegum eignum og áhrifum á fjármálamarkaðinn í gegnum breytingar á peningalegum eignum og skuldum. Taflan sýnir heildarútgjöld ríkissjóðs eftir hagrænum þáttum á tímabili fjármálaáætlunar 2025–2029.</p> <p>Fjárframlög eru stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs eða um 34% af heildargjöldum þegar horft er til hagrænnar skiptingar útgjalda á árinu 2025. Stærsti hluti þeirra rennur til almannatrygginga eða sem nemur um 29,4% af heildargjöldum samkvæmt áætlun. Samanlagt vega laun og kaup á vöru og þjónustu 38,5% af heildargjöldum ríkissjóðs, þar af nema laun um 22,2% og kaup á vöru og þjónustu 16,3%. Aðrar tilfærslur, fjárfestingar og vaxtagjöld nema samtals 26,3%. Vakin er athygli á því að umfjöllun í þessum hluta er án þeirra óútfærðu aðhaldsráðstafana sem gert er ráð fyrir að verði gripið til á gjaldahlið á árunum 2025–2027.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M12_ma.%c3%a1ver%c3%b0lagi%20hvers%20%c3%a1rs.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Útgjöld ríkisins" /></p> <p>Eins og að framan greinir er eitt af leiðarljósum fjármálaáætlunarinnar að halda aftur af útgjaldavexti og að lækka útgjöld sem hlutfall af VLF á tímabilinu. Á sama tíma verður staðinn vörður um efnahagsbatann sem náðst hefur á undanförnum árum og spornað við þenslu í hagkerfinu og verðbólgu samhliða því að styrkur ríkisfjármálanna verður endurbyggður. Þannig endurspeglast stefnan í ríkisfjármálunum í hægari vexti frumgjalda en vergri landsframleiðslu á tímabili ætlunarinnar. Þegar horft er til hagrænnar skiptingar útgjalda má sjá að dregið hefur úr útgjöldum allra þátta sem hlutfall af VLF eftir mikla hækkun á árunum 2020–2022 þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Ef miðað er við árið 2019 nemur hlutfall samneyslu, tilfærslna og fjárfestinga ívið hærra hlutfalli af VLF á árinu 2025 en er orðið áþekkt á næst síðasta ári tímabilsins. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M13_Hagr%c3%a6n%20skipting%20%c3%batgjalda%20skv.%20%c3%a1%c3%a6tlun.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hagræn skipting heildarútgjalda samkvæmt áætlun 2025" /></p> <p>Undanfarin ár hefur varanlegur vöxtur útgjalda ríkissjóðs fyrst og fremst legið í tilfærslukerfum ríkisins. Þegar horft er yfir tímabilið frá árinu 1998 sést að tilfærslur taka til sín stærri hlut af útgjöldum ríkissjóðs á árunum eftir bankahrun heldur en á árunum þar á undan. Á tímabili áætlunarinnar dregur úr tilfærslum sem hlutfall af VLF. Það skýrist annars vegar af forsendum um lækkandi nýgengi örorku samhliða breytingum á örorkulífeyriskerfinu þar sem aukin áhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og hins vegar af auknum lífeyrisréttindum þeirra sem fara á eftirlaun í eigin lífeyrissjóðum. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M14_Tilf%c3%a6rslur%20yfir%20me%c3%b0altali%20%c3%a1%20t%c3%admabili%20%c3%a1%c3%a6tlunarinnar.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tilfærslur yfir meðaltali á tímabili áætlunarinnar" /></p> <p>Samneysla dregst saman á tímabili áætlunarinnar sem hlutfall af VLF. Áætlað er að umfang hennar í lok tímabilsins verði komið undir 12% af VLF sem er lægra en það var árið fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þessa þróun má að einhverju leyti rekja til þess að áætlað er að kostnaður lækki við tiltekin verkefni sem hafa verið fyrirferðarmikil sl. tvö ár svo sem móttaka og aðstoð við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. </p> <p>Fjárfestingarstig verður yfir 2% af VLF fyrstu ár áætlunarinnar en fellur svo undir 2% á síðustu tveimur árunum áætlunarinnar. Það verður því áþekkt sem hlutfall af VLF og það hefur verið að meðaltali síðastliðna tvo áratugi. Til viðbótar beinum framlögum til fjárfestingarverkefna gerir áætlunin ráð fyrir yfir 20 ma.kr. lánveitingu úr ríkissjóði til verkefnisins Betri samgangna á tímabilinu. </p> <p>Stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið er bygging nýja Landspítalans en þar eru framkvæmdir komnar vel á veg og gert ráð fyrir að taka fyrsta hluta Hringbrautarverkefnisins í notkun á tímabilinu. Einnig verða framkvæmdir við hús heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalalóð, sem fjármagnaðar eru að fullu af Happdrætti Háskóla Íslands, auk þess sem nú gert ráð fyrir byggingu Þjóðarhallar og nýs fangelsis í stað Litla-Hrauns í fjármálaáætluninni. Þá eru bein framlög til Betri samgangna aukin. Til að vega að einhverju leyti upp á móti kostnaði vegna þessara fjárfestingarverkefna er hvorki gert ráð fyrir fjármagni í nýtt hús viðbragðsaðila né viðbyggingu við Stjórnarráðið. Í fjárlögum ársins 2024 er fyrir hendi heimild til ráðherra til að undirgangast skuldbindingar vegna útboðs á Ölfusárbrú gegn því að sérstök gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við hana. Eins og áður er í framsetningu fjármálaáætlunarinnar gert ráð fyrir að slík sjálfstæð fjármögnun feli í sér að umsvif við það verkefni færist utan A1-hluta ríkissjóðs og teljist því ekki til þeirra fjárfestingarútgjald sem hér er fjallað um.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M15_Vaxtagj%c3%b6ld%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%20sem%20hlutfall%20af%20VLF.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Vaxtagjöld ríkissjóðs sem hlutfall af VLF ná jafnvægi á tímabili fjármálaáætlunar" /></p> <p>Vaxtagjöld ríkissjóðs hækka frá gildandi fjármálaáætlun en ná jafnvægi í hlutfalli af VLF eins og í fyrri áætlun. Hækkun vaxtagjalda frá síðustu áætlun má að mestu leyti rekja til annars vegar horfa um hærra vaxtastig en fyrir ári síðan og hins vegar til meiri skulda. Áætlaðar verðbætur á verðtryggðar skuldir ríkissjóðs eru örlítið hærri á fyrri hluta áætlunarinnar en á svipuðum slóðum á þeim síðari. Verðbólga og mikil skuldabréfaútgáfa sl. fjögur ár hafa haft mikil áhrif á vaxtakjör ríkissjóðs til hækkunar. Þótt flestir spáaðilar geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki er útlit fyrir að vextir og verðbólga haldist enn um sinn nokkuð há. Af þróun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði og verðbólguvæntinga má greina að markaðsaðilar efist um að verðbólga verði aftur jafn lág og árin fyrir heimsfaraldurinn. Markaðsskuldabréf ríkissjóðs, ýmist til skemmri eða lengri tíma, bera öll fasta vexti. Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir ríkissjóð að halda skuldavexti í lágmarki.</p> <div>Sjá einnig:</div> <ul> <li><strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=dd9da8a9-fa50-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 5: Auknum stuðningi við loftslagsmál viðhaldið</a></strong> </li> <li><strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=26da5cae-fa51-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 6: Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila</a></strong></li> <li><strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=408ba390-fa51-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 7: Útgjöld vegna málefna útlendinga, umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks</a></strong></li> </ul> <h3>3.2.4 Skuldaþróun, skuldastýring og lánsfjáröflun</h3> <p>Megin markmið gildandi fjármálastefnu, sem byggt er á við gerð fjármálaáætlunar, er að stöðva hækkun skuldahlutfalls hins opinbera og vinna í kjölfarið að lækkun þess undir 30% af VLF líkt og kveðið er á um í fjármálareglu laga um opinber fjármál. Eftirfylgni við markmiðið tryggir bæði sjálfbærni og getu opinberra fjármála til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Þá er skuldasöfnun dýr í núverandi vaxtaumhverfi. Sjálfbærni opinberra skulda er ein af lykilforsendum fyrir heilbrigðum opinberum fjármálum. Séu þær ósjálfbærar leiðir það fljótlega til hærri fjármagnskostnaðar og getur jafnvel haft ruðningsáhrif á einkageirann sem getur komið niður á verðmætasköpun. Til lengri tíma leiðir ósjálfbærni opinberra fjármála einnig til óeðlilegs flutnings gæða á milli kynslóða ef núlifandi kynslóðir stofna til of mikilla skuldbindinga sem kemur í hlut framtíðarkynslóða að standa skil á.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M16_Skuldir%20hins%20opinbera%20%c3%ad%20me%c3%b0allagi%20%c3%ad%20Evr%c3%b3pu.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir hins opinbera eru í meðallagi í Evrópu" /></p> <p>Í flestum löndum Evrópu hafa skuldir hins opinbera lækkað í hlutfalli af landsframleiðslu undanfarin þrjú ár eftir mikla hækkun á árinu 2020 vegna viðbragða við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hér á landi hækkaði skuldahlutfallið hratt árin 2020 og 2021 áður en það tók að lækka á ný. Eftirfarandi mynd sýnir skuldir nokkurra landa í Evrópu miðað við svonefnda Maastricht-skilgreiningu á skuldum hins opinbera sem miðast við heildarskuldir án þess að draga frá sjóði og innistæður eins og gert er ráð fyrir í skuldareglu laga um opinber fjármál. Skuldahlutfall Íslands á þennan mælikvarða er 18 prósentustigum undir Evrópusambandinu en í meðallagi allra ríkja Evrópu.</p> <h4>Fjármögnun ríkissjóðs á árinu 2023 – Útgáfa ríkisskuldabréfa nam 140 ma.kr.</h4> <p>Fjármögnun ársins 2023 gekk vel en gefin voru út ríkisskuldabréf fyrir 140 ma.kr. að söluvirði. Þar af nam útgáfa óverðtryggðra bréfa 101 ma.kr. og útgáfa verðtryggðra bréfa 39 ma.kr. Hrein útgáfa ríkisskuldabréfa nam 52 ma.kr. Vaxtahækkanir leiddu til hækkunar á ávöxtunarkröfu styttri ríkisbréfa sem hækkaði um 1,7 til 3,2 prósentustig á árinu. Ávöxtunarkrafa á lengri ríkisbréf hækkaði hins vegar um 20 til 50 punkta á árinu. Til samans gerði þessi þróun það að verkum að vaxtaferlar bæði óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisbréfa urðu talsvert meira niðurhallandi í árslok en í ársbyrjun. Útgefnir ríkisvíxlar lækkuðu á árinu um 6,2 ma.kr. eða í 103,9 ma.kr. Staða þeirra náði hámarki í 177,2 ma.kr. um sumarið til að mæta árstíðasveiflu og gjalddaga ríkisbréfs í maí. Engin erlend útgáfa fór fram á árinu en í maí keypti ríkissjóður til baka eigin skuldabréf á gjalddaga í júní 2024 fyrir 259 milljónir evra. </p> <h4>Fjármögnun ríkissjóðs á árinu 2024 – Útgáfa ríkisskuldabréfa áætluð 120 ma.kr.</h4> <p>Áætluð fjárþörf ríkissjóðs í fjárlögum ársins 2024 er 101 ma.kr. og hrein útgáfa ríkisskuldabréfa 2 ma.kr. Þá hefur þegar verið gert ráð fyrir sölu á helmingshlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og útgáfu á sjálfbæru skuldabréfi sem ætlað er að fjármagna sjálfbær verkefni fyrir 25 ma.kr. á árinu. Sú útgáfa fór fram um miðjan mars og nam 750 milljónum evra sem jafngildir um 111 ma.kr. Fjármögnun ársins 2024 fór vel af stað innanlands og hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Áætluð útgáfa ríkisskuldabréfa á árinu 2024 nemur 120 ma.kr. en um miðjan febrúar höfðu ríkisbréf fyrir 45 ma.kr. verið seld. Í fjáraukalögum var samþykkt viðbótarlánaheimild upp á allt að 30 ma.kr. eða jafngildi þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt í því skyni að mæta mögulegri fjárþörf vegna þeirrar óvissu sem ríkir sökum jarðhræringa á Reykjanesi. Þegar þetta er skrifað er óljóst að hversu miklu leyti nýta þurfi þessa viðbótarlánaheimild.</p> <h4>Sjóðstreymi A1-hluta ríkissjóðs – vextir og endurlán vega þungt</h4> <p>Áætlað er að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um 22,6 ma.kr. árið 2025 en að það batni á næstu árum og verði orðið jákvætt um 2,5 ma.kr. árið 2029. Þá er áætlað að fjárfestingarhreyfingar verði neikvæðar um 7,6 ma.kr. árið 2025 þegar áætlað er að seinni helmingur hlutar ríkissjóðs í Íslandsbanka verði seldur en verði svo neikvæðar um 42,1 til 71,9 ma.kr. það sem eftir lifir áætlunartímabilinu. Fjárfestingarhreyfingar innihalda einnig fjárfestingar og endurlán sem gert er ráð fyrir að nái tímabundið hámarki árið 2027 og aðra liði sem breytast minna á milli ára. Lánsfjárjöfnuður leiðir beint af handbæru fé frá rekstri og fjárfestingahreyfingum en samtala lánsfjárjafnaðar og afborgana af innlendum lánum jafngildir fjárþörf ríkissjóðs. Lánsfjárjöfnuður jafngildir því hreinni fjárþörf eða lántökum umfram afborganir sem endurspeglar einna best umsvif ríkissjóðs á skuldabréfamarkaði sem fjallað er um hér á eftir. Þróun sjóðstreymisstærða í hlutfalli af VLF er jafnari en endurlán og lánsfjárjöfnuður nær hámarki á áætlunartímabilinu á þann mælikvarða árið 2026.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M17_J%c3%a1kv%c3%a6%c3%b0%20%c3%a1hrif%20grei%c3%b0sluafkomu%20%c3%a1%20l%c3%a1nsfj%c3%a1rf%c3%b6fnu%c3%b0.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Jákvæð áhrif greiðsluafkomu á lánsfjárjöfnuð fara vaxandi en vaxtabyrði og lánveitingar þyngja róðurinn" /></p> <h4>Fjárþörf og fjármögnun til næstu ára – skuldir ríkissjóðs hækka á ný eftir sölu Íslandsbanka</h4> <p>Fjárþörf ríkissjóðs umfram endurfjármögnun nær hámarki um mitt áætlunartímabilið þegar fjárfestingar og endurlán ná tímabundnu hámarki eftir sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka. Lánsfjármögnun ríkissjóðs næstu ár fer að mestu leyti fram á innlendum skuldabréfamarkaði. Innlend skuldabréfaútgáfa mætir því að mestu leyti bæði endurfjármögnun ríkisbréfa og þörf á nýju fjármagni sem verður til bæði vegna neikvæðrar greiðsluafkomu og vegna veittra lána úr ríkissjóði sem fjallað er um síðar í þessum kafla og 4. kafla um helstu áhættuþætti ríkissjóðs. Áætlað er að evrubréf á gjalddaga árin 2026 og 2028 verði endurfjármögnuð en andvirði þeirra telst til gjaldeyrisforða landsins.</p> <h4>Samsetning og þróun skulda ríkissjóðs – versnandi horfur um þróun skulda ríkisins</h4> <p>Í árslok 2023 voru um 84% skulda ríkissjóðs innlendar. Þar af nema ríkisskuldabréf á innlendum markaði 61%, ríkisvíxlar 6% og aðrar skuldir 17% en meirihluti þeirra er til komin vegna láns frá ÍL-sjóði árin 2020 og 2021. Erlendar skuldir voru um 16% af heildarskuldum ríkissjóðs.</p> <p>Horfur um þróun skulda ríkissjóðs sem hlutfall af VLF hafa versnað lítillega frá útgáfu síðustu fjármálaáætlunar þrátt fyrir að áætlað nafnvirði VLF hækki á milli áætlana. Skuldir ríkissjóðs að frádregnum innstæðum í hlutfalli af VLF ná hámarki árið 2027 og lágmarki árið 2029 gangi áætlunin eftir. Lánsfjárjöfnuður batnar árið 2025 miðað við fjármálaáætlun 2024–2028 vegna áætlaðrar sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka en versnar árin á eftir. Niðurstaðan er lítilsháttar hækkun skulda frá síðustu áætlun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M18_Horfur%20um%20%c3%ber%c3%b3un%20skulda%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s%20hafa%20versna%c3%b0.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Horfur um þróun skulda ríkissjóðs hafa versnað lítillega frá útgáfu síðustu fjármálaáætlunar" /></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M19_Vaxtabyr%c3%b0i%20og%20l%c3%a1nveitingar%20vinna%20gegn%20l%c3%a6kkun%20skulda.jpg?amp%3bproc=LargeImage" alt="Vaxtabyrði og lánveitingar vinna gegn lækkun skulda ríkissjóðs en afgangur af frumjöfnuði og hagvöxtur vinna með henni Framlag liða til breytinga í skuldahlutfalli ríkissjóðs milli ára, í VLF prósentustigum" /></p> <p>Lækkun skuldahlutfallsins árið 2025 má að öllu leyti rekja til áætlaðrar sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka. Hagvöxtur og afgangur af frumjöfnuði, sem reiknað er með að fari vaxandi, hafa áhrif til lækkunar skuldahlutfallsins árin á eftir. Á hinn bóginn togar þung vaxtabyrði skuldir upp á við. Hana má rekja bæði til skuldaaukningar og hærri vaxta á nýjum skuldum en þær eldri bera sem greiddar verða upp á næstu árum. Endurlán ríkissjóðs leiða einnig til hækkunar skuldahlutfallsins en umfang þeirra hefur vaxið frá árunum á undan. Í áætluninni er gert ráð fyrir að endurlán ríkissjóðs haldi áfram að vaxa sem leiðir til breyttrar samsetningar á efnahag ríkissjóðs þar sem vaxtaberandi eignir aukast en einnig skuldir. M.ö.o. þá skýrist hluti af hækkun skulda á næstu árum af endurlánum ríkissjóðs til lánasjóða og fjárfestinga. Endurlán til félaga sem eru í fjárfestingum eru ekki gjaldfærðar hjá A1-hluta ríkissjóðs og hafa því ekki nema afleidd áhrif á afkomu. Áhrif endurlána koma hins vegar að fullu fram í skuldum ríkissjóðs. Samtals nema endurlán ríkissjóðs 170 ma.kr. á tímabili fjármálaáætlunar og skýra um 34% af hækkun á nafnvirði skulda ríkissjóðs á sama tímabili. Nánar er fjallað um endurlán ríkissjóðs í kafla 4.</p> <p>Sjá einnig <strong><a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=9b8c6bbf-f8b6-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 8: Virkjun efnahags ríkisins til lækkunar á skuldum ríkissjóðs</a></strong></p> <h3 style="text-align: left;">3.2.5 Fjármál A2- og A3- hluta ríkissjóðs og samstæðuyfirlit A-hluta ríkissjóðs í heild</h3> <p>Áætlanir um heildarjöfnuð A2- og A3-hluta gera ráð fyrir umtalsverðum halla á árinu 2024 vegna uppkaupa á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að árlegur halli fari lækkandi sem hlutfall af VLF og verði um 0,2% af VLF síðustu tvö ár tímabils. Viðvarandi halli á A2 og A3 hluta ríkissjóðs á tímabilinu skýrist m.a. af tapi ÍL sjóðs á tímabilinu, miðað við áframhaldandi rekstur hans, sem áætlað er að verði um 13-18 ma.kr. á ári. Aukið umfang starfsemi A2 og A3 hluta ríkissjóðs, samanborið við fyrri fjármálaáætlun, skýrist m.a. af því að tölurnar innihalda nú rekstur Eignasafns Ríkiseigna, sem færður var úr A1-hluta ríkissjóðs yfir í A2-hluta ríkissjóðs í fjárlögum ársins 2023. Fjallað er um flokkun ríkisaðila í A1-, A2- og A3-hluta í viðauka 1 en A1-hlutinn er einkanlega fjármagnaður með skattfé.</p> <p> <strong>A2- og A3-hluta ríkissjóðs og áhrif A2- og A3-hluta ríkissjóðs á samstæðuyfirlit A-hluta ríkissjóðs í heild</strong></p> <p><span style="text-align: center;"><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/k3-2-5.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir afkomu A2- og A3-hluta ríkissjóðs og áhrif A2- og A3-hluta ríkissjóðs á samstæðuyfirlit A-hluta ríkissjóðs í heild" /></span></p> <h4>Afkoma A-hluta ríkissjóðs í heild er lakari en afkoma A1-hluta ríkissjóðs</h4> <p>Samstæðuyfirlit yfir rekstur A-hluta ríkissjóðs í heild má sjá í töflu 11 í töfluviðauka. Samstæðuyfirlitið sýnir yfirlit yfir rekstur A1-, A2- og A3-hluta ríkissjóðs þar sem tekið hefur verið tillit til innbyrðis viðskipta og umfang þeirra dregið frá. Til innbyrðis viðskipta teljast m.a. framlög úr A1-hluta til reksturs aðila í A2- og A3-hluta en slík framlög eru skráð sem gjöld hjá A1-hluta en tekjur hjá A2- og A3-hluta. Til innbyrðis viðskipta teljast einnig vaxtagreiðslur til A1-hluta vegna veittra lána til aðila í A2- og A3-hluta. Umfang þessara viðskipta er verulegt á áætlunartímabilinu eða á bilinu 75–90 ma.kr. á ári og skýrist að mestu af framlögum og lánaviðskiptum. Þegar leiðrétt er fyrir innbyrðis viðskiptum er tekju- og gjaldahlið samstæðunnar lækkuð í jöfnum hlutum og er leiðréttingin því hlutlaus gagnvart afkomunni. Þannig verður samstæðuyfirlit A-hluta ríkissjóðs í heild að fullu samanburðarhæft við framsetningu þjóðhagsreikninga og gögn um opinber fjármál sem birt eru á vef Hagstofunnar. Áhrif aðila í A2- og A3-hluta ríkissjóðs á tekjur og gjöld samstæðunnar má sjá í meðfylgjandi töflu sem sýnir að heildarafkoma samstæðunnar. Verður hún nokkuð lakari á tímabilinu 2025–2029 en sem nemur heildarafkomu A1-hluta ríkissjóðs og munar þar 12–18 ma.kr. á ári.</p> <h2>3.3 Fjármál sveitarfélaga</h2> <h3>3.3.1 Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga</h3> <p>Ríki og sveitarfélög hafa í aðdraganda fjármálaáætlunarinnar gert með sér samkomulag þar sem þau sammælast um efnahagslegar forsendur og hagstjórnarleg markmið sem ná yfir gildistíma fjármálaáætlunar, eins og kveðið er á um í lögum um opinber fjármál.</p> <p>Samkomulagið endurspeglar sterka stöðu hagkerfisins með skuldir heimila og fyrirtækja við söguleg lágmörk. Verðbólga er þó enn töluvert yfir markmiði en árangur hefur náðst við að draga úr eftirspurnarþenslu síðustu mánuði. Meginmarkmið opinberrar fjármálastefnu er að stöðva hækkun skuldahlutfalls hins opinbera eigi síðar en árið 2026 og að í kjölfarið taki það að lækka samhliða því að tölulegar fjármálareglur laga um opinber fjármál taka gildi á nýjan leik. Þá mun Samband íslenskra sveitarfélaga hvetja sveitarfélög til að: </p> <ul> <li>Vinna að markmiðum kjarasamninga til að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Þar á meðal eru hóflegar gjaldskrárhækkanir. </li> <li>Stuðla að nægu framboði lóða sem endurspegli eftirspurn og sem styðji við markmið um uppbyggingu almenns húsnæðis.</li> <li>Haga fjárfestingum sínum þannig að þær stuðli að því að fjármagnsstofn þeirra á hvern íbúa vaxi á tímabilinu.</li> <li>Ríki og sveitarfélög munu á vettvangi kjaramálaráðs halda áfram að vinna að því að efla samstarf og samráð í launa- og kjaramálum, m.a. þannig að opinber launastefna og kjarasamningar styðji við markmið um jafnvægi í efnahagsmálum og kaupmátt ráðstöfunartekna.</li> </ul> <h3>3.3.2 Fjármál sveitarfélaga</h3> <h4>Sveitarfélögin fara með tæplega 30% af opinberum útgjöldum</h4> <p>Sveitarfélög landsins eru nú 64 talsins. Í markmiðum þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023, sem samþykkt var í janúar 2020, skal ekkert sveitarfélag hafi færri en 1.000 íbúa. Samkvæmt aðgerðaáætluninni var markmiðið að ekkert sveitarfélag hefði færri íbúa en 250 frá sveitarstjórnarkosningunum 2022 en yrðu 1.000 frá almennu sveitarstjórnarkosningunum árið 2026. Markmið þessa verkefnis er að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. Í árslok 2023 voru enn þá níu sveitarfélög með færri en 250 íbúa og tuttugu sveitarfélög voru með 250–999 íbúa. Samtals voru því 29 sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa í árslok 2023. Það er því verk að vinna til að ná því markmiði að auka sjálfbærni sveitarfélaga með því að tryggja að lágmarksíbúafjöldi verði 1.000 eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. </p> <p>Sveitarfélögin mynda annað tveggja stjórnsýslustiga landsins. Þau fara með tæplega 30% af opinberum útgjöldum og sjá um margháttaða nærþjónustu sem er fjármögnuð með skatttekjum (79%), fjárframlögum (9%) og öðrum tekjum, s.s. eignatekjum og sölu á vöru og þjónustu (12%). Í ársbyrjun 2023 bjuggu um 63% mannfjöldans á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls um 300.000 íbúar. Næststærsta þéttbýlið var í Reykjanesbæ, þar sem bjuggu um 22.000 íbúar, og á Akureyri og nágrenni, eða um 20.000 íbúar.</p> <h4>Sögulega hefur verið halli á afkomu A-hluta sveitarfélaga</h4> <p>Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hagstofu Íslands er áætlað að heildarafkoma sveitarfélaga hafi verið neikvæð um 1% af landsframleiðslu árið 2023 sem svarar til 42 ma.kr. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 1,4% árið 2022. Heildarafkoma sveitarfélaga hefur að jafnaði verið neikvæð en var þó jákvæð á þriggja ára tímabili um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar. Að meðaltali var halli á heildarafkomu um 0,6% af VLF á árunum 1998–2022. Árin 2017–2021, þ.e. að meðtöldum árunum þegar efnahagssamdráttur af völdum kórónuveirufaraldursins var mestur, var afkoman að meðaltali neikvæð um 0,7% af landsframleiðslu.<sup><sup>14</sup></sup> Stærsti einstaki útgjaldaliður sveitarfélaga er launakostnaður en hann hefur að meðaltali aukist um tæplega 10% árlega síðastliðin fjögur ár.</p> <p>Afkoma sveitarfélaga árið 2023, líkt og hún birtist í bráðabirgðauppgjöri Hagstofu Íslands, var nokkuð lakari en fram kemur í gildandi fjármálaáætlun. Mismunurinn skýrist af því að verðbætur eru nú meðtaldar í uppgjöri Hagstofu Íslands og launakostnaður var umfram áætlanir.</p> <p>Verðbætur hafa talsverð neikvæð áhrif á heildarafkomu sveitarstjórnarstigsins á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Áhrifin á skuldastöðu er þó öllu minni þar sem gert var ráð fyrir verðbótum við útreikning skuldastöðu í fyrri fjármálaáætlun. Gangi forsendur fjármálaáætlunarinnar eftir ná skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hámarki á árinu 2025 og afkoma nær markmiðum fjármálastefnu árin 2025 og 2026. Þar skiptir mestu að skatttekjur aukast umfram rekstrarútgjöld, m.a. vegna minni áhrifa verðbóta samhliða lækkandi verðbólgu, og að fjárfesting lækkar og færist nær sögulegu meðaltali á spátímanum.</p> <h4>Afkoma sveitarfélaga batnar og nær markmiðum fjármálastefnu</h4> <p>Reiknilíkan um fjármál sveitarfélaga er notað til að áætla afkomu sveitarfélaga árin 2025–2029. Grunngögn líkansins eru bráðabirgðauppgjör Hagstofu Íslands um afkomu sveitarfélaga árið 2023. Við framreikning er stuðst að hluta við samþykktar fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2024–2027, t.d. hvað varðar þróun launakostnaðar og fjárfestinga. Meðfylgjandi tafla sýnir yfirlit yfir áætlaða afkomu og helstu útgjalda- og tekjuliði sveitarfélaga árin 2023–2029. </p> <p>Gert er ráð fyrir að afkoman verði neikvæð um 0,7% af vergri landsframleiðslu í ár en fari batnandi á næstu árum. Meginskýring þessa er að gert er ráð fyrir að verðbólga fari lækkandi og þar með verðbætur, launakostnaður aukist ekki eins mikið milli ára og hann gerði á árunum 2020–2023 og að fjárfesting verði nær langtímameðaltali en á síðustu árum. Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að rekstrarafkoman nái ákveðnu jafnvægi í halla við 0,2% af VLF.</p> <p><span style="text-align: center;"><strong>Afkoma A-hluta sveitarfélaga 2023—2029</strong></span></p> <p><span style="text-align: center;"><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M21_Afkoma%20A-hluta%20sveitarf%c3%a9laga.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir afkomu A-hluta sveitarfélaga 2023—2029" /></span></p> <p>Fjárfesting sveitarfélaga fór að aukast aftur árið 2017 í kjölfar samdráttar í framkvæmdum eftir fall bankakerfisins haustið 2008. Fjárfestingin tók síðan verulegan kipp 2018 þegar hún jókst um 0,5 prósentustig af landsframleiðslu og varð 1,6% af VLF og hefur hún haldist nálægt því hlutfalli allra síðustu ár. Á tímabili áætlunarinnar er áætlað að fjárfestingarstigið verði að jafnaði um 1,4% af vergri landsframleiðslu.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M22_Afkoma%20sveitarf%c3%a9laga%20batnar%20en%20ver%c3%b0ur%20%c3%be%c3%b3%20%c3%ad%20halla.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Afkoma sveitarfélaga batnar en verður þó í halla á tímabilinu" /></p> <p><span style="text-align: center;"><strong>Samanburður við fjármálaáætlun 2024—2028 (br. frá gildandi áætlun)</strong></span></p> <p><span style="text-align: center;"><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M23_Samanbur%c3%b0ur%20vi%c3%b0%20fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%202024-2028.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir samanburð við fjármálaáætlun 2024—2028 (br. frá gildandi áætlun)" /></span></p> <h4>Helstu breytingar frá fjármálaáætlun 2024–2028</h4> <p>Í töflunni hér fyrir framan má sjá samanburð á áætlunum sveitarfélaga samkvæmt þessari fjármálaáætlun og gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028. </p> <p>Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hagstofunnar var mun meiri halli á afkomu sveitarfélaga árið 2023 en gert var ráð fyrir í gildandi fjármálaáætlun. Hallinn er fyrst og fremst kominn til vegna talsvert hærri rekstrarútgjalda en áætlað var en þar skiptir mestu að verðbætur komu inn í útreikning vaxtagjalda eins og fram hefur komið. </p> <p>Verðbólga hefur verið hærri og þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir. Heildarafkoman er nokkuð verri á tímabilinu en fyrri áætlun gerði ráð fyrir sem skýrist af því að rekstrarútgjöld aukast talsvert umfram heildartekjur, að mestu vegna verðbóta og launa. Inni í skatttekjum er frá og með árinu 2024 meðtalin 0,23% hækkun útsvarsprósentu með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins vegna samkomulags um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk frá desember 2023. Hækkunin nemur um 6 ma.kr. miðað við árið 2024. Þessi hækkun kemur til viðbótar samkomulagi frá desember 2022 þar sem 5,7 ma.kr. fluttust frá ríki til sveitarfélaga miðað við árið 2024. </p> <p>Fram hefur komið að launakostnaður jókst allnokkuð á árunum 2020–2022 sem skýrist m.a. af fjölgun stöðugilda vegna innleiðingar á Betri vinnutíma og launahækkunum samkvæmt lífskjarasamningnum. Í <em>Árbók sveitarfélaga</em> birtast upplýsingar um fjölda stöðugilda hjá sveitarfélögum 1. apríl ár hvert. Síðustu upplýsingar sem liggja fyrir miðast við 1. apríl 2023 og höfðu stöðugildi staðið í stað á milli ára. Það er í samræmi við væntingar um að áhrif innleiðingar á styttri vinnutíma væru að fullu komin fram á árinu 2022. </p> <h4>Skuldir sveitarfélaga ná hámarki sem hlutfall af VLF árið 2025</h4> <p>Skuldaviðmið laga um opinber fjármál, sem notuð eru við markmiðssetningu stjórnvalda um skuldaþróun í fjármálastefnu og fjármálaáætlun, ná til heildarskulda að frádregnum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum ásamt því að sjóðir og bankainnstæður koma til frádráttar. Verulegur halli á afkomu sveitarfélaganna undanfarin ár hefur átt ríkan þátt í því að skuldir þeirra, samkvæmt viðmiði laga um opinber fjármál, munu líklega hækka um 2 prósentustig frá árinu 2019 og verða tæplega 7% af landsframleiðslu árið 2024. Hlutfall skulda sveitarfélaganna af landsframleiðslu hefur þá ekki verið hærra síðan 2009. Þrátt fyrir að afkoma sveitarfélaga sé lakari samanborið við gildandi áætlun eru horfur um skuldaþróun sem hlutfall af VLF á svipuðum slóðum. Það skýrist annars vegar af því að gert var ráð fyrir verðbótum við framreikning á skuldaþróun og hins vegar að nafnvirði landsframleiðslu á tímabili fjármálaáætlunar hækkar samanborið við gildandi áætlun. Árið 2024 er áætlað að skuldir sveitarfélaga samkvæmt skilgreiningu laga um opinber fjármál nái hámarki á tímabilinu og nemi þá um 6,9% af landsframleiðslu sem fari síðan lækkandi út áætlunartímabilið, í samræmi við markmið stjórnvalda, og endar í 6,2% árið 2029. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.2_M24_Skuldir%20sveitarf%c3%a9laga%20sem%20hlutfall%20af%20VLF.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir sveitarfélaga sem hlutfall af VLF fara lækkandi á tímabili fjármálaáætlunar" /></p> <h2>3.4 Fjármál opinberra fyrirtækja og opinberra aðila í heild</h2> <p>Opinberir aðilar í heild samanstanda af ríki og sveitarfélögum ásamt fyrirtækjum þeirra. Í eftirfarandi umfjöllun er farið yfir þróun í afkomu og efnahag fyrirtækja hins opinbera annars vegar og opinberra aðila í heild hins vegar.</p> <h3>3.4.1 Fjármál opinberra fyrirtækja</h3> <p>Til opinberra fyrirtækja teljast fyrirtæki og rekstraraðilar sem eru að hálfu leyti eða meirihluta í eigu hins opinbera en það eru aðilar sem teljast til A3-hluta, B-hluta eða C-hluta ríkissjóðs eða B-hluta sveitarfélaga sbr. 50. gr. laga um opinber fjármál. Afkoma og skuldir fjármálafyrirtækja og sjóða sem skilgreind eru innan A2-hluta ríkissjóðs eru, eins og verið hefur, ekki meðtalin hér. Nánar er fjallað um flokkun ríkisaðila í viðauka 1 um reikningshaldslega framsetningu opinberra fjármála.</p> <p>Áætluð heildarafkoma fyrirtækja hins opinbera bendir til þess að hún verði neikvæð um 1,7% af VLF á yfirstandandi ári sem skýrist að miklu leyti af fjárfestingum Fasteignafélagsins Þórkötlu í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Gert er ráð fyrir að heildarafkoma batni á tímabilinu með undantekningu á árinu 2026 vegna fyrirhugaðra fjárfestinga Landsvirkjunar. Áætlað er að heildarafkoma verði jákvæð á síðustu tveimur árum tímabilsins um 0,2% af VLF undir lok þess. </p> <p>Áætlanir um þróun efnahagsreiknings opinberra fyrirtækja gera ráð fyrir að hrein eign þeirra í hlutfalli af landsframleiðslu muni minnka lítillega á tímabilinu.</p> <p><span style="text-align: center;"><strong>Lykiltölur fyrirtækja hins opinbera</strong></span></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.4_M01_Lykilt%c3%b6lur%20fyrirt%c3%a6kja%20hins%20opinbera.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir lykiltölur fyrirtækja hins opinbera" /></p> <h3>3.4.2 Fjármál opinberra aðila í heild</h3> <p>Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að heildarafkoma opinberra aðila í heild, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra, verði í halla sem nemur 3,5% af VLF á þessu ári en að afkoman batni á næstu árum og verði orðin jákvæð um 0,4% af VLF árið 2029. Þá er áætlað að heildarskuldir lækki nokkuð sem hlutfall af VLF á tímabilinu en gangi áætlanir eftir mun þetta hlutfall fara úr 93% af VLF árið 2024 og verður 82% af VLF árið 2029. </p> <p>Áætlað er að fjárfesting opinberra aðila í heild umfram afskriftir, þ.e. fastafjárútgjöld, verði á áætlunartímabilinu í hámarki á yfirstandandi ári, um 195 ma.kr., m.a. vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Fjárfesting verður að meðaltali um 3,2% af VLF á árunum 2024–2029 en það er ívíð lægra en meðaltal áranna 2013–2022.</p> <p><span style="text-align: center;"><strong>Lykiltölur fjármála opinberra aðila í heild</strong></span></p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.4_M02_Lykilt%c3%b6lur%20fj%c3%a1rm%c3%a1la%20opinberra%20a%c3%b0ila%20%c3%ad%20heild.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tafla sem sýnir lykiltölur fjármála opinberra aðila í heild" /></p> <h2 id="Umbaetur">3.5 Umbætur í starfsemi hins opinbera</h2> <p>Öflugt og þróttmikið velferðarsamfélag kallar á talsverða aðkomu hins opinbera til að tryggja framboð á þjónustu. Samhliða því að haldið er áfram að bæta velferð og velsæld þjóðarinnar þarf að huga að hagkvæmni í rekstri, forgangsröðun fjármuna, samlegð verkefna og hagnýtingu upplýsingatækni í opinberri þjónustu. </p> <p>Umfang hins opinbera er mikið hér á landi í alþjóðlegum samanburði en þó í takti við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Þótt velferðarríki líkt og Ísland kjósi að veita umtalsverða þjónustu sem fjármögnuð er með skattfé er ekki sjálfgefið að hið opinbera fari sjálft með rekstur allrar þeirrar þjónustu. Horfa þarf til þess hvaða grunnþjónustu ríkið eigi að tryggja og greina hvort best sé að þjónustan sé veitt af opinberum aðilum eða hvort henni sé betur fyrir komið utan ríkisstarfseminnar til að auka sveigjanleika og ná fram bættri nýtingu fjármuna með samkeppni.</p> <p>Það er yfirleitt auðvelt að koma á nýjum verkefnum en getur reynst þrautinni þyngra að hætta starfsemi sem ekki er lengur þörf á. Til að geta mætt þeim áskorunum sem samfélagið tekst á við hverju sinni og þeim sem eru fyrirséð, t.a.m. öldrun þjóðar, verður að forgangsraða fjármunum. Í þessu samhengi má horfa á nokkrar lykilstærðir í opinberum rekstri og felst verkefnið fram undan í því að rýna þessa þætti með það að markmiði að breyta og bæta.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.5_M01_Hi%c3%b0%20opinbera%202024.jpg?amp%3bproc=LargeImage" alt="Hið opinbera 2024" /></p> <p>Á tímabili fjármálaáætlunar verður settur aukinn kraftur í að yfirfara þessa þætti og endurmeta stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu. Samhliða verður metið hvar væri hægt að koma við sölu á fasteignum sem ekki nýtast við rekstur ríkisins og þróunarreitum verður komið í verð til að lækka skuldir eða nýta í samfélagslega arðbærar fjárfestingar. Stefnt er á að losa um eignarhlut ríkisins í fyrirtækjum og vegur sala á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka mestu. Þá hafa einkaaðilar víða í Evrópu komið að rekstri flugvalla, líkt og Isavia, þar sem þjóðhagslegir mikilvægir innviðir líkt og flugbrautir eru undanskildir. Enn fremur má horfa til sameininga ríkisfélaga til að hagræða og auka arðsemi þeirra. Í því samhengi hefur m.a. verið horft til Orkubús Vestfjarða og Rarik.</p> <p>Forgangsraða verður fjármunum í almannaþágu og minnka útgjöld sem fara í utanumhald og stoðþjónustu innan kerfisins. Með því að efla miðlæga þjónustu er hægt að hagræða innan stofnana og efla þær til að sinna sinni kjarnastarfsemi. Nú er unnið að sameiningu Ríkiskaupa og Fjársýslunnar í öfluga miðlæga stofnun með það að meginhlutverki að ná fram bættum ríkisrekstri og hagræðingu. Með stuðningi við samrekstur um fjármálaumsýslu, upplýsingatækni og aðstöðu og ráðgjöf í mannauðs- og innkaupamálum er hægt að ná fram bæði hagræðingu og bættri umgjörð í ríkisrekstrinum. </p> <p>Skoða þarf allar hliðar ríkisrekstursins til þess að ná niður kostnaði og auka árangur. Ljóst er að fjöldi nefnda, stjórna og sjóða hjá ríkinu er alltof mikill með tilheyrandi kostnaði og er nú unnið að því að fækka slíkum einingum og samræma starfsemina. Til mikils er að vinna en fjöldi varanlegra stjórnsýslunefnda á vegum ríkisins er yfir 300. Greining háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðuneytis sýnir t.d. fram á að hægt er að ná fram miklum ávinningi með breytingum á sjóðaumhverfinu. Þannig mætti lækka umsýslukostnað með fækkun stjórna en af þeim 75 sjóðum sem stjórnvöld fjármagna eru a.m.k. 55 með skipaðar stjórnir. Í flestum stjórnum sitja 3–5 stjórnarmenn sem í langflestum tilvikum fá greitt fyrir stjórnarsetuna. Áætla má að stjórnarmenn séu í heild um 220–240 talsins og að umsýslukostnaður sjóðanna sé vel yfir 1 ma.kr. árlega. Samkvæmt sömu úttekt er lítil eftirfylgni með árangri úthlutana. Nú er unnið að því að útfæra einn farveg fyrir umsóknir í opinbera sjóði í gegnum Ísland.is samhliða því að sameina sjóði og samnýta yfirbyggingu.</p> <h3>3.5.2 Góð og skilvirk opinber þjónusta</h3> <p>Ein af undirstöðum trausts í samfélaginu er góð og aðgengileg opinber þjónusta. Það felur í sér að notendur fái þá þjónustu sem þeir þurfa á aðgengilegan og tímanlegan hátt. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að jafna aðgengi landsmanna að þjónustu líkt og segir í Byggðaáætlun. Þá er stafvæðing opinberrar þjónustu mikilvægt skref í átt að því að jafna aðgengi allra að opinberri þjónustu.</p> <p>Ísland er nú þegar orðið <a href="https://island.is/frett/island-i-fjorda-saeti-i-koennun-a-stafraenni-opinberri-thjonustu">meðal fremstu þjóða heims í veitingu stafrænnar þjónustu </a>og vex notkun á Ísland.is sífellt ásamt því að <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/konnun-a-thjonustu-rikisstofnana/">ánægja með þjónustu ríkisstofnana fer vaxandi</a>. Stefna stjórnvalda er að stafræn þjónusta sé helsta samskiptaleið almennings við hið opinbera á sama tíma og unnið verður að því að samræma aðrar þjónustuleiðir. </p> <p>Til að þjónustan verði betri og skilvirkari verður unnið að ýmsum umbótaverkefnum í opinberri starfsemi á tíma fjármálaáætlunar, bæði innan kerfis og hvernig þjónustan snertir notendur.</p> <p>Það er til mikils að vinna að ná fram umbótum í rekstri ríkisins en nú sem aldrei fyrr er þörf á að forgangsröðun fjármuna sé í samræmi við þarfir samfélagsins. Með því að horfa á verkefnin upp á nýtt og sjá tækifærin í aukinni samþættingu í rekstri næst bæði fram hagræðing og bætt þjónusta. Þannig mætti horfa á sameiningu stofnana út frá sameiginlegu viðfangsefni. Hagnýting gagna er svo grundvöllur þess að ná aukinni skilvirkni í starfsemi hins opinbera. Svo hægt sé að miðla gögnum og hagnýta þau þarf umgjörð og stjórnskipulag að styðja við aukna notkun. Ljóst er að vinna þarf með stofnunum til þess að bæta það gagnaumhverfi sem unnið er í og sameina krafta innan kerfis til að auðvelda miðlun, aðgengi og notkun gagna meðal annars með aukinni notkun vefþjónusta. Sett verða tæknileg viðmið í upplýsingatækni og horft er til þess að opinberum aðilum verði skylt að veita aðgengi að gögnum sem nauðsynleg eru í starfsemi til annarra opinberra aðila. <a href="https://www.stjornarradid.is/?PageId=ea97f92d-f09e-4bc5-aa52-66229113f1f2">Samhliða verður fjárfest í tækniinnviðum</a> og lögð áhersla á stafræna færni starfsfólks. Þá mun framboð stafrænnar þjónustu halda áfram að aukast sem tryggir gott aðgengi og skilvirka stjórnsýslu. Til framtíðar má þannig sjá fyrir sér að ríkisreksturinn samanstandi af færri og árangursdrifnum stofnunum þar sem starfsfólk hefur skýran tilgang og þjónustan er veitt út frá þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. .</p> <p><span><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/3-kafli/K03.5_M02_Markmi%c3%b0%20og%20%c3%a1herslur.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Markmið og áherslur" /></span></p> <div> <p>Sjá einnig<strong> <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=4a267e93-fa51-11ee-b883-005056bcde1f">Rammagrein 9: Færri og öflugri stofnanir</a></strong></p> <p> </p> <p><sub>1 Heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum og að frádregnum sjóðum og bankainnstæðum, sbr. 7. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál. <br /> 2 Vakin er athygli á því að í þessum kafla er umfjöllun um heildarútgjöld ríkissjóðs 2025-2029 og breytingar frá gildandi áætlun skv. IPSAS reikningsskilastaðli en umfjöllun eftir hagrænni skiptingu er skv. alþjóðlegum hagskýrslustaðli (GFS). Í viðauka 1 og 3 er fjallað nánar um staðlanna. <br /> 3 Til heilbrigðismála heyra málefnasvið 23–26 og málaflokkar 32.10 og 32.30. <br /> 4 Til félags- og tryggingamála heyra málefnasvið 27–30 og málaflokkur 32.40. <br /> 5 Til húsnæðis- og skipulagsmála heyrir málefnasvið 31. <br /> 6 Til mennta- og menningarmála heyra málefnasvið 18–22. <br /> 7 Til samgöngu- og fjarskiptamála heyrir málefnasvið 11. <br /> 8 Til umhverfis-, orku- og loftslagsmála heyra málefnasvið 15 og 17. <br /> 9 Til almanna- og réttaröryggismála heyrir málefnasvið 9. <br /> 10 Til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina heyrir málefnasvið 7. <br /> 11 Til utanríkismála og alþjóðlegrar þróunarsamvinnu heyra málefnasvið 4 og 35. <br /> 12 Til annarra málefnasviða heyra málefnasvið 1-3, 6, 8, 10, 12-14, 16 og 32-34. <br /> 13 Í samræmi við lög um opinber fjármál er stuðst við alþjóðlegan hagskýrslustaðal, svokallaðan GFS-staðal, við sundurliðun gjalda eftir hagrænni skiptingu. Samkvæmt þeirri framsetningu eru gjöld flokkuð eftir launum, kaupum á vöru og þjónustu, vaxtagjöldum, framleiðslustyrkjum til atvinnulífsins, fjárframlögum til almannatrygginga, alþjóðastofnana og sveitarfélaga, félagslegum tilfærslum til heimila og rekstrar- og fjármagnstilfærslum ásamt hreinni fjárfestingu í efnislegum eignum. <br /> 14 Fjármagnstilfærsla sveitarfélaga til Brúar lífeyrissjóðs upp á 32 ma.kr. sem fram koma í gögnum Hagstofunnar fyrir árið 2017 er ekki meðtalin hér. <br /> 15 Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. 2021. Ríkisendurskoðun. <br /> 16 Stofnanir ríkisins að frátöldum stofnunum Alþingis og ráðuneytum. <br /> 17 Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. 2021. Ríkisendurskoðun.</sub></p> </div> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
4 Áhættuþættir<p>Hækkun skulda ríkissjóðs undanfarin ár leiðir af sér aukna markaðsáhættu sem getur leitt af breytingum í vaxtastigi, gengi krónunnar og verðbólgu. Hækkun markaðsvaxta til skemmri og lengri tíma hefur hækkað fjármögnunarkjör ríkissjóðs með sambærilegum hætti og annarra aðila í hagkerfinu. Sú hagspá sem áætlunin grundvallast á gerir ráð fyrir að vextir lækki aðeins í hægum skrefum og haldist hærri að jafnaði en fyrir það tímabil þrálátrar verðbólgu og hærra vaxtastigs sem hefur staðið yfir að undanförnu. Markaðsaðilar gera ráð fyrir sambærilegri þróun. Verðbólga leiðir einnig til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra skulda sem jafnframt er gjaldfærð í rekstrarreikningi ríkissjóðs og skerðir afkomu. Hún veldur því hækkun á fjármögnunarkostnaði þegar útgefinna verðtryggðra skulda. Opinberir lánasjóðir og ýmis önnur verkefni eru fjármögnuð með endurlánum úr ríkissjóði. Í því felst að ríkissjóður annast lánsfjáröflun þessara verkefna að öllu leyti. Þeim fylgir þó margvísleg áhætta. Þar ber helst að nefna útlánaáhættu en einnig vaxta-, verðbólgu- og uppgreiðsluáhættu. Ætla má að áhætta vegna endurlána vaxi með auknum endurlánum og álag á fjármögnun þeirra og lausafjáráhætta að sama skapi. Því er einkar mikilvægt að gætt sé að virkri áhættustýringu og eftirliti með endurlánum líkt og öðrum skuldbindingum ríkissjóðs. Veittum ríkisábyrgðum fylgir einnig áhætta fyrir ríkissjóð þar sem fjárhagslegar skuldbindingar gætu fallið á ríkissjóð við ákveðin skilyrði í framtíðinni. Langstærsta áhætta ríkissjóðs tengist skuldbindingum ÍL-sjóðs en metið núvirt tap sjóðsins út líftíma skulda er um 200 ma.kr.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/K04_Bor%c3%b0i.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Helstu áhættuþættir í rekstri og efnahag ríkissjóðs" /></p> <h2>4.1 Fjárhagsáhætta ríkissjóðs</h2> <p>Fjárhagsáhætta sú sem ríkissjóður stendur frammi fyrir í rekstri og á efnahagsreikningi er margvísleg. Jarðhræringar á Reykjanesi eru dæmi um slíka áhættu sem hefur neikvæð áhrif á afkomu og skuldir ríkissjóðs þegar hún raungerist sem jafnan er án mikils fyrirvara. Nánar er fjallað um áhrif jarðhræringanna í kafla 2. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 var fjallað um helstu áhættuþætti sem geta haft neikvæð áhrif á afkomu og skuldastöðu ríkissjóðs. Hér er vísað til þeirrar umfjöllunar. Í þessum kafla er markmiðið að draga fram þá áhættuþætti sem sérstaklega þarf að hafa í huga á tímabili fjármálaáætlunarinnar og hafa mögulega fengið aukið vægi frá síðustu áætlun. Í kafla 2.3<em> </em>er fjallað er um áhættu fyrir ríkissjóð af annarri hagþróun en nú er spáð.</p> <p>Í ljósi hraðrar skuldasöfnunar ríkissjóðs undanfarin fjögur ár er í þessari umfjöllun lögð sérstök áhersla á markaðsáhættu. Markaðsáhættan felst m.a. í þeirri áhættu sem leiðir af breytingum í vaxtastigi, gengi krónunnar og verðbólgu og áhrifum þeirra á afkomu og skuldir ríkissjóðs. Í kaflanum er einnig fjallað um aðra áhættuþætti sem snúa að ríkissjóði. Þar ber í fyrsta lagi að nefna endurfjármögnunaráhættu. Stórir flokkar ríkisskuldabréfa sem fjármagna þarf að mestu leyti með nýrri útgáfu verða á gjalddaga á næstu árum. Í öðru lagi er um að ræða útlánaáhættu. Með tilkomu nýrra sjóða á sviði námslána og íbúðalána ásamt fjármögnun sérstakra verkefna, t.d. tiltekinna framkvæmda, verða breytingar á endurlánum ríkissjóðs. Aukin umsvif þessara aðila leiða til aukinnar útlánaáhættu ríkissjóðs. Rétt er að nefna sérstaklega þá áhættu sem felst í áætlanagerð en kostnaður við stærri verkefni og framkvæmdir ríkisins hefur oft reynst vanáætlaður í upphafi, bæði hér á landi og erlendis. Fjármögnun þessara verkefna byggist á endurlánum úr ríkissjóði sem að óbreyttu leiðir af sér aukna lántökur ríkissjóðs og að sama skapi aukna markaðsáhættu hjá ríkissjóði. Í þriðja lagi fela veittar ríkisábyrgðir í sér fjárhagsáhættu fyrir ríkissjóð. Ríkisábyrgðir vegna skulda ÍL-sjóðs eru stærsti hluti veittra ábyrgða, eða 88%, í árslok 2023, en skýrsla um stöðu ÍL-sjóðs, sem lögð var fyrir Alþingi í október 2022, dregur vel fram þá fjárhagsáhættu sem ríkissjóður ber vegna einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs á sjóðnum. Að síðustu má nefna aðrar áhættuskuldbindingar. Þar undir fellur ábyrgð ríkissjóðs á lífeyrisgreiðslum B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og fleiri sjóða. Í árslok 2022 námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs 871 ma.kr. </p> <p>Fjármögnunarkjör ríkissjóðs, sérstaklega á alþjóðamörkuðum, ráðast m.a. af mati alþjóðlegra lánshæfisfyrirtækja. Þau kjör geta svo mótað kjör annarra íslenskra aðila með erlenda fjármögnun. Lánshæfismat ríkissjóðs hefur farið hækkandi að undanförnu. Í nóvember 2023 hækkaði S&P lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A+ en það er í A-flokki hjá bæði Moody´s og Fitch Ratings. </p> <h3>Verðbólguáhætta</h3> <p>Vaxta- og verðbólguáhætta eru nátengdar. Verðbólguáhætta er sú áhætta að verðbætur verðtryggðra ríkisbréfa hækki fjármögnunarkostnað ríkissjóðs þegar verðbólga eykst. Við þær aðstæður hækka nafnvextir oftast einnig og þá vextir á nýjum óverðtryggðum skuldum. Verðbólga hefur verið yfir 2,5% markmiði Seðlabanka Íslands frá því um mitt árið 2020 og hefur reynst langvinnari en væntingar hafa staðið til. Hefur það leitt til gjaldfærðs kostnaðar ríkissjóðs umfram áætlanir. Skammvinn verðbólga getur á hinn bóginn haft jákvæð áhrif á tekjur og afkomu ríkissjóðs, a.m.k. innan árs, þótt hún valdi á endanum einnig hærri útgjöldum. Þá lækkar verðbólga raunvirði óverðtryggðra skulda. </p> <p>Í árslok 2023 námu verðtryggðar skuldir ríkissjóðs 692 ma.kr. sem eru um 43% af skuldum ríkissjóðs. Í lok ársins 2019 var þetta hlutfall 31%. Á árunum 2020 og 2021 tók ríkissjóður lán hjá ÍL-sjóði sem stendur í 233 ma.kr. eða sem svarar til 14,5% af skuldum ríkissjóðs. Lánin eru verðtryggð til að draga úr áhættu hjá ÍL-sjóði en allar skuldir hans eru verðtryggðar með einfaldri ábyrgð ríkissjóðs. Ef horft er til samstæðu ríkissjóðs er því ekki um aukningu í verðtryggðum skuldum að ræða. Væru lánin frá ÍL-sjóði undanskilin væri hlutfall verðtryggðra skulda 28,5% eða 2,5 prósentustig lægra en það var áður en þau voru tekin.</p> <p>Á móti kemur að ríkissjóður á verðtryggðar eignir fyrir um 82 ma.kr., s.s. endurlán til lánasjóða. Verðtryggðar eignir draga þannig úr verðbólguáhættu en verðtryggingarjöfnuður ríkissjóðs í lok árs 2023 var neikvæður um 607 ma.kr. Sé tekið tillit til ÍL-sjóðs er sá munur enn meiri.</p> <h3>Gjaldeyrisáhætta</h3> <p>Gjaldeyrisáhætta er sú áhætta að skuldastaða ríkissjóðs versni vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gengisbreytingar krónunnar hafa áhrif á stöðu erlendra lána en að sama skapi hafa þær áhrif á gjaldeyriseignir. Bein gjaldeyrisáhætta ríkissjóðs hefur til þessa verið takmörkuð þar sem innstæður ríkissjóðs í erlendri mynt og endurlán ríkissjóðs í erlendum gjaldeyri standa á móti erlendum skuldum ríkissjóðs að mestu leyti. Nánar er fjallað um gjaldeyrisáhættu ríkissjóðs í fjármálaáætlun 2023–2027.<em>Endurfjármögnunar- og lausafjáráhætta</em></p> <p>Endurfjármögnun er einn stærsti áhættuþáttur sem ríkissjóður stendur frammi fyrir í kjölfar mikillar skuldaaukningar. Endurfjármögnunaráhætta leiðir af því að ríkissjóður gæti átt í erfiðleikum með að fá nýtt lán á viðunandi kjörum til þess að fjármagna gjalddaga á eldri skuldum. Hún eykst eftir því sem skuldir vaxa og meðaltími skulda er styttri enda leiðir það til tíðari endurfjármögnunar. Til að draga úr endurfjármögnunaráhættunni er stefnt að sem jöfnustum endurgreiðsluferli ríkisverðbréfa og að hann sé ekki of framhlaðinn. Eftir því sem einstaka flokkar ríkisbréfa stækka þá eykst endurfjármögnunaráhætta þeirra. Á næstu árum eru stórir flokkar ríkisskuldabréfa á gjalddaga. Þá mun þurfa að fjármagna samhliða neikvæðri greiðsluafkomu ríkissjóðs. Í umhverfi hækkandi vaxta hækkar vaxtakostnaður við endurfjármögnun verulega, oft til margra ára. Sem dæmi er óverðtryggður flokkur ríkisbréfa á gjalddaga í apríl 2024 sem ber 2,5% nafnvexti en fimm ára nafnvextir eru um 6,7% í mars 2024. Í árslok 2023 nam veginn lánstími skulda ríkissjóðs 5,3 árum.</p> <p>Lausafjáráhætta er hættan á því að ríkissjóður geti ekki staðið við eða lendi í erfiðleikum með að mæta fjárskuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla. Þessi áhætta er einkum til staðar í erlendum gjaldeyri. Markmið ríkissjóðs er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að alltaf sé nægt laust fé til að mæta skuldbindingum á gjalddaga. Fjallað er um virka lausafjárstýringu í fjármálaáætlun 2023–2027. </p> <h3>Áhætta ríkissjóðs vegna ríkisábyrgða og endurlána</h3> <p>Ríkisábyrgðir eru ábyrgðir sem ríkissjóður hefur gengist í vegna lánaskuldbindinga lögaðila. Í grundvallaratriðum eru ríkisábyrgðir tvenns konar. Annars vegar getur ríkissjóður, á grundvelli sérstakrar lagaheimildar, veitt aðilum ábyrgð sem bundin er við tiltekið lán þeirra. Hins vegar getur ríkissjóður verið í ábyrgð fyrir lánaskuldbindingum ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja með beinum lánum í gegnum endurlán ríkissjóðs.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/K04_M02_Veittar%20r%c3%adkis%c3%a1byrg%c3%b0ir.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Veittar ríkisábyrgðir" /></p> <p>Ríkissjóður hefur stefnt að því að draga úr umfangi veittra ríkisábyrgða. Hefur það gengið eftir og ekki er gert ráð fyrir frekari ríkisábyrgðum á tímabili áætlunarinnar. Ábyrgðirnar nema í lok árs 2023 samtals um 810 ma.kr. eða tæplega 19% af VLF. Ef tekið er tillit til eigin bréfa ÍL-sjóðs væru ríkisábyrgðir 766 ma.kr. eða 18% af VLF. Ríkisábyrgðir náðu hámarki í lok árs 2012 er þær námu 74% af VLF. </p> <p>Endurlán hafa hins vegar aukist á undanförnum árum og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Stefna stjórnvalda er að fjármagna stuðningskerfi lánasjóða með endurlánum, í stað þess að þeir gefi sjálfir út skuldabréf, auk þess sem gert er ráð fyrir endurlánum til fjármögnunar ákveðinna framkvæmdaverkefna. Meginþorri núverandi endurlána eru til Húsnæðissjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem nú heitir Menntasjóður, Vaðlaheiðarganga og Byggðastofnunar. Einnig er til skoðunar að fjármögnun byggingar Ölfusárbrúar verði með endurlánum til ríkiseiningar sem hafi tekjur af umferð um brúna. </p> <p>Endurlánum er einnig ætlað að styðja við og flýta uppbyggingu ríkisaðila til fjárfestinga en töluvert tækifæri getur falist í slíkum stuðningi við fjárfestingar lögaðila þegar um er að ræða arðbær verkefni sem líklegt er að skili ásættanlegri ávöxtun. Þessi verkefni hafa þó flest það sameiginlegt að þeim fylgir margvísleg áhætta. Fjárfestingar- eða framkvæmdaverkefni byggja t.a.m. á áætlunum sem geta breyst á framkvæmdatíma og hefur framkvæmdakostnaður ítrekað farið fram úr áætlunum eins og dæmin sanna. Gera verður kröfu til þess að undirbúningur slíkra framkvæmda, líkt og annarra, sé vandaður og fjárhagsleg sjálfbærni verkefna metin áður en gengist er við skuldbindingum. Sem dæmi má nefna að unnið hefur verið að umbótum í áætlanagerð og undirbúningi verkefna sem rata inn á samgönguáætlun. Er þar nú gerð grein fyrir stigi undirbúnings hverrar framkvæmdar ásamt mati á óvissu. </p> <p>Útlánakjör þurfa einnig að endurspegla markaðsvexti og áhættu framkvæmdaverkefna. Sömu þættir eiga einnig við þegar kemur að endurlánum til lánasjóða. Skipulag þeirra gengur út á að lánasjóðirnir sjálfir meti útlánaáhættu verkefna og leggi álag á endurlánakjörin til að mæta henni. Önnur áhætta sem tengist fjármögnuninni ætti að mestu að liggja hjá ríkissjóði sem verðleggur hana í sínu áhættuálagi. Áhætta ríkissjóðs felst í að þessir áhættuþættir séu rétt metnir enda ber ríkið ábyrgð á lánasjóðum á sínum vegum og þeim fjármunum sem þar eru bundnir. </p> <p>Aukið umfang endurlána er sérstaklega varhugavert í umhverfi hallareksturs ríkissjóðs, þenslu og verðbólgu. Hátt vaxtastig leiðir einnig til hárrar ávöxtunarkröfu fjárfestingaverkefna og eykur kostnað þeirra. Horfa verður til efnahagslegra áhrifa endurlána og þeirra verkefna sem þau fjármagna samhliða áhrifum þeirra á fjármögnunarkostnað ríkissjóðs. Heildarfjármögnunarþörf ríkissjóðs, ekki aðeins vegna hallareksturs heldur einnig endurlána, getur rutt frá fjármagni sem annars hefði leitt til arðbærra fjárfestinga einkaaðila. Slíkt dregur úr verðmætasköpun. Fjallað er nánar um endurlán í <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=57329b51-fa51-11ee-b883-005056bcde1f">rammagrein 10</a>. </p> <p>Afdrif ÍL-sjóðs eru nærtækt dæmi um áhættu í lánveitingum ríkissjóðs. Hvernig sem úr leysist með ÍL-sjóð virðist einsýnt að hann mun kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um uppgjörið er ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði í þessari fjármálaáætlun. ÍL-sjóður er í dag langstærsti ábyrgðarþeginn með 88% af öllum ríkisábyrgðum. Úrvinnsla sjóðsins er á forræði fjármála- og efnahagsráðherra samkvæmt lögum nr. 151/2019 um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs. Skýrsla um stöðu sjóðsins var lögð fyrir Alþingi í október 2022. Þar er farið yfir sögu sjóðsins og ástæður þess vanda sem hann stendur nú frammi fyrir en markmið úrvinnslunnar er að lágmarka kostnað ríkissjóðs vegna þeirrar áhættu sem einföld ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins felur í sér. Metin staða sjóðsins um síðustu áramót gerir ráð fyrir að ef sjóðnum verði lagðir til fjármunir til að gera honum kleift að greiða af skuldum út líftíma þeirra árið 2044 muni það kosta ríkissjóð um 480 ma.kr. eða um 200 ma.kr. að núvirði. Ef hins vegar sjóðnum væri slitið nú og eignir seldar og ráðstafað til greiðslu skulda væri neikvæð staða um 88 ma.kr.</p> <p>Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila en frumvarpinu er ætlað með almennum hætti að bæta úr vöntun á heimildum til að setja opinbera aðila í slitameðferð. Í tilfelli ÍL-sjóðs gerir frumvarpið ráð fyrir að eigendur skuldabréfa sjóðsins geti orðið jafn vel eða mögulega betur settir við slitin eins og ef málefni ÍL-sjóðs hefðu verið látin óafskipt. Samt sem áður er sérstök skaðabótaregla í frumvarpinu sem mun setja hvers kyns kröfur um bætur vegna mögulegs tjóns í skipulagðan farveg. Frumvarpið er því talið grundvöllur skipulegra slita á ÍL-sjóði og uppgjöri á ríkisábyrgð að fullu. </p> <p>Þrátt fyrir það hefur ávallt verið talið hagfelldast fyrir alla aðila að leita leiða til að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur um uppgjör á skuldum sjóðsins. Allt frá framlagningu skýrslunnar fyrir Alþingi hefur verið reynt að koma á viðræðum við lífeyrissjóði landsins sem eiga langstærstan hluta skulda sjóðsins. Í febrúar 2024 var tilkynnt um að 18 lífeyrissjóðir hafi ákveðið að hefja viðræður við stjórnvöld um uppgjör á skuldabréfunum þar sem markmið viðræðna væri að bréfin yrðu gerð upp að fullu og skilyrði sköpuð fyrir slitum ÍL-sjóðs. </p> <h3>Lífeyrisskuldbindingar</h3> <p>Ríkissjóður er skuldbundinn til greiðslu lífeyris til þeirra starfsmanna sem hafa greitt í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), auk skuldbindinga vegna hluta starfsmanna sem greitt hafa í Brú lífeyrissjóð. Jafnframt er ríkissjóður ábyrgur fyrir skuldbindingum lífeyrissjóðs alþingismanna og ráðherra auk eftirlauna tiltekinna fyrrverandi starfsmanna Útvegsbanka Íslands og Landsbanka Íslands.</p> <p>Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs námu 1.116 ma.kr. í árslok 2022 en eignir til greiðslu lífeyris (í B-deild LSR) námu 245 ma.kr. Eftir stendur 871 ma.kr. hrein skuldbinding sem getur tekið nokkrum breytingum á milli ára. Lögum samkvæmt endurgreiðir ríkissjóður B-deildinni allar hækkanir sem verða á lífeyri sjóðfélaga eftir að þeir hefja töku lífeyris. Því til viðbótar hefur ríkissjóður forgreitt árlega og einnig óreglubundið inn á skuldbindingar B-deildarinnar. Á tímabili fjármálaáætlunarinnar er gert ráð fyrir að árlegar forinngreiðslur upp í bakábyrgð ríkissjóðs nemi 10,3 til 11,4 ma.kr. Áætlað er að með því að halda áfram þeim inngreiðslum næstu þrjá áratugi fari lífeyrissjóðurinn ekki í þrot áður en öllum lífeyrisgreiðslum úr honum verður lokið. Áhætta ríkissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga snýr að miklu leyti að launahækkunum opinberra starfsmanna og ávöxtun undir viðmiði um 3,5% raunávöxtun í framtíðinni. Nánari umfjöllun um lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs má finna í fjármálaáætlun 2023–2027.</p> <h3>Eignarhald á viðskiptabönkum</h3> <p>Eignarhaldi ríkisins á tveimur af þremur viðskiptabönkum landsins fylgir áhætta. Ef horft er til eigin fjár Landsbanka og Íslandsbanka samkvæmt ársuppgjöri þeirra fyrir 2023 var ríkissjóður með um 394 ma.kr. bundna í eignarhlutum í viðskiptabankakerfinu.</p> <p>Áformað er að selja eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka á þessu ári og því næsta að því gefnu að Alþingi samþykki framlagt frumvarp um ráðstöfun eignarhlutanna og ef markaðsaðstæður leyfa. </p> <p>Áframhaldandi sala á eignarhlutum ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum dregur þannig verulega úr áhættu ríkissjóðs því að þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert til að takmarka hana, ef til áfalla kemur verður hún ávallt til staðar. Nánar er fjallað um áhættu ríkissjóðs sem snýr að eignarhaldi hans á viðskiptabönkum í fjármálaáætlun 2023–2027.</p> <h3>Seðlabanki Íslands </h3> <p>Ríkissjóður stendur frammi fyrir áhættu vegna afkomu Seðlabanka Íslands. Á grundvelli 40. gr. laga um Seðlabanka Íslands, getur bankinn kallað eftir því að ríkissjóður leggi honum til aukið eigið fé ef það fer undir ákveðið viðmið og afkomuhorfur hans eru þess eðlis að útlit er fyrir frekari lækkun eigin fjár. Eiginfjárframlagið getur orðið allt að 70 ma.kr. á núverandi verðlagi. Síðastliðin 10 ár hefur eigið fé Seðlabankans sveiflast nokkuð en tíu ára meðaltal eigin fjár er um 84 ma.kr. samanborið við 83 ma.kr. eigið fé samkvæmt ársreikningi 2023. Á þessu tímabili hefur Seðlabankinn einungis einu sinni greitt arðgreiðslu til ríkissjóðs sem nam 800 m.kr. árið 2021. Nánar er fjallað um áhættu ríkissjóðs vegna reksturs Seðlabanka Íslands í fjármálaáætlun 2023–2027.</p> <p>Sjá einnig <a href="/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=57329b51-fa51-11ee-b883-005056bcde1f"><strong>Rammagrein 10: Áhrif endurlána á lánsfjárjöfnuð</strong></a></p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Fjármögnun útgjalda vegna jarðhræringa við Grindavík - Rammagrein 1<p>Jarðhræringar og eldgos við Grindavík hafa þegar haft markverð áhrif á opinber fjármál. Áætlað er að fjárframlög ríkissjóðs, bæði bein og með ráðstöfun fjármuna Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ), sem varið verður til viðbúnaðar og stuðningsaðgerða til íbúa og fyrirtækja, nemi nær 70 mö.kr. Sú fjárhæð er þó vitaskuld verulega háð framvindu jarðhræringa við Grindavík. Af þessum ráðstöfunum vegur þyngst u.þ.b. 45 ma.kr. framlag ríkissjóðs, ýmist beint eða í gegnum NTÍ, til Fasteignafélagsins Þórkötlu vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í bænum, en fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til að ráðstafa allt að 15 mö.kr. úr NTÍ til Þórkötlu. Þetta hefur þýðingu fyrir hagstjórnina; aðhaldsstig opinberra fjármála verður minna en áður var ráðgert. Jarðhræringarnar sjálfar hafa þó dregið úr eftirspurn, einkum í ferðaþjónustu, og þegar allt er saman tekið virðast áhrif jarðhræringanna og mótvægisráðstafana stjórnvalda þrátt fyrir allt vera lítil á þjóðarbúið í heild að svo stöddu. Áhrifin eru þó misjöfn eftir mörkuðum og landsvæðum og koma einna helst fram á húsnæðismarkaði. Yfirlit yfir ráðstafanir ríkissjóðs vegna jarðhræringa í Grindavík má sjá í meðfylgjandi töflu. Hér er um að ræða ný, ófyrirséð útgjöld sem falla til óháð því hvort þeim verði að einhverju marki mætt með fjárheimildum í almennum varasjóði fjárlaga. </p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramma1.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Efnahagsskipan Norðurlandanna sameinar sveigjanleika frjáls markaðshagkerfis og öryggi sem leiðir af öflugu velferðarkerfi (e. flexicurity). Sveigjanleikinn felst í því að auðvelt á að vera að færa framleiðslutæki og starfsfólk milli fyrirtækja og landsvæða til að tryggja hagkvæmni og skilvirkni í framleiðslu. Það er forsenda góðra lífskjara og sterkrar samkeppnisstöðu atvinnulífs á Íslandi. Fyrirtæki eiga auðvelt með að ráða og segja upp fólki til að bregðast við sveiflum í rekstrarumhverfi og óarðbær fyrirtæki hætta rekstri og á grunni þeirra byggjast upp ný. Öryggi felst í því að öflugt velferðarkerfi grípur einstaklinga, ekki fyrirtæki, sem missa starf sitt, glíma við heilsufarstengd vandamál eða lenda í áföllum af öðrum toga.</p> <p>Tímabundinn stuðningur við fyrirtæki, líkt og gripið var til í heimsfaraldrinum og aftur núna í Grindavík, er að því leyti óvenjuleg ráðstöfun. Slík ráðstöfun kann að vera réttlætanleg í kjölfar áfalls sem er fyrirsjáanlega tímabundið og víðtækt í þeim skilningi að fá eða engin landsvæði eða atvinnugreinar fara varhluta af því. Að öðrum kosti er einsýnt að tilfærslur frá almenningi til fyrirtækja á tilteknum stað á landinu komi beinlínis í veg fyrir hagkvæma nýtingu framleiðsluþátta og stuðli þannig að minni verðmætasköpun en ella.</p> <p>Náttúruhamfarir, líkt og þær sem Grindvíkingar hafa þurft að lifa með í ríflega þrjú ár, geta engu að síður kallað á kostnaðarsöm viðbrögð stjórnvalda. Ríkisútgjöld af þessum völdum eru í eðli sínu einskiptis og falla yfirleitt til á skömmum tíma. Það greinir þau frá reglubundnum ríkisútgjöldum, s.s. vegna velferðarþjónustu, almannatrygginga, aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og reglubundnum fjárfestingum. Sú spurning vaknar hvort skynsamlegra sé að fjármagna áfallatengd útgjöld á sama hátt og önnur ríkisútgjöld, þ.e. með sköttum, eða með því að ganga á eignir eða auka skuldir ríkissjóðs.</p> <p>Frá hagfræðilegu sjónarhorni þykir almennt skynsamlegt að fjármagna slík tímabundin, óregluleg ríkisútgjöld með því að ganga á eignir ríkissjóðs eða auka skuldsetningu hans. Helstu ástæðurnar fyrir því eru tvær. Annars vegar valda breytingar á skattkerfinu tilkostnaði í sjálfu sér, sérstaklega ef þær eru gerðar með skömmum fyrirvara. Stöðugt rekstrarumhverfi, þ.m.t. skattkerfi, er mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Grunngildi laga um opinber fjármál um festu felst m.a. í þessu. Hins vegar er jafnan efnahagslegur kostnaður af skattheimtu, svokallað allratap, sem vex þeim mun hraðar eftir því sem skattar eru hækkaðir af hærra stigi. Það eru önnur rök fyrir því að hagkvæmt er að hafa skatta sem jafnasta yfir tíma.</p> <p>Með hækkun skulda er aftur á móti dregið úr getu ríkissjóðs til að bregðast við frekari áföllum. Það er því forsenda viðbragða ríkissjóðs við áföllum, hvort sem er vegna náttúruhamfara á Reykjanesi eða annarra áfalla, að skuldastaða ríkissjóðs sé nægilega lág þegar áfall ríður yfir eða að fyrir hendi sé öflugur áfallasjóður. Áfall gæti verið af þeim toga sem þrengdi almennt að lánsfjárkjörum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, eða sérstaklega að kjörum Íslands, auk þess sem mikil skuldabréfaútgáfa við erfiðar aðstæður hlýtur að öðru jöfnu að þrýsta upp ávöxtunarkröfu. Séu viðunandi skilyrði fyrir aukinni skuldsetningu eða til að ganga á eignir ekki fyrir hendi kann ríkissjóði að vera sá kostur nauðugur að fjármagna viðbrögð við náttúruhamförum með hækkun skatta og lækkun annarra útgjalda þrátt fyrir þann efnahagslega kostnað sem þær ráðstafanir óumflýjanlega hafa í för með sér. </p> <p>Önnur sjónarmið kunna einnig að koma til skoðunar enda eru markmið skattkerfisins margbrotin. Áföll á borð við jarðhræringar og viðbrögð stjórnvalda við þeim kunna að valda tilfærslu verðmæta í samfélaginu. Nú er t.d. líklegt að húsnæðisverð verði lítillega hærra en ef ekki hefði komið til jarðhræringanna við Grindavík. Ef aðstæður eru þannig að sérstaklega brýnt er að ekki slakni á aðhaldi ríkisfjármála þrátt fyrir áfallatengd útgjöld kann að koma til álita að beita skattkerfinu í því skyni. Við þær aðstæður ætti þó fyrst og fremst að koma til skoðunar að forgangsraða í ríkisfjármálum; rannsóknir veita vísbendingu um að aðgerðir á útgjaldahlið ríkisfjármála hafi að jafnaði tímanlegri áhrif á efnahagsumsvif en ráðstafanir á tekjuhliðinni.</p> <p>Hvað varðar reglubundin ríkisútgjöld, sem ekki er hægt eða ekki er vilji til að fjármagna með innheimtu sértækra gjalda, er hagkvæmt að fjármagna þau að langmestu leyti með sköttum fremur en skuldsetningu. Af þessu leiðir að ef hætta á áföllum, hvort sem er vegna jarðhræringa á Reykjanesi eða annarra áfalla af innlendum eða erlendum toga, þykir hafa aukist þarf að draga úr ríkisútgjöldum, hækka skatta eða safna fyrirfram í viðbúnaðarsjóð á borð við áformaðan Þjóðarsjóð til þess að skapa svigrúm til þess að geta fjármagnað áföllin ef þau raungerast. Það er enda ósjálfbært að fjármagna viðvarandi útgjöld eða tíð viðbrögð við áföllum, sem eru upp að einhverju marki fyrirsjáanleg, með aukningu skulda umfram vöxt landsframleiðslunnar. Á þessu er sú undantekning að í efnahagsniðursveiflum getur hallarekstur verið skynsamlegur þótt hann leiði tímabundið til aukningar í skuldahlutfalli ríkissjóðs. Til langs tíma litið, og við núverandi efnahagsaðstæður, er það þó ekki raunin. </p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Kjarasamningar – að bættum vinnubrögðum, aukinni skilvirkni og efnahagslegum stöðugleika - Rammagrein 2<p>Í stjórnarsáttmála er sett markmið um bætt vinnubrögð og aukna skilvirkni við gerð kjarasamninga að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins. </p> <h2>Í átt að bættu kjarasamningsferli að norrænni fyrirmynd</h2> <p>Lengi hefur verið vilji á meðal aðila vinnumarkaðarins til að bæta kjarasamningsferlið þannig að kjarasamningar styðji við efnahagslegan stöðugleika. Nokkur skref hafa verið stigin í þá átt undanfarin ár þó að ekki hafi náðst full samstaða þar um. Horft hefur verið til <strong>Norræna módelsins </strong>sem byggist á því að á Norðurlöndum ríkir almenn samstaða á vinnumarkaði um að útflutningsgreinar í alþjóðlegri samkeppni séu leiðandi í launamyndun og gerð kjarasamninga og skapi fordæmi fyrir aðra. Mikið er lagt upp úr undirbúningi fyrir kjarasamninga og efnahagslegar forsendur greindar sem og launatölfræði sem liggur til grundvallar mati á svigrúmi til launahækkana. Aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum er mismunandi en alls staðar er hefð fyrir þríhliða samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. </p> <p><strong>Salek</strong>-samkomulagið frá 2015 um sameiginlega launastefnu og grunn að nýju samningalíkani var tilraun til aukins samstarfs atvinnurekanda og heildarsamtaka launafólks á almenna og opinbera vinnumarkaðnum um endurskoðun á íslenska samningalíkaninu að norrænni fyrirmynd. BHM og KÍ stóðu þó utan samkomulagsins og var það ekki endurnýjað. Engu að síður gaf Salek-hópurinn út nokkur rit um bætta kjarasamningsgerð og efnahagslegar forsendur kjarasamninga. <strong>Þjóðhagsráð</strong> var síðan stofnað árið 2016 og hefur að markmiði að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Í því sitja formenn ríkisstjórnarflokkanna en ávallt forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. </p> <p>Með <strong>lífskjarasamningunum </strong>sem undirritaðir voru árið 2019 voru áfram stigin skref í átt að Norræna módelinu. Þá lögðu stjórnvöld til viðamiklar aðgerðir til að liðka fyrir samningum og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Einnig var heildarsamtökum á vinnumarkaði boðin aðild að <strong>Þjóðhagsráði </strong>og hlutverk þess útvíkkað til að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Sama ár stofnuðu aðilar vinnumarkaðarins <strong>Kjaratölfræðinefnd</strong> sem er samstarfsvettvangur um launatölfræði og efnahagsmál og ætlað að tryggja sameiginlegan skilning á þeim tölum sem mestu varða við gerð kjarasamninga. </p> <p>Að auki settu <strong>opinberir launagreiðendur</strong> fram sameiginlega <strong>kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga</strong> sem hefur að markmiði að hið opinbera sé samkeppnisfært á vinnumarkaði og stuðli þannig að hagkvæmni, árangri og góðri frammistöðu. Jafnræði ríki í launasetningu opinbers starfsfólks og gagnsæi um laun, önnur kjör og launaþróun. Svigrúm til launabreytinga verði ákvarðað af samkeppnisstöðu leiðandi atvinnugreina gagnvart helstu viðskiptalöndum. </p> <p>Jafnvel þó lífskjarasamningarnir hafi fært kjarasamningagerð hér á landi í átt að Norræna módelinu þá náðist ekki samstaða allra aðila vinnumarkaðarins á þeirri vegferð. Hjá ríkinu, þar sem háskólamenntað starfsfólk er í miklum meirihluta, er samið í miðlægum kjarasamningi um almennar hækkanir á launatöflum og röðun starfsfólks í launaflokka, þ.e. hin eiginlega launaupphæð, ákvörðuð í stofnanasamningum. Krónutöluhækkanir hafa orðið til þess að launatöflur, sem byggjast á jöfnu bili á milli launaflokka og þrepa, skekkjast sem verður til þess að launahækkanir á grundvelli stofnanasamninga geta rýrnað að verðgildi. Því getur reynst snúið að yfirfæra hækkanir á almenna markaðnum þ.e. „merki markaðarins“ á launaumhverfi ríkisins. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera hafi fengið minni kjarabætur en sambærilegir hópar á almennum markaði. Þá hefur launavísitala háskólamenntaðra sérfræðinga hjá hinu opinbera hækkað meira en sérfræðinga á almennum markaði. </p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramm2-1.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Í aðdraganda samninga vorið 2024 höfðu samtök opinbers launafólks og opinberir launagreiðendur tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en að gengið var frá fyrstu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Stjórnvöld komu einnig að þeim samningum með viðamiklar aðgerðir til að stuðla að bættum kaupmætti og lægri verðbólgu. </p> <h2>Stéttarfélagsaðild og fjöldi viðsemjenda</h2> <p>Eitt af því sem einkennir íslenskan vinnumarkað og sker hann úr gagnvart hinum Norðurlöndunum er há stéttarfélagsaðild og fjöldi viðsemjenda. Stéttarfélagsaðild íslensks launafólks er um 90%. </p> <p>Á íslenskum vinnumarkaði eru fjögur stór heildarsamtök launafólks og fjöldi félaga sem standa utan heildarsamtaka. Hjá ríkinu eru þar stærstu félögin: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands. Skurðlæknar eru með sér félag og standa einnig utan bandalaga. </p> <p><img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramm2-2.png?amp%3bproc=LargeImage" /></p> <p>Í samningalotu vorsins 2023 gerði samninganefnd ríkisins 53 kjarasamninga við um 90 félög og ein miðlunartillaga var samþykkt. Fjölmennasti hópur félagsfólks að baki eins samnings er um 4000 einstaklingar en einungis 3 einstaklingar í fámennasta hópnum. Um 60% stéttarfélaga sem gera kjarasamning við ríkið hafa færri en 200 einstaklinga að baki hvers samnings. </p> <img alt="" src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/ramm2-3.png?amp%3bproc=LargeImage" /> <p>Mörg stéttarfélög hafa þó sameinast undanfarin ár eða myndað samflot við gerð kjarasamninga. Samninganefnd ríkisins, í samstarfi við aðra opinbera launagreiðendur, heldur áfram að leggja áherslu á að semja við heildarsamtök sé það mögulegt en virðir að sjálfsögðu samningsrétt hvers félags.</p> <p>Nokkrar framfarir hafa átt sér stað í átt að skilvirkara ferli og bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Má þar nefna samvinnu og samtal aðila í Þjóðhagsráði, Kjaratölfræðinefnd, samvinnu opinberra launagreiðenda og sameiginlega kjarastefnu. Kjarasamningsviðræður á almenna markaðnum vorið 2024 einkenndust af hógværum kröfum um launaliðinn til að stuðla að auknum kaupmætti launafólks og meiri samhljómi en áður um það sem væri til skiptanna. Er slíkt samtal og sátt um markmið samninga lykilatriði í árangursríkri kjarasamningsgerð.</p> <p>Áfram mun samninganefnd ríkisins, fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra, vinna í átt að bættum vinnubrögðum og skilvirkni við gerð kjarasamninga bæði við kjarasamningsborðið sem og á milli samninga og hafa verkefni þess efnis verið skilgreind í ársáætlun ráðherra.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Skattlagning á ökutæki, eldsneyti og afnot vegakerfisins - Rammagrein 3<p>Fjölgun vistvænna og sparneytinna bifreiða hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafa nú þegar rýrnað umtalsvert. Allt útlit er fyrir að slíkar tekjur ríkissjóðs muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka á næstu árum. Annars vegar eru tekjur af gjaldtöku á ökutæki og eldsneyti, einkum vörugjöld, teknar að fjara út sökum þess að fram hafa komið nýir orkugjafar og sparneytnari ökutæki.</p> <p>Hins vegar hafa stjórnvöld markað þá stefnu að auka notkun hreinna orkugjafa í samgöngum og hraða þannig orkuskiptum, m.a. með verulegum skattastuðningi undanfarin ár sem verður í mynd beinna styrkja við bifreiðakaup næstu árin. Á sama tíma eru áform um kostnaðarsama uppbyggingu og viðhald á vegakerfinu. Með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og tilheyrandi aukinni umferð er síst útlit fyrir að það breytist í nálægri framtíð. Nauðsynlegt er að bregðast við þessari þróun og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku á ökutæki, eldsneyti og afnot vegakerfisins til framtíðar.</p> <img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R03_M01-Tekjur_af_okutaekjum_og_eldsneyti.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Tekjur af ökutækjum og eldsneyti 2000-2029" style="float: left;" /> <p>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að framtíðartekjuöflunarkerfi ríkissjóðs vegna umferðar og orkuskipta verði mótað og innleitt á kjörtímabilinu. Í febrúar 2023 var sett á fót sameiginleg verkefnastofa fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins til að móta tillögur um nýtt fyrirkomulag, en forsætisráðuneytið á einnig aðild að stýrihópi vegna verkefnisins.</p> <p>Í þeirri vinnu hefur komið skýrt fram að eftirsóknarvert þyki að nýtt fyrirkomulag feli í sér heildstætt og samræmt gjaldtökukerfi á landsvísu þar sem tekjustofnar og hagrænir hvatar falli vel saman innbyrðis fremur en að rekast á. Einnig að gagnsæi og einfaldleiki kerfisins verði sem mestur gagnvart greiðendum og að gjaldtaka verði notendavæn og yfirbygging sem minnst, þannig að óhagræði og innheimtukostnaði sé haldið í lágmarki. Rauði þráðurinn í nýju kerfi felst í því að gjaldtakan færist í meira mæli á afnot af samgönguinnviðum, m.ö.o. að þeir borgi sem nota og menga.</p> <p>Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða var samþykkt á Alþingi í desember sl. og varð að lögum nr. 101/2023. Með samþykkt laganna var stigið fyrsta skrefið í lögfestingu á nýju tekjuöflunarkerfi af ökutækjum og eldsneyti með upptöku kílómetragjalds frá ársbyrjun 2024 vegna notkunar rafmagns- og vetnisbíla annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla).</p> <p>Í samræmi við þá stefnu stjórnvalda sem kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er unnið út frá því að í síðara skrefinu verði kílómetragjald innleitt fyrir alla bíla þar sem tekið verði mið af þyngd og vegsliti mismunandi ökutækja við afmörkun gjaldsins. Greitt verði kílómetragjald vegna ekinna kílómetra, auk þess sem greitt verði árgjald vegna aðgangs að vegakerfinu. Gert er ráð fyrir að síðara skrefið verði stigið með framlagningu frumvarps um kílómetragjald vegna notkunar allra ökutækja á vegakerfinu, þ.m.t. bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, á haustþingi 155. löggjafarþings 2024–2025, og að gjaldtaka hefjist í upphafi árs 2025.</p> <p>Samhliða er gert ráð fyrir að fram fari endurskoðun á þeim lagabálkum sem gilda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis, þ.m.t. á vörugjöldum af eldsneyti, þar sem þessi eldri gjöld munu eftir atvikum lækka verulega eða falla alveg niður. Gert er ráð fyrir að áfram verði lagt kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti til að fanga neikvæð ytri áhrif af notkun þess og veita viðeigandi hvata til orkuskipta í samgöngum.</p> <p>Innleiðing á nýja tekjuöflunarkerfinu í tveimur skrefum gerir kleift að fyrsta árið verði verkefnið smærra í sniðum þar sem það nær þá einungis til hluta bílaflotans. Með því móti verður hægt að draga lærdóm af framkvæmd þess og endurbæta það m.t.t. reynslu og ábendinga almennings og fyrirtækja. Með þessu breytta kerfi samgöngugjalda verður Ísland fyrsta landið í heiminum til að innleiða kílómetragjöld fyrir afnot af vegakerfinu með almennum hætti. Flestöll önnur ríki eiga hins vegar við svipaðan vanda að etja vegna þverrandi tekna af vegasamgöngum og eru að skoða eða undirbúa svipaðar breytingar.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki - Rammagrein 4<p>Efling nýsköpunar í atvinnulífinu er stór liður í áformum stjórnvalda um stuðning við vaxtargetu hagkerfisins í því skyni að örva framleiðniþróun. Eitt helsta verkfæri hins opinbera til þess er skattfrádráttur eða útgreiðsla á styrk samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki en þau hafa það markmið að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja.</p> <p>Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu frá Rannís fá rétt til skattfrádráttar á álögðum tekjuskatti vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni eða greiðslur ef frádrátturinn er meiri en það sem fyrirtækjum er gert að greiða í tekjuskatt. Á síðustu árum hafa beinar útgreiðslur numið um 90% af heildarstuðningnum.</p> <p>Frá því að lögin tóku gildi árið 2010 hefur stuðningur við nýsköpun stóraukist. Bæði hafa fleiri nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér stuðninginn og stjórnvöld gert umfangsmiklar breytingar á stuðningskerfinu. Veigamesta breytingin fól í sér hækkun á endurgreiðsluhlutfallinu sem var lögfest tímabundið árið 2020 í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Núverandi ríkisstjórn framlengdi þá hækkun til ársins 2025 og er endurgreiðsluhlutfallið því áfram 35% af útlögðum kostnaði vegna verkefna í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja og 25% í tilviki stórra fyrirtækja.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R04_M01-Studningur_vid_nyskopun_st%c3%b3raukist_a_sidustu_arum.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Stuðningur við nýsköpun stóraukist á síðustu árum: 2011-2023" style="float: left;" /></p> <p> </p> <p>Fjármagn sem var greitt í styrk og veittan skattafslátt vegna nýsköpunar og þróunar nam um 0,32% af VLF árið 2023 en um 0,05% árið 2011 þegar stuðningurinn var fyrst veittur samkvæmt lögum. Í fjárlögum ársins 2024 er gert ráð fyrir 16,6 ma.kr. í umræddan stuðning. Gert er ráð fyrir að á árunum 2025–2029 fari samanlagt 96 ma.kr. til stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki. </p> <p>Á síðasta ári voru kynntar niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á úttekt á stuðningsfyrirkomulaginu um skattfrádrátt og greiddan styrk vegna rannsóknar og þróunar á Íslandi. Almennt eru niðurstöður og ráðleggingar í skýrslunni jákvæðar og er hvatt til áframhaldandi beitingar aðgreinds skattafsláttar milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stærri fyrirtækja í rannsóknum og þróun í samræmi við þá breytingu sem gerð var á lögunum árið 2020 og var síðan framlengd 2022. Er á því byggt að skattafsláttur vegna rannsókna og þróunar hafi meiri áhrif á lítil og smærri fyrirtæki.</p> <p>Mikilvægt er þó að meta árangurinn með reglulegum hætti og til þess að svo megi vera þarf að viðhalda þeim gagnagrunni sem komið var upp í tengslum við vinnu OECD og bæta við upplýsingum í grunninn til að ná að meta áhrifin út frá fleiri þáttum en gert var í þeirri rannsókn.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Auknum stuðningi við loftslagsmál viðhaldið - Rammagrein 5<p>Frá undirritun Parísarsamningsins 2015 hefur verið sívaxandi umræða um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Ríki heimsins hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og ráðist í fjölbreyttar aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt ríka áherslu á að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum sem tengist Parísarsamningnum og birt stefnumörkun þar að lútandi um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmið Íslands er að ná 55% samdrætti í losun fyrir árið 2030 miðað við 1990 í samfloti með Noregi og ESB og að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Til að vinna að þeim markmiðum hefur ríkisstjórnin tvisvar gefið út aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er nú unnið að þriðju uppfærslunni.</p> <p>Aðgerðir í loftslagsmálum þurfa ekki allar að krefjast útgjalda úr ríkissjóði heldur er einnig hægt að bregðast við með breytingum á gjöldum, lagabreytingum og fræðslu. Á síðustu árum hefur stefna stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þó endurspeglast í auknum framlögum til loftslagsmála. Þessi framlög felast einkum í skattaívilnunum og útgjöldum til að stuðla að fjölbreyttum vistvænum samgöngum, aðgerðum í landbúnaði og landnotkun (AFOLU) og ýmsar aðrar beinar aðgerðir. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R05_M01.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Umfang framlaga tengd loftslagsmálum" /></p> <p>Á árinu 2023 voru framlög tengd loftslagsmálum yfir 31 ma.kr. sem er þreföldun frá því sem var árið 2017. Helstu sveiflur í framlögum til loftslagsmála skýrast af breytingum á skattstyrkjum og framlögum til samgangna. Það mikla stökk sem varð á árinu 2023 skýrist að verulegu leyti af mikilli eftirspurn almennings á rafbílum, sérstaklega á seinni hluta þess árs. Sú sveifla kann að hafa leitt af þeirri kerfisbreytingu sem varð við afnám virðisaukaskattsívilnana við kaup á rafbílum í lok árs 2023 og upptöku nýs styrkjakerfis úr Orkusjóði. </p> <p>Helstu ástæður þess að framlög tengd loftslagsmálum fara lækkandi á tíma fjármálaáætlunarinnar eru annars vegar að skattastyrkir eru yfirleitt settir til ákveðins tíma og renna svo út og hins vegar eru veittar fjárheimildir til tímabundinna verkefna. Fjárhæðir fyrri ára á myndinni eru á verðlagi hvers árs.</p> <p>Stærsti þátturinn í framlögum ríkisins til loftslagsmála hefur falist í hagrænum hvötum í formi skattastyrkja. Þar hafa skattastyrkir vegna bíla vegið þyngst. Á síðustu árum hefur ríkið fellt niður virðisaukaskatt af tengiltvinn- og rafbílum til að stuðla að loftslagsvænum samgöngum. Tengiltvinnbílar gegndu mikilvægu hlutverki við upphaf orkuskiptanna en ívilnunum vegna þeirra lauk á árinu 2022. VSK-ívilnanir vegna rafbíla runnu út í árslok 2023. Auk þess má nefna VSK-ívilnanir vegna hleðslustöðva, hjóla og útleigu bíla, skattfrelsi íblandaðs endurnýjanlegs eldsneytis, fulla fyrningu á kaupári vistvænna bíla, græna fjárfestingarhvata o.fl.</p> <p>Í upphafi þessa árs var stuðningur við rafbílakaup almennings færður af tekjuhlið yfir á gjaldahlið. Með þeirri breytingu var stuðningi við rafbílakaup almennings breytt úr því að virðisaukaskattur var felldur niður að hámarki 1,32 m.kr. en jafnframt var tekið upp styrkjakerfi sem nemur 900 þ.kr. á hvern bíl sem kostar innan við 10 m.kr. Á myndinni að ofan má sjá hvernig skattstyrkir dragast saman en útgjöld til samgangna aukast. Í stað VSK-endurgreiðslna vegna hreinorkubíla, sem renna út í árslok 2023, er í áætluninni gert ráð fyrir að fjárheimild til Orkusjóðs nemi um 7,5 ma.kr. á ári á árunum 2024–2025 og svo um 5 ma.kr. árin 2026–2030.</p> <p>Framlög til landbúnaðar og landnotkunar vegna loftslagsmála skiptast með nokkuð jöfnun hætti í skógrækt, landgræðslu og grænmetisframleiðslu. Önnur bein framlög til loftslagsmála eru að stærstum hluta tengd aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem framlög eru veitt í ýmis verkefni til að stuðla að samdrætti í losun, stefnumótun og aðlögun að loftslagsbreytingum.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila - Rammagrein 6<p>Þörf fyrir öldrunar- og heilbrigðisþjónustu eykst hratt í samræmi við öldrun þjóðarinnar. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að 67 ára og eldri verði orðnir 78.500 talsins árið 2040 í stað 50.500 árið 2023. Það jafngildir um 55% fjölgun. Á lokaári þessarar fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir að aldraðir verði 62.200 eða 23% fleiri en árið 2023. Tæplega 6% fólks sem eru 67 ára og eldri býr nú á hjúkrunarheimilum. Sé gert ráð fyrir sambærilegri nýtingu hjúkrunarrýma og nú er þarf að fjölga hjúkrunarrýmum um 100 á ári að meðaltali næstu 20 ár.</p> <p>Á undanförnum árum hafa nær öll ný hjúkrunarheimili verið byggð á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga þar sem lögbundin krafa er að sveitarfélög taki þátt í byggingu hjúkrunarheimila sem nemi að lágmarki 15% af stofnkostnaði. Sveitarfélögum ber einnig að láta í té lóðir undir byggingar hjúkrunarheimila ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda og lóðarleigu. Einnig hafa verið byggð 10 hjúkrunarheimili eftir svokallaðri leiguleið sem komið var á fót árið 2008 þar sem eignarhaldið er hjá sveitarfélögum en ríkissjóður greiðir húsaleigu til 40 ára sem samsvarar 85% af stofnkostnaði. Elstu hjúkrunarheimilin í landinu voru hins vegar byggð á ábyrgð rekstraraðila hjúkrunarheimilanna þeirra, sem yfirleitt eru sjálfseignarstofnanir eða félagasamtök, og fjármögnuð með ýmsum hætti og liggur eignarhald fasteigna hjá þeim.</p> <p>Rekstur hjúkrunarheimila er fjármagnaður af ríkissjóði með daggjöldum og húsnæðisgjaldi. Vistfólk greiðir einnig fyrir þjónustuna upp að ákveðnu marki eftir fjárhag þess og koma þær greiðslur til frádráttar daggjöldunum úr ríkissjóði. Auk kostnaðar við vistun og umönnun eiga daggjöldin að standa straum af minniháttar viðhaldi og umsýslu, fasteignagjöldum og tryggingum vegna húsnæðisins. Stærri endurbætur verða rekstraraðilar að fjármagna að verulegum hluta sjálfir, eða sem svarar til 60% af heildarframkvæmdakostnaði en geta sótt um styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir 40% af kostnaðinum. Rekstraraðilar daggjaldastofnana eru sveitarfélög og sjálfseignastofnanir en nokkur einkafyrirtæki koma einnig að rekstri hjúkrunarheimila. Þá eru nokkur hjúkrunarheimili rekin af heilbrigðisstofnum með fjárveitingum í fjárlögum. </p> <p>Á undanförnum árum hefur verið uppi ágreiningur milli ríkisins og rekstraraðila hjúkrunarheimila um fjármögnun og rekstur slíkra heimila sem hefur leitt til þess að nokkur sveitarfélög hafa skilað rekstri þeirra til ríkisins. Uppgjör slíkra mála hafa gefið tilefni til að endurskoða aðkomu ríkis og sveitarfélaga að þjónustunni og uppbyggingu hennar. Ekki síst á þetta við um fyrirkomulag á eignarhaldi og framkvæmdum við byggingu hjúkrunarheimila og hvernig því verður best fyrir komið til að stuðla að markvissri og nauðsynlegri uppbyggingu í málaflokknum í samræmi við öldrun þjóðarinnar. </p> <p>Miklar tafir hafa orðið á byggingu nýrra heimila á undanförnum árum og áætlun um stórfellda uppbyggingu hjúkrunarheimila sem kynnt var árið 2018 hefur engan veginn gengið eftir. Ætlunin var að fjölga hjúkrunarrýmum á árunum 2019–2023 um 550, auk þess sem bæta átti aðbúnað á 240 eldri rýmum. Af ýmsum ástæðum gekk þessi áætlun ekki eftir og fjárheimildir sem samþykktar hafa verið í fjárlögum undanfarin ár hafa safnast upp og verið fluttar á milli ára. Er nú svo komið að fjárheimild að fjárhæð 14,3 ma.kr. var ónýtt í lok síðasta árs.</p> <p>Nýtt fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila byggir á tillögum vinnuhóps frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu sem hafði það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið. Í skýrslu vinnuhópsins er lagt til að samstarfi ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila verði hætt og að ríkissjóður beri framvegis einn ábyrgð á fjármögnun vegna byggingar hjúkrunarheimila sem og rekstri hjúkrunarrýma. Samkvæmt þessum áformum mun ríkið hins vegar ekki annast um að byggja hjúkrunarheimili heldur leigja þau í þess stað af aðilum sem sérhæfa sig í byggingu og rekstri fasteigna. Samhliða því að létta kostnaði af sveitarfélögum verða gerðar breytingar á tekjustofnum þeirra sem samsvari lægri kostnaði þeirra í kjölfarið á breyttu fyrirkomulagi. Þá þarf að gera breytingar á lögum sem tengjast heilbrigðisþjónustu til að endurspegla þetta breytta fyrirkomulag á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga við öflun á húsnæði undir hjúkrunarrými. Einnig þarf að skoða breytingar á Framkvæmdasjóði aldraðra, hvort hann verði lagður niður eða aðlagaður breyttu fyrirkomulagi.</p> <p>Nýtt fyrirkomulag gerir ráð fyrir að fjármögnun hjúkrunarheimila byggi á skýrri aðgreiningu á rekstri húsnæðis annars vegar og hjúkrunarþjónustu hins vegar. Samningar um rekstur þjónustu á hjúkrunarheimilum verði almennt gerðir til 10 ára í stað 5 ára, eins og nú er, til að auka rekstraröryggi og áætlanagerð til lengri tíma. Fasteignafélögum og öðrum sérhæfðum aðilum verði gefið tækifæri til að byggja og reka fasteignir hjúkrunarheimila á grundvelli útboða sem leiði til hagstæðustu útkomu að teknu tilliti til gæða og kostnaðar. Ákvörðun um fjöldi rýma í nýjum hjúkrunarheimilum byggist almennt á þjónustuþörf og rekstrarhagkvæmni þar sem lágmarksfjöldi hjúkrunarrýma er skilgreindur og eftirspurn er til staðar. Leigusamningar um afnot og viðhald húsnæðis hjúkrunarheimila gildi í 20 til 30 ár. Tekið verði upp staðlað fyrirkomulag þar sem greidd er leiga í formi nýs húsnæðisgjalds fyrir afnot af rýmum undir eiginlega hjúkrunarstarfsemi. Við ákvörðun leiguverðs verður lagt mat á gæði hvers hjúkrunarheimilis út frá þeim viðmiðum sem gilda um byggingu hjúkrunarheimila. Eignunum verður þá raðað í gæðaflokka með fyrirfram skilgreindu leiguverði eftir því hvernig eignin uppfyllir gæðastuðla. Eigendum fasteignanna verður gefinn kostur á að ráðast í endurnýjun eða endurbætur á eigninni til að komast upp um gæðaflokka sem leiða til hærra leiguverðs.</p> <p>Núverandi fyrirkomulagi á fasteignarekstri hjúkrunarheimila samræmist ekki vel þeim breytingum sem hafa verið gerðar á almennri fasteignaumsýslu á vegum ríkisins. Meginmarkmið með nýju fyrirkomulagi er að auka hagkvæmni og framkvæmdahraða vegna fjárfestinga í hjúkrunarheimilum þannig að aðstaða sé til staðar í samræmi við þjónustuþörf hverju sinni. Einnig að auka sveigjanleika og sérhæfingu við byggingu og rekstur hjúkrunarheimila og tryggja að fjármunir séu til staðar til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegt viðhald og endurbætur til að koma í veg fyrir að viðhaldsskuld myndist yfir lengri tíma með tilheyrandi kostnaði. Ávinningur er talinn hljótast af því að aðrir aðilar en hin opinbera, þ.e. þeir sem sérhæfa sig í fasteignauppbyggingu, fái tækifæri til að bera ábyrgð á framkvæmdum á þessu sviði. Það er einnig til þess fallið að dreifa verkefnaálagi vegna slíkra framkvæmda. </p> <p>Á tímabili fjármálaáætlunarinnar er gert ráð fyrir að byrjað verði að greiða samkvæmt nýju fyrirkomulagi fyrir samtals 792 hjúkrunarými þar af eru 635 ný rými sem staðsett eru bæði á nýjum og eldri hjúkrunarheimilum. </p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Útgjöld vegna málefna útlendinga, umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks - Rammagrein 7<p>Framan af tímabilinu 2017–2023 voru útgjöld málaflokka sem fara með málefni útlendinga, umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks nokkuð stöðug, eða á bilinu 6–8 ma.kr. á föstu verðlagi. Árið 2022 varð veruleg breyting þegar útgjöldin nærri tvöfölduðust að raunvirði á milli ára. Skýrist það einkum af stórauknum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem komu frá Úkraínu og Venesúela. <a href="https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Fj%c3%a1rm%c3%a1la%c3%a1%c3%a6tlun%202024-2028%20-%20vefur.pdf">Fjallað var um efnahagsleg áhrif fjölgunar flóttafólks á bls. 38–40 í fjármálaáætlun 2024–2028.</a></p> <p>Árið 2023 héldu útgjöld áfram að aukast, eða um 52% milli ára. Þegar litið er aftur til ársins 2017 höfðu útgjöld til málaflokka <em>10.50 Útlendingamál</em> og <em>29.70 Málefni innflytjenda og flóttamanna</em> ríflega þrefaldast að raunvirði. Á sama tímabili nærri fjórfaldaðist fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá nærri nífaldaðist fjöldi þeirra sem hlutu vernd og fengu stöðu flóttafólks, sem skýrist einkum af því að umsækjendur frá Úkraínu og Venesúela fengu að stærstum hluta veitta vernd án tafar árin 2022 og 2023. Samanburð má sjá nánar á myndinni hér fyrir neðan: </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/K03.2_M17_Raungj%c3%b6ld%20til%20m%c3%a1lefna%20%c3%batlendinga.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Raunútgjöld til málefna útlendinga ríflega þrefölduðust og fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd tæplega fjórfaldaðist frá 2017 til 2023" /></p> <p>Merki eru um að farið sé að hægjast á þessari miklu aukningu flóttafólks á þessu ári því að á fyrsta ársfjórðungi höfðu 597 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem er ríflega helmingsfækkun frá sama tímabili síðasta árs. Ein helsta ástæðan fyrir því er fækkun umsókna frá Venesúelabúum því að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs höfðu einungis 90 Venesúelabúar sótt um vernd, samanborið við 636 einstaklinga fyrstu þrjá mánuðina árið áður. Líklegt er að það megi rekja til þess að á sl. ári var fallið frá þeirri ákvörðun að veita fólki frá Venesúela skilyrðislausa viðbótarvernd á grundvelli alvarlegs ástands í landinu. Talið er að umsækjendur um alþjóðlega vernd á yfirstandandi ári verði eftir sem áður mun fleiri en á árum áður og verði á bilinu 2.500–3.500. Hins vegar er gert ráð fyrir að þeim muni fækka smám saman í 1.000 umsækjendur í lok áætlunartímabilsins. </p> <p>Stærstan hluta beinna útgjalda vegna málefna útlendinga á undanförnum árum má rekja annars vegar til þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem felst í húsnæði, fæði og annarri framfærslu, og hins vegar til endurgreiðslna ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna félagsþjónustu og veittrar aðstoðar við erlenda ríkisborgara sem átt hafa lögheimili í landinu skemur en tvö ár. Á árinu 2023 námu þessi útgjöld þremur fjórðu hlutum af heildarútgjöldum til málaflokka sem fara með málefni útlendinga. Þá eru ótalin óbein útgjöld sem falla undir önnur málefnasvið, s.s. í heilbrigðis- og menntakerfinu, sem ætla má að séu umtalsverð þótt umfang þeirra liggi ekki fyrir að svo stöddu. </p> <p>Umfang útgjalda vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd um húsnæði og fæði veltur einkum á fjölda þeirra sem hingað leita að vernd auk afgreiðslutíma umsókna hjá Útlendingastofnun og eftir atvikum hjá kærunefnd útlendingamála. Eins og sakir standa tekur málsmeðferð um 180 daga á hvoru stjórnsýslustigi. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/K03.2_M18_Fj%c3%a1rveitingar%20til%20m%c3%a1lefna%20%c3%batlendinga%20fara%20l%c3%a6kkandi.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Fjárveitingar til málefna útlendinga fara lækkandi á tímabili fjármálaáætlunar" /></p> <p>Nýverið sammæltist ríkisstjórnin um <a href="/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/20/Heildarsyn-i-utlendingamalum/">víðtækar aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda.</a> Markmið aðgerðanna er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins og bættri þjónustu í því skyni að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Ein af aðgerðunum miðar að því að stytta afgreiðslutíma umsókna um alþjóðlega vernd um helming, eða í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi. Nái aðgerðin tilætluðum árangri má gera ráð fyrir að frá árinu 2025 fari kostnaður vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd lækkandi. Jafnframt miðar breytt fyrirkomulag að því að færri sæki um alþjóðlega vernd sem ekki uppfylla skilyrði til þess. Þá verður ráðist í tímabundið átak til að flýta afgreiðslu umsækjenda frá Venesúela sem beðið hafa niðurstöðu hjá Útlendingastofnun. Náist þessi markmið má gera ráð fyrir að aðgerðirnar leiði til enn frekari lækkunar útgjalda vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni.</p> <p>Ríkisstjórnin ákvað einnig að ráðast í aðgerðir sem miða að því að jafna tækifæri í íslensku samfélagi, stuðla að betri nýtingu mannauðs, samræma löggjöf og framkvæmd með það að markmiði að leggja áherslu á að verndarkerfið þjóni betur þeim sem búa við mesta neyð, sem m.a. verður gert með því að setja móttöku kvótaflóttafólks í forgang. </p> <p>Er því einnig gert ráð fyrir hækkun framlaga í þessari fjármálaáætlun miðað við gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 til að styðja ofangreindar aðgerðir og mæta áskorunum í málefnum útlendinga, s.s. styttingu málsmeðferðartíma og inngildingu. Annars vegar er gert ráð fyrir fjármunum í almennum varasjóði til málefnisins sem nemur 1,6 ma.kr. árið 2025 og 0,6 ma.kr. árið 2026. Gert er ráð fyrir að fjármunum verði dreift á viðeigandi málaflokka í frumvarpi til fjárlaga 2025. Hins vegar er veitt 1 ma.kr. tímabundið framlag til að mæta útgjöldum vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd um húsnæði og fæði, en framlagið kemur á móti 5 ma.kr. framlagi sem veitt var í fjárlögum 2024 tímabundið í tvö ár.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Virkjun efnahags ríkisins til lækkunar á skuldum ríkissjóðs - Rammagrein 8<p>Umtalsverðar eignir eru á efnahagsreikningi ríkissjóðs sem tækifæri eru til að hagnýta mun betur. Ríkissjóður er eigandi að 47 félögum sem höfðu samtals um 1.000 ma.kr. í eigin fé í árslok 2022. Þá er ríkissjóður eigandi að um 900 fasteignum með heildarfermetrafjölda upp á 950.000 m<sup>2 </sup>og ríflega 400 jörðum en bókfært virði þessara eigna er um 312 ma.kr. Til viðbótar á ríkissjóður talsvert af lóðum, spildum og auðlindum víðs vegar um landið. Í eignasafninu felast margvísleg tækifæri til að innleysa verðmæti, t.a.m. með sölu eigna eða þróun þeirra sem eykur virði eignanna. </p> <p>Til að styðja við lækkun á skuldastöðu ríkissjóðs og meira svigrúm til samfélagslega arðbærra fjárfestinga verður lögð aukin áhersla á að hámarka hagrænan og samfélagslegan ábata af eignum ríkisins. Frekari greining verður gerð á félaga- og eignasafni ríkisins m.t.t. þess hvaða eignir teljast mikilvægar út frá almannahagsmunum og sviðsmyndir mótaðar um sölu og ráðstöfun slíkra eigna. Horft verður til tilgangs og ábata af eignarhaldinu og arðsemissjónarmiða. </p> <p>Tækifæri eru til að stýra efnahagsreikningi ríkisins með enn markvissari hætti og ná fram meiri arðsemi, auknum arðgreiðslum og öðrum ábata af eignum ríkisins. Þörf er á að ráðast í sölu ótekjuberandi eigna eins fljótt og hægt er og kanna möguleika á sameiningu félaga eða sölu þeirra í meira mæli en verið hefur. Með slíkum aðgerðum verður hægt að lágmarka fjármagnskostnað ríkissjóðs að teknu tilliti til áhættu, innleysa verðmæti sem liggja á efnahagsreikningnum og þar með draga úr skuldasöfnun.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R08_M01-Skuldir_og_eignir_rikissjods_jukust_arid_2022.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Skuldir og eignir ríkissjóðs jukust árið 2022: 2018-2022" style="float: left;" /></p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Færri og öflugri stofnanir - Rammagrein 9<p>Eitt af forgangsmálum stjórnvalda eru breytingar á stofnanakerfinu en með færri og öflugri stofnunum mætti bæta nýtingu fjármuna umtalsvert. Ríkisendurskoðandi<sup><sup>1</sup></sup> hefur m.a. lýst því sjónarmiði að smæð stofnana sé í flestum tilvikum hamlandi í rekstrar- og faglegu tilliti og því sé nauðsynlegt að efla stofnanakerfið svo að það hafi burði til að takast á við viðfangsefnin.</p> <p>Stofnanir ríkisins eru í dag 161 talsins<sup><sup>2</sup></sup> og hefur þeim fækkað um 5 á kjörtímabilinu. Í lok 10. áratugarins voru stofnanir 250 talsins en með samstilltu átaki var þeim fækkað hratt og fækkaði stofnunum um 37% til ársins 2021.<sup><sup>3</sup></sup> Áhersla var lögð á tilfærslu verkefna í hlutafélög ásamt því að verkefni voru færð til sveitarstjórnarstigsins. </p> <p>Með stafvæðingu og bættri hagnýtingu gagna myndast aukin tækifæri til að horfa á verkefnin út frá sameiginlegum viðfangsefnum í stað þess að hver stofnun sinni afmörkuðum verkefnum. Með þessu má sameina ýmsar stofnanir sem hafa sömu eða sambærileg verkefni í öflugar þekkingarstofnanir og bæta þannig þjónustu við samfélagið.</p> <p>Ýmsar breytingar á stofnanakerfinu eru í farvatninu með fækkun niður í 154 stofnanir. Þarna vega stærst sameiningar á stofnunum umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis úr 13 í 8 sem hefur það að markmiði að auka samþættingu verkefna og samvinnu á milli stofnana. Vinnan var unnin í góðu samstarfi með starfsfólki út frá faglegri greiningu á viðfangsefninu og á sameiningin að skila sér í kröftugri og faglega öflugri starfseiningum. </p> <p>Á slíkum forsendum mætti gera greiningu um endurskipulagningu stofnanakerfisins með það að markmiði að mynda öflugar þekkingarstofnanir sem hafa burði til að takast á við þær áskoranir sem ríkisreksturinn stendur frammi fyrir.</p> <p><sub>1 Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. 2021. Ríkisendurskoðun. <br /> 2 Stofnanir ríkisins að frátöldum stofnunum Alþingis og ráðuneytum. <br /> 3 Stofnanir ríkisins, fjöldi, stærð og stærðarhagkvæmni. 2021. Ríkisendurskoðun.</sub></p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Áhrif endurlána á lánsfjárjöfnuð - Rammagrein 10<p>Endurlán ríkissjóðs eru lán sem veitt eru til ríkisaðila utan A1-hlutans. Æskilegt er talið að takmarka skuldabréfaútgáfu ríkisaðila til eigin fjármögnunar og veita í stað endurlán. Þannig nást betri tök á heildarumsvifum ríkisaðila og þeir eru síður í samkeppni sín á milli um lánsfjármögnun sem gæti leitt til hærri fjármögnunarkostnaðar heildarinnar. Húsnæðissjóður, Vaðlaheiðargöng, LÍN og Byggðastofnun eru meðal þeirra sem hafa notið slíkrar fjármögnunar frá ríkissjóði.</p> <p>Endurlánum fylgir þó ákveðinn freistnivandi. Hann leiðir af því að lánveitingar eru ekki gjaldfærðar og koma þannig ekki fram í afkomu ríkissjóðs. Í stað þess að horfast í augu við vöxt útgjalda kunna stjórnvöld að leitast við að forðast verri afkomu með því að veita opinberum félögum, hverra afkoma er í besta falli háð óvissu, tiltekið hlutverk og endurlána til þeirra fremur en að stofna til útgjalda sem veikja afkomu ríkissjóðs. Þannig má t.a.m. uppfylla afkomureglur laga um opinber fjármál jafnvel þó undirliggjandi rekstur hins opinbera geri það í reynd ekki. Skuldareglur sömu laga ná hins vegar til endurlána og mynda þannig vörn gagnvart framangreindum freistnivanda. Það er mikilvægt því skuldsetningu sem af endurlánum leiðir getur fylgt veruleg áhætta og því þarf undirbúningur að vera vandaður og fjárhagsleg sjálfbærni verkefna metin áður en farið er í skuldbindandi ákvarðanir. Útlánakjör þurfa einnig að endurspegla markaðsvexti og áhættu verkefna.</p> <p>Gert er ráð fyrir að endurlán úr ríkissjóði vaxi verulega á tímabili fjármálaáætlunarinnar. Útlit er fyrir að fjárhæð endurlána nemi 4,7% af VLF árið 2029, samanborið við 2,4% árið 2023. Vöxtur endurlána mun að óbreyttu auka lántökuþörf ríkissjóðs á næstu árum. Endurlán til Húsnæðissjóðs eru þar fyrirferðamest og í lok tímabils áætlunarinnar má gera ráð fyrir að þau verði um helmingur allra endurlána ríkissjóðs. Lán til Menntasjóðs munu einnig fara vaxandi en báðir þessir lánasjóðir eru í uppbyggingarfasa í takt við stefnu stjórnvalda í viðkomandi málaflokkum. </p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R10_M01_Endurl%c3%a1n%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Endurlán ríkissjóðs Staða og áætlanir, % af VLF" /></p> <p>Lánsfjárjöfnuður lýsir hreinni fjármögnunarþörf ríkissjóðs og þörf á nýjum lántökum. Nánar er fjallað um lánsfjárjöfnuð í kafla 3.2 um skuldaþróun. Eins og sjá má á mynd hér að neðan hafa endurlán umtalsverð áhrif á lántökuþörf ríkissjóðs sem er veruleg á tímabili fjármálaáætlunar en gert er ráð fyrir að nýjar lántökur fari hæst í 84 ma.kr. (1,6% af VLF) árið 2026. Þá má benda á að inni í áætlunum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir sölu á helmingshlut ríkissjóðs í Íslandsbanka sem svarar til um 1% af VLF.</p> <p><img src="/library/03-Verkefni/Efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/FjarmalaaAetlun-2024/R10_M02_N%c3%bdjar%20l%c3%a1nt%c3%b6kur%20r%c3%adkissj%c3%b3%c3%b0s.png?amp%3bproc=LargeImage" alt="Nýjar lántökur ríkissjóðs" /></p> <p>Eftir því sem umfang endurlána vex þarf afkoma ríkissjóðs að vera þeim mun betri til að uppfylla markmið stjórnvalda um ábyrga ríkisfjármálastefnu og hófleg skuldahlutföll. Samfélagslegur kostnaður halla á lánsfjárjöfnuði er mikill um þessar mundir. Kostnaðurinn leiðir hvoru tveggja af því að skuldsetning er afar dýr í núverandi umhverfi hárra vaxta og af því að frekari skuldsetning viðheldur háum vöxtum og verðbólgu sem um þessar mundir eru langt umfram það sem samrýmist efnahagslegum stöðugleika til lengdar.</p> <p>Ábata af slíkum hallarekstri, þ.m.t. endurlánum, þarf að vega á móti þeim kostnaði sem af honum leiðir.</p> | Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
Efnisyfirlit, fjármálaáætlun 2025-2029
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurnSkilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.
Takk fyrir.