Hoppa yfir valmynd

Þjóðarsáttmáli um læsi

Gott að lesa - merki verkefnis

Þjóðarsátt um læsi - bæklingurHaustið 2015 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélög með sér Þjóðarsáttmála um læsi um það markmið að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.

Mikilvægt að snúa vörn í sókn

Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðis- samfélagi en bágur lesskilningur getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri síðar meir. Margt er vel gert í skólastarfi hér á landi og sýna alþjóðlegar kannanir að Íslendingar búa við gott menntakerfi, þar sem helstu styrkleikar eru jafn námsárangur milli skóla, vellíðan nemenda og sveigjanlegt skólakerfi með lítilli miðstýringu. Það veldur þó miklum áhyggjum að lesskilningur hefur versnað og að við lok grunnskóla getur of stór hluti barna ekki lesið sér til gagns. Ástæðan er ekki augljós en vafalaust er um að ræða flókið samspil margra þátta og því mikilvægt að snúa vörn í sókn. Á næstu fimm árum verður gert margþætt átak sem mun skila okkur enn betra menntakerfi til framtíðar.

Ákvörðun um árangur í læsi

Ákvörðun um árangur í læsiGott læsi er nauðsynlegt til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína til fulls samfélaginu öllu til góða. Til að ná markmiði Þjóðarsáttmála um læsi þarf að grípa til margvíslegra aðgerða sem ráðuneytið mun styðja við á ýmsan hátt. Mikilvægur þáttur í því er að ríki og sveitarfélög ákveði sameiginlega að bæta læsi barna á Íslandi til framtíðar. Þar skiptir sköpum skýr markmiðssetning um árangur í læsi, ákvörðun um eftirfylgni og framlag skólastjórnenda, kennara, foreldra og annarra aðstandenda.

Ráðgjöf, stuðningur og starfsþróun

Menntamálastofnun hefur umsjón með verkefninu Þjóðarsáttmáli um læsi. Ráðnir verða ráðgjafar um læsi sem munu styðja við lærdómssamfélag skóla og sveitarfélaga, halda námskeið og leiðbeina skóla- stjórnendum, kennurum og öðru skólafólki um læsi og lestrarnám. Markmiðið er að Þjóðarsáttmáli um læsi festist í sessi og verði hluti af almennu skólastarfi til framtíðar.

Skimun og mat á læsi í grunnskólum

Menntamálastofnun hefur verið falið að gera tillögu um útfærslu og framkvæmd skimunarprófa fyrir læsi í grunnskóla og breytingar á inntaki samræmdra prófa í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla. Jafnframt mun 

Ráðgjöf, stuðningur og starfsþróun

Menntamálastofnun skoða forsendur þess að leggja mat á hæfni sem liggur til grundvallar lestrarnámi 5 ára barna.

Læsi barna er samvinnuverkefni

Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að eiga daglega lestrarstund til loka grunnskóla. Foreldrar og aðstandendur þurfa að vera virkir þátttakendur í námi barna sinna og fylgjast með framvindu og árangri. Mikilvægt er að foreldrar fái stuðning og fræðslu frá skólum og sérfræðiþjónustu sveitarfélaga til þess að hlúa að lestrarnámi barna sinna, ekki síst þeirra barna sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Ráðuneytið mun semja sérstaklega við Heimili og skóla - landssamtök foreldra um aðkomu þeirra að því að virkja foreldra í stuðningi við læsi barna sinna.

Þjóðarsáttmáli um læsi á Facebook Þjóðarsáttmáli um læsi á Twitter Þjóðarsáttmáli um læsi á Instagram

Sjá nánar

Undirritun sáttmálans

Dagsetning Staður Undirritaðir samningar
24. ágúst Reykjavík Reykjavík
  Mosfellsbær Mosfellsbær
    Kjósarhreppur
  Seltjarnarnes Seltjarnarnes
25. ágúst Fljótsdalshérað Fljótsdalshérað
    Vopnafjarðarhreppur
    Seyðisfjarðarkaupstaður
    Fljótsdalshreppur
    Fjarðarbyggð
26. ágúst Borgarnes Borgarbyggð
    Dalabyggð
28. ágúst Hafnarfjörður Hafnarfjörður
  Garðabær Garðabær
  Kópavogur Kópavogur
31. ágúst Húsavík Norðurþing
    Langanesbyggð
    Skútustaðahreppur
    Tjörneshreppur
    Svalbarðshreppur
    Þingeyjasveit
  Akureyri Akureyrarkaupstaður
    Svalbarðsstrandarhreppur
    Grýtubakkahreppur
    Eyjafjarðarhreppur
    Hörgársveit
     
  Fjallabyggð Fjallabyggð
    Dalvíkurbyggð
1. sept. Sauðárkrókur Sveitarfélagið Skagafjörður
    Akrahreppur
  Blönduós Blönduósbær
    Húnavatnshreppur
    Strandabyggð
    Skagaströnd
    Skagabyggð
    Húnaþing vestra
     
14. sept. Hella Rangárþing Ytra
    Rangárþing eystra
    Ásahreppur
    Mýrdalshreppur
    Hrunamannahreppur
    Skeiða- og Gnúpverjahreppur
    Skaftárhreppur
  Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður
     
15. sept. Selfoss Sveitarfélagið Árborg
    Sveitarfélagið Ölfus
    Hveragerðisbær
    Grímsnes- og Grafningshreppur
    Bláskógabyggð
    Flóahreppur
     
  Grindavík Grindavíkurbær
    Sveitarfélagið Vogar
  Reykjanesbær Reykjanesbær
    Sandgerðisbær
    Sveitarfélagið Vogar
16. sept. Ísafjörður Ísafjarðabær
    Súðavíkurhreppur
    Strandabyggð
    Árneshreppur
    Kaldrananeshreppur
  Bolungarvík Sveitarfélagið Bolungarvík
21. sept. Vestmannaeyjar   Vestmannaeyjabær
     
22. sept. Stykkishólmur Stykkishólmsbær
    Grundarfjarðarbær
    Helgafellssveit
    Eykja- og Miklaholtshreppur
    Reykhólahreppur
    Vesturbyggð
    Tálknafjarðarhreppur
    Snæfellsbær
  Akranes Akraneskaupstaður
    Hvalfjarðarsveit
    Skorradalshreppur
Síðast uppfært: 25.10.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta