Hoppa yfir valmynd
18. janúar 1996 Utanríkisráðuneytið

Athugasemd við niðrandi skrif

Utanríkisráðuneytið lýsir vanþóknun sinni á þeim ósmekklegu og óviðeigandi ummælum um Boris Jeltsin forseta Rússlands og aðra rússneska ráðamenn sem birst hafa í leiðaraskrifum ritstjóra DV dagana 26. október 1995 og 17. janúar 1996.

Um leið og ráðuneytið harmar ofangreind skrif lýsir það þeirri von sinni að þau hafi ekki skaðleg áhrif á hið góða samband sem ríkir á milli Íslands og Rússlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta