Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda
FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 003
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í dag, 23. janúar 1996, utanríkisráðherrafund Norðurlandanna í Helsinki.
Á fundinum ræddu ráðherrarnir um Evrópumálefni, ástand mála í fyrrum Júgóslavíu, svæðisbundið samstarf í Norður-Evrópu, þ.m.t. Eystrasaltsráðið, Barentsráðið og hið fyrirhugaða Norðurskautsráð.
Ráðherrarnir ræddu einnig um mannréttindamál í Burundi, Myanmar (Burma), Nígeríu, Írak, Íran, Tyrklandi og Kína.
Eftir fundinn var gefin út meðfylgjandi fréttatilkynning, þar sem aðallega er fjallað um ástandið í fyrrum Júgóslavíu, svæðisbundið samstarf í Norður-Evrópu og Evrópumálefni.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 23. janúar 1996.