Hoppa yfir valmynd
26. janúar 1996 Utanríkisráðuneytið

Fundur þróunarmálaráðherra Norðurlanda

FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 005

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í dag, 26. janúar 1996, þróunarmálaráðherrafund Norðurlandanna í Helsinki. Á fundinum ræddu ráðherrarnir norrænt þróunarsamstarf hjá Sameinuðu þjóðunum, áhrif óvissunnar vegna fjárframlaga Bandaríkjanna til Alþjóðaþróunarstofnunarinnar (IDA), sem er sá hluti Alþjóðabankans, sem lánar til fátækustu ríkja heimsins. Einnig ræddu ráðherrarnir norræna aðstoð við efnahagslega uppbyggingu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og væntanlega aukningu Norðurlandanna á stofnfé til Norræna þróunarsjóðsins.

Halldór Ásgrímsson stýrði umræðum um þróunaraðstoð til SADC-svæðisins, sem eru samtök 12 ríkja í Suðurhluta Afríku. SADC-löndin hafa um langt skeið hlotið stærstan hlut þeirrar þróunaraðstoðar sem Norðurlöndin veita. Í lok umræðunnar var samþykkt að aðstoð við SADC-ríkin yrði áfram forgangsmál hjá Norðurlöndunum.

Eftir fundinn var gefin út meðfylgjandi fréttatilkynning um þróunarverkefni Norðurlandanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta