Hoppa yfir valmynd
1. mars 1996 Utanríkisráðuneytið

Framferði Kúbu fordæmt

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 013



Utanríkisráðuneytið fordæmir harðlega að flugvélar kúbanska lofthersins hafi skotið niður tvær borgaralegar flugvélar
laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn og valdið dauða þeirra fjögurra manna sem voru um borð.

Aðstæður atburðanna, hverjar sem þær voru, geta í engu réttlætt framferði Kúbu sem í senn fól í sér bæði brot á
alþjóðarétti og brot á mannréttindum.

Nauðsynlegt er að alþjóðleg rannsókn fari undir eins fram á atburðunum þannig að allir málavextir verði ljósir og einnig
hverjir beri ábyrgð á verknaðinum.

Utanríkisráðuneytið hefur þegar gert stjórnvöldum á Kúbu grein fyrir afstöðu sinni.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 1. mars 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta