Hoppa yfir valmynd
13. mars 1996 Utanríkisráðuneytið

Fordæming á Kínverja v/Tævan

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 016



Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna þeirrar spennu sem upp er komin í kjölfar þess að Kínverjar hafa hafið miklar
heræfingar undan ströndum Tævan.

Utanríkisráðherra hvetur alla hlutaðeigandi aðila að gæta varúðar og varast að láta núverandi spennu stigmagnast. Hætta
gæti orðið á því að aðgerðir Kínverja á þessum slóðum leiði til átaka, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Utanríkisráðherra hvetur kínverska ráðamenn til þess að draga úr umfangi þeirra heræfinga sem nú standa yfir og lýsir þeirri
von sinni að ríkisstjórn Kína og stjórnvöld á Tævan leysi uppkominn vanda með friðsamlegum hætti.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík 13. mars 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta