Hoppa yfir valmynd
22. mars 1996 Utanríkisráðuneytið

Fundur varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 017

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, heldur almennan fund með íslenskum starfsmönnum á varnarsvæðum um málefni
er tengjast varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna næstkomandi mánudag 25. mars í mötuneyti Íslenskra aðalverktaka á
Keflavíkurflugvelli.

Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur um kl. 17:30. Meðal umræðuefna verða starfsmannamál, atvinnumál og önnur málefni er
lúta að hagsmunum íslenskra starfsmanna varnarliðsins, starfsmanna verktakafyrirtækja og starfsmanna í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. mars 1996


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta