Hoppa yfir valmynd
25. mars 1996 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðhr. Íslands og Írlands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 22


Hinn 28. mars 1996 verður haldinn fundur Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og Dick Spring, utanríkisráðherra Írlands, Í Dublin. Þá fer utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Liechtenstein hinn 29. mars.

Á fundinum með írska utanríkisráðherranum verða málefni EES til umræðu, svo og samskipti EFTA og ESB og samskipti þeirra við önnur ríki, s.s. Bandaríkin og ríki Asíu. Jafnframt verður til umræðu ríkjaráðstefna ESB og stækkun þess, Myntsamband Evrópu, Öryggismál Evrópu og tvíhliða málefni ríkjanna. Írland tekur við formennsku í ESB hinn 1. júlí 1996, en Ísland verður með formennskuna í EES til áramóta.

Í opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Liechtenstein mun utanríkisráðherra m.a. eiga fundi með Mario Frick, forsætisráðherra, og Andrea Willi, utanríkisráðherra. Á þeim fundum verða málefni Evrópu einkum til umræðu. Liechtenstein er sem kunnugt er aðildarríki að EFTA og EES.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 26. mars 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta