Hoppa yfir valmynd
9. apríl 1996 Utanríkisráðuneytið

Undirritun samkomulags Íslands og Bandaríkjanna

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 025



Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, og Walter B. Slocombe, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu í
dag samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna á grundvelli varnarsamningsins frá
árinu 1951.

Á fundinum ítrekuðu ráðherrarnir skuldbindingar beggja ríkjanna um varnir Íslands á grundvelli varnarsamningsins og
aðildar að Atlantshafsbandalaginu og staðfestu áframhaldandi veru varnarliðs Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í
varnarstöðinni í Keflavík.

Hjálögð er sameiginleg bókun ráðherranna.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 9. apríl 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta