Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Tékklands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 026
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn í tékkneska lýðveldinu í dag og á morgun.
Í dag hefur utanríkisráðherra átt viðræður við Vaclav Havel forseta, Milo Uhde þingforseta svo og vararáðherra iðnaðar- og
viðskipta og varafjármálaráðherra. Á viðræðufundunum hefur verið rætt um samskipti landanna og öryggis- og
varnarmálaþróun í Evrópu.
Á morgun mun Halldór Ásgrímsson eiga fund með Josef Zieleniec utanríkisráðherra tékkneska lýðveldisins og hitta aðila
sem flytja inn fiskafurðir og búvörur. Heimsókninni lýkur annað kvöld.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 11. apríl 1996.