Hoppa yfir valmynd
13. apríl 1996 Utanríkisráðuneytið

Ráðst. um framlag til uppbygg. í Bosníu-Hersegóvínu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 027



Í dag 13. apríl lauk í Brussel ráðstefnu um framlög til uppbyggingar-starfsins í Bosníu-Hersegóvínu. Þetta er önnur
alþjóðlega ráðstefnan, sem haldin hefur verið um þetta efni. Af Íslands hálfu sat Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
ráðstefnuna.

Utanríkisráðherra tilkynnti um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja alls 110 milljónir íslenskra króna til
endurreisnarstarfsins og tekur framlag Íslands mið af fjögurra ára uppbyggingaráætlun Alþjóðabankans og
Evrópu-sambandsins, sem þar er lögð til grundvallar. Hluti framlagsins eða 10 milljónir króna verða lagðar í sérstakan sjóð í
umsjón Alþjóðabankans, sem hefur það markmið að koma allra nauðsynlegustu efnahagsstarfseminni af stað í
Bosníu-Hersegóvínu á fyrrihluta þessa árs. Eitt hundrað milljónum króna verður síðan veitt til afmarkaðs og vel skilgreinds
verkefnis í landinu. Nú er unnið að athugun á því hvernig Íslendingar geti komið best að liði.

Í ræðu sinni lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi þess að vel tækist til með framkvæmd friðarsamkomulagsins vegna
Bosníu-Hersegóvínu, ekki aðeins fyrir íbúa landsins heldur einnig fyrir Evrópu alla. Endurreisnin væri risavaxið verkefni,
sem kallaði á samstöðu allra og markvissa framkvæmd, ef árangur ætti að nást. Í því sambandi skipti miklu að opið
upplýsingaflæði væri um uppbyggingarstarfið, bæði til að tryggja skilvirkni átaksins og stuðning almennings í þeim ríkjum,
sem leggja af mörkum til þessa mikilvæga starfs.

Gert er ráð fyrir að til uppbyggingarstarfsins þurfi 5,1 milljarð bandaríkja-dala á næstu 4 árum. Þar af 1,8 milljarða
bandaríkjadala á þessu ári. Til ráðstefnunnar var boðað af Alþjóðabankanum og Evrópusambandinu og sóttu hana fulltrúar
48 ríkja og 24 alþjóðastofnana.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 13. apríl 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta