Heimsókn aðalframkv.stj. OECD til Íslands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 029
Jean-Claude Paye, aðalframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, verður á Íslandi 16.-17. apríl nk. í
boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Mun aðalframkvæmdastjórinn eiga fundi með forsætisráðherra,
utanríkisráðherra og öðrum ráðherrum er fjalla um afmörkuð málefni OECD. Þá mun hann eiga fund með efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis og bankastjórum Seðlabanka Íslands og forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Á þessum fundum mun
aðalframkvæmdastjórinn m.a. gefa yfirlit yfir ástand efnahagsmála í aðildarríkjum OECD, skýra frá undirbúningi
ráðherrafundar stofnunarinnar í næsta mánuði og greina frá helstu verkefnum sem OECD vinnur að um þessar mundir.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 16. apríl 1996