Hoppa yfir valmynd
15. apríl 1996 Utanríkisráðuneytið

Mannréttindaráð Bosníu-Hersegóveníu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 028



Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur samkvæmt ákvæðum Daytonsamkomulagsins tilnefnt átta menn til setu í
mannréttindaráði Bosníu-Hersegoveníu og er Jakob Þ. Möller ritari mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf einn
þeirra. Auk fulltrúa Evrópuráðsins eiga fjórir fulltrúar múslima og Króata og tveir fulltrúar Serba sæti í mannréttindaráðinu.
Því er ætlað að tryggja að í Bosníu-Hersegóveníu verði virt grundvallarákvæði um mannréttindi og mannfrelsi.

Jakob Þ. Möller er fæddur í Reykjavík 28. október 1936 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1967. Um árabil hefur Jakob
starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, nú síðast sem ritari mannréttindanefndarinnar.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 15. apríl 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta