Hoppa yfir valmynd
19. apríl 1996 Utanríkisráðuneytið

Útboð/endurnýjun flugskýlis

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 32


Umsýslustofnun varnarmála auglýsir um þessar mundir forval vegna útboðs á verkefni sem felur í sér endurnýjun á flugskýli bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli fyrir Orion P-3 kafbátaleitarflugvélar varnarliðsins.

Verkið er fjármagnað af mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins og er áætlað að það kosti tólf til fjórtán hundruð milljónir króna. Verkið verður boðið út í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins samkvæmt reglum bandalagsins um alþjóðleg samkeppnisútboð. Með forvali þessu eru íslensk stjórnvöld í fyrsta sinn að fullnægja ákvæðum í reglum Atlantshafsbandalagsins um alþjóðleg samkeppnisútboð og tilhögun verktöku vegna varnarframkvæmda hjá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, en ríkisstjórn Íslands samþykkti í febrúar 1992 að tilhögun verktöku vegna varnarframkvæmda yrði aðlöguð því sem tíðkast meðal annarra aðildarríkja.

Forvalið fer fram á grundvelli reglugerðar um umsýslustofnun varnarmála frá því í apríl 1995 en með þeirri reglugerð var sölu varnarliðseigna falið að annast forval vegna útboða á þjónustu- og vörukaupasamningum fyrir varnarliðið auk verkefna sem fjármögnuð eru af mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins.

Forvalsnefnd umsýslustofnunar varnarmála mun velja íslensk fyrirtæki er fullnægja forvalskröfum til að taka þátt í útboðinu. Áætlað er að útboðsgögn liggi frammi í lok júní næstkomandi.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 19. apríl 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta