Hoppa yfir valmynd
7. maí 1996 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur VES

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 037



Ráðherrafundur Vestur-Evrópusambandsins var haldinn í Birmingham á Bretlandi í dag 7. maí. Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, sótti fundinn fyrir Íslands hönd.

Á fundinum var rætt um tvö megin málefni. Annars vegar var rætt um hlutverk Vestur-Evrópusambandsins í að koma í veg
fyrir átök og aðstoð við að koma á friði. Hins vegar var fjallað um mikilvægi þess að styrkja tengsl Rússlands og Úkraínu
við þá skipan öryggismála, sem er í mótun í Evrópu. Einnig var talsvert rætt um reynsluna af starfi evrópsks friðargæsluliðs
í gömlu Júgóslavíu.

Utanríkisráðherra lýsti á fundinum stuðningi við aukna þátttöku og ábyrgð Vestur-Evrópusambandsins í að draga úr
hættuástandi og koma í veg fyrir átök. Í ræðu sinni á fundinum lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi þess að góð
samvinna tækist með Vestur-Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu um þessi mál. Einnig væri mikilvægt að efla
samvinnu Vestur-Evrópusambandins og Evrópusambandins, en þeirri samvinnu yrði að finna þann farveg, sem tryggði
sjálfstæði Vestur-Evrópusambandsins. Lykilatriði væri að koma á verkaskiptingu Evrópusamtaka á sviði öryggismála, sem
kæmi í veg fyrir tvíverknað og sóun.

Eins og fram kemur í hjálagðri yfirlýsingu fundarins ríkir samstaða um að efla beri hlutverk Vestur-Evrópusambandsins í að
koma í veg fyrir eða stöðva átök og friðarskapandi aðgerðum. Lögð er áhersla á að það starf fari fram í öflugri samvinnu
við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 7. maí 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta