Hoppa yfir valmynd
14. maí 1996 Matvælaráðuneytið

Undirritun samstarfsyfirlýsingar um samstarf varðandi fjármögnun íslenskra verkefna erlendis.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 12/1996.




Þriðjudaginn 14. maí 1996 kl. 18:00 verður undirrituð sameiginleg viljayfirlýsing milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Iðnþróunarsjóðs og Hollenska fjárfestingarsjóðsins FMO varðandi samstarf um fjármögnun íslenskra verkefna erlendis.

FMO er sjóður sem er í eigu Hollenska ríkisins (51%), stærstu viðskiptabanka Hollands (40%) og Hollenskra einkafyrirtækja (9%). Sjóðurinn hefur fjármagnað verkefni í yfir 60 ríkjum og eru heildareignir um 2 milljarðar Bandaríkjadala.

FMO hefur víðtæka sérþekkingu og reynslu af fjármögnun verkefna í flestum þeirra ríkja sem íslenskir aðilar hafa sýnt áhuga á að starfa í og því er mikill fengur að þessu samstarfi.

Samkvæmt yfirlýsingunni munu FMO og Iðnþróunarsjóður taka upp formlegt samstarf um fjármögnun verkefna á vegum íslenskra fyrirtækja í þróunarríkjunum. Þá mun FMO einnig veita Iðnþróunarsjóði aðstoð varðandi mat á verkefnum og veita ráðgjöf varðandi samstarf við aðra alþjóðlega sjóði og fyrirtæki, sem FMO er þegar í samstarfi við. Gerður verður formlegur samstarfssamningur milli sjóðanna á grundvelli fyrrgreindrar viljayfirlýsingar.

Yfirlýsingin verður undirrituð í Borgartúni 6, og er blaðamönnum boðið að vera viðstaddir undirritunina og fá nánari upplýsingar um FMO og efni viljayfirlýsingarinnar.

Reykjavík, 14. maí 1996.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta