Hoppa yfir valmynd
31. maí 1996 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með sjávarútvegsrh. Rússlands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 048



Vladimir Korelskij, sjávarútvegsráðherra Rússlands og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, áttu fund í dag þar sem þeir
ræddu m.a. fiskveiðar Íslendinga í Barentshafi. Ráðherrarnir lögðu báðir áherslu á nauðsyn þess að finna lausn á deilu
ríkjanna og áttu mjög gagnlegar viðræður.

Sjávarútvegsráðherra Rússlands afhenti utanríkisráðherra sérstaka viðurkenningu fyrir framlag hans til góðra samskipta milli
Rússlands og Íslands á sviði sjávarútvegsmála. Viðurkenning þessi er afhent þeim aðilum sem þykja hafa skarað fram úr á
þessu sviði.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 31. maí 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta