Hoppa yfir valmynd
5. júní 1996 Utanríkisráðuneytið

Sendiráðsbygging í Berlín

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 050



Föstudaginn 7. júní nk., kl. 15:00 verður opnuð sýning á tillögum sem bárust í samkeppninni um sendiráð Íslands í Berlín,
en samkeppni þessi er haldin í kjölfar samkeppni um heildarskipulag norræna sendiráðsverkefnisins í Berlín, sem kynnt er í
árslok 1995. Við það tækifæri verða verðlaunahafar kynntir og verðlaun veitt. Öll Norðurlöndin hafa með samstarfsverkefni
þessu lýst yfir ásetningi um norrænt samstarf með mjög afgerandi hætti.

Við opnun sýningarinnar munu Steindór Guðmundsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins flytja ávarp, Skarphéðinn B.
Steinarsson, formaður dómnefndar kynna úrslit og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra afhenda verðlaun.

Sýningin verður haldin í Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3 í Reykjavík, og verður hún opin frá 7. júní nk. og mun
standa yfir til 21. júní nk.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. júní 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta