Fimmti fundur EES-ráðsins í Lúxemborg
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 052
Í dag var haldinn fimmti fundur EES-ráðsins í Lúxemborg. Af Íslands hálfu sat fundinn Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, sem jafnframt var talsmaður EFTA-ríkjanna í EES.
Á fundinum var EES-samningurinn til umræðu og var það samdóma álit fundarmanna að framkvæmd hans gengi vel.
Jafnframt var fjallað um samrunaþróunina í Evrópu og samvinnu við ríki utan EES, þ.m.t. við N-Ameríku, ríki Asíu og
Miðjarðarhafsins.
Í tengslum við ráðsfund EES var jafnframt haldinn fundur EFTA/EES-ríkjanna og ESB um pólitísk skoðanaskipti og lagði
utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi slíkra skoðanaskipta í samskiptum þessara ríkja.
Að loknum þessum fundum var haldinn fundur EFTA-ríkjanna og Ítalíu, sem gegnir formennsku í ESB, þar sem skipst var
á skoðunum um ríkjaráðstefnu ESB og gerð grein fyrir stöðu mála á þeim vettvangi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. júní 1996