Hoppa yfir valmynd
3. júlí 1996 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsráðsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 055



Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat utanríkisráðherrafund Eystrasaltsráðsins í Kalmar í Svíþjóð 2. - 3. júlí.

Auk utanríkisráðherra aðildarríkjanna sátu fundinn Hans van den Broek fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB og Gay Mitchell,
aðstoðarutanríkisráðherra Írlands, formennskuríkis ESB.

Helstu umræðuefni fundarins voru annars vegar umfangsmikil framkvæmdaáætlun fyrir starfsemi Eystrasaltsráðsins og hins
vegar samskipti Evrópusambandsins og ráðsins.

Ráðherrarnir samþykktu framkvæmdaáætlunina, sem er í þremur köflum. Fyrsti kafli hennar fjallar um stuðning við
lýðræðisþróun, samskipti stofnana, afbrotavarnir, samvinnu á landamærum, og menntunar- og menningarmál. Í öðrum
kaflanum er fjallað um efnahagssamvinnu, en umhverfismál í þeim þriðja.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lýsti á fundinum einörðum stuðningi Íslendinga við starfsemi ráðsins sem stuðlar að
stöðugleika og öryggi í þessum hluta Evrópu.

Hann minntist á mikilvægi svæðisbundins samstarfs í Norður-Evrópu, sem gegndi miklu hlutverki í samstarfi
Norðurlandanna.

Hann taldi Íslendinga geta lagt sitt af mörkum til lýðræðisþróunar í ríkjunum við austurhluta Eystrasaltsins m.a.með
stuðningi við starf umboðsmanna í þessum löndum. Sama gilti um samstarf á sviði menntunar- og menningarmála.
Utanríkisráðherra vék einnig að þátttöku nokkurra ríkja ráðsins í umfangsmiklum björgunaræfingum á Íslandi 1997 innan
ramma Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins sem m.a. miðar að því að treysta öryggi borgaranna. Innra öryggi er
mikilvægur þáttur í starfi ráðsins, til dæmis sameiginleg barátta gegn glæpum og uppbygging öflugra lýðræðislegra stofnana
sem tryggja mannréttindi og réttaröryggi.

Utanríkisráðherra fagnaði öflugum stuðningi sambandsins við uppbyggingu í ríkjum við austanvert Eystrasaltið og því, að
Sambandið hefði gefið út stefnuskjal um málefni Eystrasaltssvæðisins.

Meðfylgjandi er yfirlýsing ráðherrafundarins.

Ásamt utanríkisráðherra sátu fundinn Hörður H. Bjarnason, sendiherra í Stokkhólmi og Guðni Bragason sendiráðunautur.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. júlí 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta