Hoppa yfir valmynd
2. ágúst 1996 Utanríkisráðuneytið

Kjör Guðmundar Eiríkssonar í Hafréttardómstól

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 058



Á fundi aðildarríkja hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna í New York í gær var Guðmundur Eiríksson
þjóðréttarfræðingur kjörinn dómari í Alþjóðalega hafréttardómstólinn.

Í dómstólnum situr 21 dómari, en alls voru 33 frambjóðendur í kjöri. Guðmundur var kjörinn í eitt af fjórum dómarasætum
sem féllu í hlut Vesturlanda.

Kveðið er á um alþjóðlega hafréttardómstólinn í hafréttarsamningnum frá 1982 en hann öðlaðist gildi fyrir tveimur árum.
Dómstóllinn mun hafa aðsetur í Hamborg og tekur til starfa í haust.

Guðmundur Eiríksson er fæddur í Winnipeg 26. október 1947. Hann lauk A.B.-prófi í heimspeki og B.S.-prófi í
byggingarverkfræði við Rutgersháskóla í Bandaríkjunum; prófi í kerfisfræði frá RCA Training Institute í Bandaríkjunum og
laganámi frá King's College, Lundúnaháskóla, og frá Columbia-háskóla í New York. Hefur hann unnið sem
byggingarverkfræðingur, kerfisfræðingur og lögfræðingur hérlendis og erlendis en aðstoðarhafréttarfræðingur og fulltrúi í
hafréttardeild Sameinuðu þjóðanna var hann frá maí 1974 til desember 1976. Hann var sérstakur ráðgjafi SÞ á þriðju
hafréttarráðstefnunni maí-júní 1977 og tók til starfa sem aðstoðarþjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu 1977. Hann var
skipaður þjóðréttarfræðingur 1980 og sendiherra í utanríkisþjónustunni án flutningsskyldu 1988. Guðmundur var kjörinn í
Alþjóðalaganefnd SÞ 1986. 1. desember sl. var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að
hafréttarmálum í þágu Íslands.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. ágúst 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta