Fyrirsvar fyrir Alþjóðabankamálefnum flutt til utanríkisráðuneytis.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 15/1996
Frá og með mánudeginum 12. ágúst 1996 mun utanríkisráðuneytið annast samskipti Íslands við Alþjóðabankann og systurstofnanir hans í stað viðskiptaráðuneytisins sem hingað til hefur annast samskiptin við Alþjóðabankann (IBRD), Alþjóðaframfarastofnunina (IDA), Alþjóðalánastofnunina (IFC) og Alþjóðastofnun um lausn fjárfestingardeilna (ICSID).
Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands, sem breytt er af þessu tilefni, fer utanríkisráðuneytið almennt með mál sem snerta þróunarsamvinnu.
Reykjavík, 9. ágúst 1996.