Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 1996 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn fastaflota Atlantshafsbandalagsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 062



Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 22. - 23. ágúst
næstkomandi. Í flotanum eru sex herskip frá jafnmörgum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada,
Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og Danmörku.

Íslandsheimsókn fastaflotans er hluti af reglubundnum kurteisisheimsóknum hans til aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en
fastaflotinn heimsótti Ísland síðast í ágúst árið 1990.

Núverandi yfirmaður fastaflotans er breski sjóliðsforinginn Andrew B. Gough.

Hjálagðar eru nánari upplýsingar um fastaflota Atlantshafsbandalagsins.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 20. ágúst 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta