Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 1996 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 064



Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat utanríkisráðherrafund Norðurlandanna í Borgå í Finnlandi 20. - 21. ágúst.

Á fundinum var m.a. rætt um Evrópumálefni, svæðisbundið samstarf í Norður-Evrópu, öryggismál, stöðu mála í fyrrum
Júgóslavíu, ástandið í Mið-Austurlöndum og 51. allsherjarþing S.þ., sem hefst í næsta mánuði.

Í umræðunum um Evrópumálefni lagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi hins pólitíska samráðs,
sem fram fer innan ramma EES-samningsins. Auk þess ræddi hann þróun mála á ríkjaráðstefnunni varðandi utanríkis- og
öryggisstefnu ESB og stöðu VES í því sambandi. Lýsti hann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda, að
Vestur-Evrópusambandið haldi sjálfstæði sínu en verði ekki innlimað í ESB.

Utanríkisráðherra ræddi um þýðingu samstarfs Norðurlandanna á grannsvæðum, einkanlega í Eystrasaltsráðinu,
Barentsráðinu og Norðurskautsráðinu, sem fyrirhugað er að stofna í Ottawa í Kanada 19. september n.k. Hann sagði starf
Norðurlandanna að málefnum þessara svæða stuðla að öryggi og stöðugleika í Norður-Evrópu.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafði á fundinum framsögu um Sameinuðu þjóðirnar og undirbúning Norðurlandanna
fyrir 51. allsherjarþing þeirra sem hefst um miðjan september. Í þessu sambandi lagði hann sérstaka áherslu á mikilvægi
norræna samstarfsins og samstarfsins innan EES á vettvangi S.þ. Utanríkisráðherrarnir áréttuðu mikilvægi sameiginlegra
norræna framboða á alþjóðavettvangi.

Meðfylgjandi er sameiginleg fréttatilkynning um niðurstöður fundarins.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 22. ágúst 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta