Opinber heimsókn Andrea Willi, utanríkisrh.Liechtenstein
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Andrea Willi, utanríkisráðherra Liechtenstein, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 5.-8. september 1996. Auk
utanríkisráðherra mun Andrea Willi hitta að máli Davíð Oddsson forsætisráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra,
Ólaf G. Einarsson forseta Alþingis og Geir H. Haarde formann utanríkismálanefndar Alþingis. Þess má geta að Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn til Liechtenstein í mars á þessu ári.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 4. september 1996.