Hoppa yfir valmynd
17. september 1996 Utanríkisráðuneytið

Íslensk-kínversk viðskiptaviðræðunefnd

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 070



Dagana 18.-21. september nk. verður hér á landi átta manna sendinefnd háttsettra embættismanna frá ráðuneytum
utanríkisviðskipta og landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í Kína vegna fyrsta fundar íslensk-kínversku
viðskiptaviðræðunefndarinnar. Sú nefnd var stofnuð á grundvelli samstarfssamnings milli ríkjanna, sem Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra, undirritaði í Kína í ágúst 1995.

Á fundi íslensk-kínversku viðskiptaviðræðunefndarinnar verða einkum til umræðu leiðir til að efla viðskipti ríkjanna, m.a.
mögulegt samstarf á sviði sjávarútvegs, jarðvarma og fjárfestingar Kínverja í álveri á Íslandi. Einnig verður íslenskt
viðskiptaumhverfi kynnt og fiskvinnsluhús og sjávarútvegssýningin heimsótt.

Formenn nefndarinnar eru af hálfu Kínverja Hu Chusheng, yfirmaður Evrópuskrifstofu utanríkisviðskiptaráðuneytisins og
af hálfu Íslands Kristinn F. Árnason, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í íslensku sendinefndinni eru
jafnframt fulltrúar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins, Þjóðhagsstofnunar og Útflutningsráðs
Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta