Verkfræðihönnun stækkunar flugstöðvar
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 076
Opnað var í forvali vegna verkfræðihönnunar stækkunar flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þann 23. september sl. Af 11
hönnunarhópum sem sóttu um voru 6 hópar valdir til þátttöku í lokuðu útboði eftir nákvæma yfirferð forvalsgagna.
Forvalið var auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði samkvæmt reglugerð um innkaup ríkisins nr. 302/1996, 2. mgr. 50. gr.
tl. 1-6 og lögum um skipan opinberra framkvæmda nr. 63/170 og 55/1993 22. gr.
Við val á hönnunarverktaka var tekið mið af almennri reynslu og þeirri sérþekkingu sem nauðsynleg er til þess að geta leyst
verkefnið vel af hendi. Metin var reynsla af öðrum sambærilegum verkum, aðstæður og fjárhagsstaða fyrirtækjanna.
Eftirfarandi 6 hönnunarhópar voru valdir:
Almenna verkfræðistofan hf.
Fjarhitun hf.
Rafhönnun hf.
British Aerospace Consultancy Services.
Lahmeyer International GmbH.
Flughafen Frankfurt/Main AG Airconsult.
Verkfræðistofa Erlends Birgissonar.
Lagnatækni hf.
El-tækni.
Ramböll, Hannemann & Höjlund a/s.
Verkfræðiþjónusta Magnúsar Bjarnasonar.
Rafteikning hf.
Forsjá hf.
Strendingur hf.
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.
Verkfræðistofan Línuhönnun hf.
Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf.
Verkfræðistofan Afl og Orka ehf.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 1. október 1996