Hoppa yfir valmynd
31. október 1996 Utanríkisráðuneytið

Kosning Íslands til setu í ECOSOC

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 082



Ísland var kjörið til þriggja ára setu í efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) frá og með næstu
áramótum á fundi allsherjarþingsins í dag. Ráðið er ein höfuðstofnana S.þ., ásamt allsherjarþinginu og öryggisráðinu, og þar
sitja 53 aðildarríki á hverjum tíma.

Helsta hlutverk efnahags- og félagsmálaráðsins er að fylgjast með og samræma starfsemi S.þ. á efnahags- og
félagsmálasviðinu, þ.á m. hvað varðar framkvæmd niðurstaðna alþjóðlegra stórráðstefna sem haldnar hafa verið á vegum
samtakanna á undanförnum árum.

Frá upphafi aðildar að Sameinuðu þjóðunum hefur Ísland aðeins einu sinni áður tekið sæti í efnahags- og félagsmálaráðinu,
en það var á árunum 1985 - 1987.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 31. október 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta