Fundur utanríkisráðherra með Primakov, utanríkisráðherra Rússlands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 084
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra átti í dag fund með Jevgení Primakov, utanríkisráðherra Rússlands, í tengslum við
fund utanríkisráðherra Barentsráðsins sem haldinn er í Petrozavodsk í Rússlandi. Ráðherrarnir ræddu meðal annars tvíhliða
samskipti landanna og ákváðu að setja af stað sérfræðingaviðræður, annars vegar um fiskveiðimál og hins vegar um gerð
loftferðasamnings milli ríkjanna.
Þá ræddu þeir stækkun Atlantshafsbandalagsins, friðarsamstarf bandalagsins (PfP) og þátttöku Rússa í
almannavarnaræfingu í tengslum við æfingu á Íslandi á næsta ári. Ennfremur ræddu utanríkisráðherrarnir málefni
Eystrasaltsríkjanna, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, auk fleiri mála.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 5. nóvember 1996