Hoppa yfir valmynd
2. desember 1996 Utanríkisráðuneytið

Fundur Sophíu Hansen með dætrum sínum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 092

Samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðherra hefur Ólafur Egilsson, sendiherra unnið að því um skeið að koma á fundum Sophíu Hansen og dætra hennar.

Í gær tókst að koma á fundi þeirra í Istanbul. Fundurinn fór fram á lögreglustöðinni í Bakirköy og voru m.a. á fundinum Halim Al faðir stúlknanna og Katrín Fjeldsted læknir. Lögregluyfirvöld í Istandbul, sem verið hafa mjög hjálpleg, komu fundinum á að beiðni sendiherrans og stýrði lögreglustjóri Bakirköy-hverfisins fundinum. Á honum var reynt að finna ásættanlegt fyrirkomulag á umgengnisrétti þeirra mæðgna, sem ekki hefur verið virtur. Fundurinn fór vinsamlega fram.

Sophía gat í góðu næði rætt við dætur sínar í fyrsta skipti í fjögur og hálft ár. Voru þær saman einar í um það bil klukkustund. Stefnt er að því að þær mæðgur Sophía, Dagbjört Vesile og Rúna Aysegül hittist aftur um næstu helgi.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 2. desember 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta