Hoppa yfir valmynd
30. desember 1996 Matvælaráðuneytið

Samkomulag iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Björns Friðfinnssonar

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 23/1996

Í dag gengu Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Björn Friðfinnsson, fráfarandi stjórnarmaður ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, frá samkomulagi um það með hvaða hætti Björn kemur aftur til starfa fyrir íslensk stjórnvöld í ársbyrjun 1997. Samkomulagið kveður á um að Björn komi aftur til starfa sem ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum. Fyrst um sinn, eða í síðasta lagi til ársloka 1998 mun Björn þó starfa sem sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og annarra stjórnvalda um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og starfi m.a. að kynningu á honum innan stjórnarráðsins og utan. Er fengur að því fyrir íslensk stjórnvöld að fá Björn til þeirra starfa enda hann sérfróður um þau mál eftir starf sitt hjá ESA. Með samkomulaginu ríkir full sátt milli aðila.

Reykjavík, 30. desember 1996

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta