Hoppa yfir valmynd
2. janúar 1997 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samantekt á niðurstöðum könnunar á jafnréttisfræðslu í skólum - janúar 1997

Samantekt á niðurstöðum könnunar á jafnréttisfræðslu í skólum


Dreifibréf til skólastjórnenda grunn- og framhaldsskóla


Menntamálaráðuneytið sendir hér með samantekt á niðurstöðum könnunar á jafnréttisfræðslu í skólum sem fram fór skólaárið 1995-1996. Jafnframt eru skólunum færðar þakkir fyrir þátttökuna.

Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um hvernig staðið er að framkvæmd jafnréttisfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Samkvæmt niðurstöðunum er kynjum almennt ekki mismunað í námi, kennslu eða daglegri umgengni. Hins vegar gefa svörin til kynna að fáir skólar sinni jafnréttisfræðslu á markvissan hátt og nær engir skólar virðast vinna út frá sérstakri jafnréttisáætlun.

Skólar eru hér með hvattir til að gera áætlanir til að tryggja eins og kostur er að ákvæði 10. greinar jafnréttislaga sé fylgt eftir með markvissum hætti. Í jafnréttisáætlun þyrfti að koma fram hvernig skólinn hyggst fyrirbyggja hugsanlega mismunun kynjanna og hvernig hann ætli að að stuðla að því að bæði drengir og stúlkur fái notið hæfileika sinna og getu. Eðlilegt er að jafnréttisáætlun verði hluti af skólanámskrá hvers skóla.



(Janúar 1997)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta