Nr. 01/1997
Fréttatilkynning nr. 01/1997
Tilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu
Miðvikudaginn 18. júní rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, unnum kjötvörum og hráu kjöti sem leyft verður að flytja inn til landsins á lægri gjöldum síðari helmingi þessa árs.
Fimm tilboð bárust um innflutning á ostum til almennra nota, samtals 29.500 kg á meðalverðinu 71,83 kr./kg, en hæsta boð var 101 kr./kg og lægsta boð var 11 kr fyrir kílóið. Tilboðum var tekið um innflutning á 29.500 kg á meðalverðinu 71,83 kr./kg.
Þrjú fyrirtæki sendu inn tilboð um innflutning á ostum til iðnaðar og /eða matvælagerðar, samtals 20.500 kg á meðalverðinu 38,17 kr./kg og var hæsta boð 55,00 kr./kg og lægsta boð 1,00 kr. fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum, samtals 14.700 kg á meðalverðinu 44,25 kr./kg.
Sex tilboð bárust um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 40.750 kg á meðalverðinu 56,77 kr./kg, hæsta boð var 120,00 kr./kg og lægsta boð var 0,00 kr. fyrir kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum, samtals 32.800 kg á meðalverðinu 67,20 kr./kg.
Sjá nánar hjál. töflu.
Reykjavík, 11. júlí 1997
Landbúnaðarráðuneytið
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða þeirra:
Ostur til almennra nota - jan. - júní 1997 | ||||
Magn |
Tilboðsgjafi |
|||
kg. |
||||
2.950 |
Bergdal hf | |||
13.150 |
Hagkaup | |||
350 |
Innnes ehf | |||
900 |
Kísill hf | |||
6.000 |
Osta- og smjörsalan sf | |||
750 |
Ostahúsið | |||
2.000 |
Rydens Kaffi hf | |||
26.100 |
Ostur til iðnaðar og/eða matvælagerðar - jan. - júní 1997 | ||||
Magn |
Tilboðsgjafi |
|||
kg. |
||||
1.510 |
Dreifing ehf | |||
4.500 |
Lyst ehf | |||
6.000 |
Osta- og smjörsalan | |||
990 |
Pönnu pizzur hf | |||
13.000 |
Unnar kjötvörur - jan. - júní 1997 | ||||
Magn |
Tilboðsgjafi |
|||
kg. |
||||
3.150 |
Dreifing ehf | |||
2.800 |
Hagkaup | |||
1.800 |
Kf. Eyfirðinga | |||
3.000 |
Kentucky Fried Chicken | |||
500 |
Kísill hf | |||
2.000 |
Kjötumboðið hf. | |||
9.500 |
Lyst ehf | |||
6.650 |
Stjarnan hf | |||
29.400 |
Landbúnaðarráðuneytið