Hoppa yfir valmynd
15. janúar 1997 Matvælaráðuneytið

Starfshópar á sviði sjávarútvegsmála

Fréttatilkynning

Starfshópar á sviði sjávarútvegsmála


Sjávarútvegsráðherra hefur í dag skipað í eftirtalda tvo starfshópa.

I. Starfshópur um dreifða eignaraðild í sjávarútvegsfyrirtækjum. Starfshópnum verður falið að gera tillögur um reglur varðandi dreifða eignaraðild að útgerðarfyrirtækjum. Hópurinn skal m.a. fjalla um hvort ástæða sé til að setja hámark á hve mikla aflahlutdeild skip í eigu einstakra aðila geta haft og hvort gera eigi kröfu til að eignaraðild að félögum sem hafa forræði yfir aflahlutdeild umfram tiltekin mörk skuli dreifð og félögin opin, t.d. skráð á verðbréfaþingi.

Formaður starfshópsins er Baldur Guðlaugsson hrl. Aðrir í hópnum eru Andri Teitsson verkfræðingur, Árni Tómasson endurskoðandi, Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður, Hermann Hansson stjórnarformaður Íslenskra sjávarafurða, Magnús Stefánsson alþingismaður.


II. Starfshópur um reglur um viðskipti með aflaheimildir. Starfshópnum verður falið að gera tillögur um reglur um viðskipti með aflaheimildir, m.a. um hvernig staðið skuli að slíkum viðskiptum og miðlun upplýsinga um þau og ennfremur um þær kröfur sem gera skuli til þeirra sem annast milligöngu í slíkum viðskiptum (kvótamiðlun).

Formaður starfshópsins er Árni R. Árnason alþingismaður. Aðrir í hópnum eru Árni Múli Jónasson lögfræðingur, Hjálmar Árnason alþingismaður, Hólmgeir Jósnson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands og Jónas Haraldsson lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Sjávarútvegsráðuneytið,15. janúar 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta