Flutningur sendiherra
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________
Nr. 001
Hannes Hafstein, sendiherra Íslands í Brussel og hjá Evrópusambandinu, lætur nú af störfum og tekur við starfi stjórnarmanns í Eftirlitsstofnun EFTA.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá EFTA, Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum í Genf, tekur nú við starfi sendiherra Íslands í Brussel og hjá Evrópusambandinu.
Benedikt Jónsson, sendiherra og skrifstofustjóri, tekur í þessum mánuði við starfi sendiherra og fastafulltrúa hjá EFTA.
Reykjavík, 20. janúar 1997