Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 1997 Utanríkisráðuneytið

Fyrsti fundur ECOSOC á kjörtímabili Íslands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 007


Fyrsti formlegi fundur efnahags- og félagsmálaráðs S.þ. (ECOSOC) á þriggja ára kjörtímabili Íslands í ráðinu var haldinn í New York dagana 4. – 7. febrúar sl. Fundurinn var haldinn til undirbúnings ársfundi ráðsins í Genf á komandi sumri. Stefnumótun og samræming á efnahags- og félagsmálasviðinu er helsta viðfangsefni ECOSOC, sem er ein höfuðstofnana S.þ., og þar eiga 54 aðildarríki sæti á hverjum tíma.
Á fundinum fóru einnig fram kosningar í sérfræðinganefndir sem falla undir ECOSOC. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, var kjörinn til setu í nefnd S.þ. um nýja og endurnýjanlega orkugjafa og orku í þágu þróunar (Committee on New and Renewable Sources of Energy and on Energy for Development) til fjögurra ára. Í nefndinni sitja 24 sérfræðingar frá öllum svæðahópum aðildarríkja S.þ.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 11. febrúar 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta