Stjórn síldveiða úr norsk-ísl. stofninum vorið 1997
Fréttatilkynning
Stjórn síldveiða
úr norsk-íslenska stofninum vorið 1997
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið, að eftirfarandi reglur gildi um síldveiðar úr norsk-íslenska stofninum á vori komanda:
1. Veiðarnar eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu.
2. Kost á veiðileyfi eiga þau skip, sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni innan lögsögu Íslands.
3. Heimilt er að hefja síldveiðar 3. maí 1997.
4. Leyfilegt heildarveiðimagn er 233 þús. lestir.
5. Heimild til veiða tekur til lögsögu Íslands, Jan Mayen og Færeyja. Auk þess er heimilt að veiða 10 þús. lestir í lögsögu Noregs.
6. Heildarafla verður ekki skipt milli einstakra skipa, en veiðar stöðvaðar þegar heildarkvóta er náð.
Ráðuneytið mun á næstunni gefa út reglugerð þar sem nánara verður kveðið á um ofangreind atriði.
Sjávarútvegsráðuneytið
14. febrúar 1997